Skip to main content

Byr - sýning meistaranema í list- og verkgreinum MVS HÍ

Byr - sýning meistaranema í list- og verkgreinum MVS HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. nóvember 2025 13:00 til 23. nóvember 2025 17:00
Hvar 

Lofstkeytastöðin

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Byr - sýning meistaranema í list- og verkgreinum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Nemendur í áfanganum Hugmynda- og þróunarvinna innan list- og verkgreina (Sjónlistir og Hönnun & smíði) sýna verk sín í Loftskeytastöðinni dagana 14.–23. nóvember.

Sýningin dregur innblástur af lífi og starfi Vigdísar Finnbogadóttur. Verk nemenda endurspegla áhrif hennar og þann anda virðingar, umhyggju og hugrekkis sem blæs nýjum kynslóðum byr inn í framtíðina.

Sýningin sameinar hugmyndir og verk sem sprottin eru úr lífi og starfi Vigdísar Finnbogadóttur. Mál og málefni sem hún hefur lagt rækt við, menningu, tungumál, jafnrétti og náttúru, hafa orðið nemendum innblástur, bæði beint og óbeint.

Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk þar sem nemendur vinna með eigið rannsóknarefni í gegnum listrænt og skapandi ferli. Má þar nefna myndverk, innsetningar, texta, myndskeið og hlutbundin verk.

Í áfanganum er lögð áhersla á hugmyndavinnu, tilraunastarf og þróunarferli þar sem nemendur dýpka skilning sinn á viðfangsefnum tengdum list- og verkmenntun. Stuðst er við aðferðafræði listrannsókna og listrænnar starfendarannsóknar.

Við bjóðum ykkur að stíga inn í samtal við verkin í Loftskeytastöðinni

Umsjón: Hanna Ólafsdóttir
Kennari: Gísli Þorsteinsson Ásamt Ásthildi B. Jónsdóttur, Bryndísi Snæbjörnsdóttur, Dögg Guðmundsdóttur og María Th. Ólafsdóttir, forstöðumanns Loftskeytastöðvarinnar.

Sýningin er opin á almennum opnunartíma Loftskeytastöðvarinnar

.

Byr - sýning meistaranema í list- og verkgreinum MVS HÍ