Annars hugar: Juan Camilo Roman Estrada

Edda
Fyrirlestrasalur
Næsti gestur í fyrirlestraröðinni Annars hugar er Juan Camilo Roman Estrada, ljóðskáld, faðir, kennari, sögumaður og fjallavinur. Hann flytur erindi í fyrirlestrasal Eddu, miðvikudaginn 26. nóvember.
Juan mun deila með okkur reynslu sinni af því að prjóna saman nánd við íslenskuna og hvernig hann hefur verið að rækta vistkerfi tilheyrunar fyrir nemendur af erlendum uppruna.
Juan er fjölmenningarfulltrúi Háskóla Íslands og verkefnastjóri verkefnisins Sprettur sem styður innflytjendur til háskólanáms.
Léttar veitingar og spjall á eftir.
Öll velkomin!
Annars hugar er fyrirlestraröð fyrir öll sem tala íslensku, töluðu íslensku eða vilja tala íslensku. Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni námsgreinarinnar Íslensku sem annars máls, Árnastofnunar og Málvísindastofnunar.
Juan Camilo Roman Estrada.
