Mexíkóborg-Tenochtitlán: Stórborg í Rómönsku-Ameríku í sjö aldir

Veröld - Hús Vigdísar
Auðarsalur
Dr. Beatriz de Alba-Koch, dósent í sagnfræði við Victoria-háskólann í Victoria í Kanada, flytur erindið „ Mexíkóborg-Tenochtitlán: Stórborg í Rómönsku-Ameríku í sjö aldir“ í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar mánudaginn 8. desember kl. 17-18.
Árið 1519 þegar landvinningamaðurinn Hernáns Cortés og menn hans litu fyrst augum hina stórfenglegu Tenochtitlán, borg astekanna sem var byggð út á vatni, héldu þeir að þetta væri draumsýn. Eftir að borgin féll í hendur Spánverja hélt hún áfram að vera höfuðstaður og var nú nefnd Mexíkóborg, fyrst fyrir varakonungsdæmið Nýja-Spán og síðar Mexíkó þegar landið fékk sjálfstæði. Í fyrirlestrinum verður saga borgarinnar rakin og fjallað um þær áskoranir sem stórborgin tekst á við nú á dögum.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Hann er haldinn á vegum spænskunnar við Mála- og manningardeild Háskóla Íslands og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Verið hjartanlega velkomin!
Dr. Beatriz de Alba-Koch er frá Mexíkó og er dósent í sagnfræði við Victoria-háskólann í Victoria, Kanada. Hún leggur áherslu á nýlendusögu og þjóðlanda Rómönsku Ameríku eftir að þau fengu sjálfstæði.
Frekari upplýsingar um Dr. Beatriz de Alba-Koch má finna hér
Dr. Beatriz de Alba-Koch, dósent í sagnfræði við Victoria-háskólann í Victoria í Kanada, flytur erindið „ Mexíkóborg-Tenochtitlán: Stórborg í Rómönsku-Ameríku í sjö aldir“ í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar mánudaginn 8. desember kl. 17-18.
