Afmælishátíð meistaranáms í íslenskum og norrænum miðaldafræðum við HÍ

Edda
Fyrirlestrasal
Alþjóðlegt meistaranám í íslenskum og norrænum miðaldafræðum við Háskóla Íslands 2005–2025
Afmælishátíð föstudaginn 12. desember 2025 kl. 13.00–14.30. Fyrirlestrasal Eddu — húss íslenskunnar (E103)
Um þessar mundir eru liðin tuttugu ár síðan alþjóðlegu meistaranámi í íslenskum miðaldafræðum — Medieval Icelandic Studies — var hleypt af stokkunum í Háskóla Íslands í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar. Þetta alþjóðlega nám hefur laðað að sér öfluga nemendur hvaðanæva úr heiminum og þannig borið ríkulegan ávöxt. Þessum áfanga verður fagnað með stuttu málþingi í Eddu — húsi íslenskunnar föstudaginn 12. desember kl. 13.00–14.30.
Dagskrá
- Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: ávarp
- Silja Bára R. Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands: ávarp
- Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Saman og í takt: um fyrstu skrefin
- Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands: Námsbrautin blómstrar í norrænu samstarfi
- Sjónarhorn nemenda
- Beeke Stegmann, rannsóknadósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
- Ryder Patzuk-Russell, Centre for Nordic and Old English Studies við Silesia-háskóla í Katowice
- Melissa Mayus, lektor í ensku í Jannen School of Arts and Sciences við Trine University í Indiana
- Timothy Bourns, lektor í norrænum fræðum í deild skandinavískra fræða við University of Washington í Seattle
Fundarstjóri Haraldur Bernharðsson, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands
Að dagskrá lokinni verða bornar fram kaffiveitingar.
Málþingið er öllum opið.
Um þessar mundir eru liðin tuttugu ár síðan alþjóðlegu meistaranámi í íslenskum miðaldafræðum — Medieval Icelandic Studies — var hleypt af stokkunum í Háskóla Íslands í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar.
