Verðlaunaafhending MEMA-nýsköpunarhraðalsins

Gróska
Fenjamýri
Verðlaunaafhending í MEMA-nýsköpunarhraðlinum fer fram í hádeginu föstudaginn 28. nóvember í Fenjamýri í Grósku. Að baki MEMA-hraðlinum stendur Fab Lab Reykjavík með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Háskóla Íslands. Hraðallinn er ætlaður nemendum á framhaldsskólastigi og styður við þróun nýsköpunarlausna sem tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Nánari upplýsingar má finna á mema.is.
Í MEMA-hraðlinum er árangur metinn út frá því hvaða áhrif hugmyndir og lausnir geta haft á tiltekið heimsmarkmið fremur en fjárhagslegum ávinningi. Um er að ræða áhrifadrifna nýsköpun þar sem áhersla er lögð á samfélagslegan ávinning. Í ár munu 20 þátttakendur úr Fjölbrautarskóla Vesturlands og Fjölbrautaskólanum við Ármúla kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd. Þátttakendur hafa í ár unnið með 13. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Aðgerðir í Loftslagsmálum
Háskóli Íslands kemur að þekkingarsprettinum sem leggur fræðilegan grunn að sköpunarvinnu þátttakenda. Huawei veitir sigurvegurum 200.000 króna verðlaunafé, Háskóli Íslands fellir niður skráningargjöld fyrir sigurvegara og Fab Lab Reykjavík veitir teyminu 100.000 króna þróunarstyrk í smiðjunni.
MEMA-hraðallinn hefur það markmið að efla tæknilega þekkingu ungs fólks og hvetja til lausnamiðaðrar hugsunar í tengslum við áskoranir framtíðarinnar. Hraðallinn samanstendur af fimm meginþrepum: Þekkingarspretti, Hönnunarspretti, Tæknispretti, Þróunarspretti og Lokaspretti. Í gegnum þessi skref fá þátttakendur aðgang að tæknilegum stuðningi, námskeiðum og leiðsögn sérfræðinga. Háskóli Íslands styður einnig öfluga við þekkingarsprett hraðalsins sem leggur fræðilegan grunn að sköpunarvinnu þátttakenda.
Verðlaunaafhending í MEMA-nýsköpunarhraðlinum fer fram í hádeginu föstudaginn 28. nóvember í Fenjamýri í Grósku. Að baki MEMA-hraðlinum stendur Fab Lab Reykjavík með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Háskóla Íslands. Hraðallinn er ætlaður nemendum á framhaldsskólastigi og styður við þróun nýsköpunarlausna sem tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
