ReyVarstígur: Málþing og lokahóf

Veröld - Hús Vigdísar
ReyVarstígur Frá Reykjavík til Varsjár: á slóðum pólsku upplýsingaraldarinnar.
Málþing og lokahóf í Veröld – húsi Vigdísar 22. nóvember kl. 10 – 15.
ReyVarstígur er samstarfsverkefni Háskólans í Varsjá og Háskóla Íslands sem hefur það að markmiði að kynna pólska menningu á Íslandi með sérstaka áherslu á upplýsingaröldina. Verkefnið er styrkt af NAWA í Póllandi (National Agency for Academic Exchage).
Verkefnið hófst í september með netfyrirlestrum pólskra sérfræðinga um upplýsingaröldina í Póllandi og í október fór hópur nemenda úr HÍ í tveggja vikna námsferð til Varsjár þar sem þeir fóru á hraðnámskeið í pólsku og fengu fræðslu um Pólland á tímum upplýsingarinnar.
Á heimasíðu ReyVarstígs má finna nánari upplýsingar um verkefnið og þátttakendur.
Verkefninu lýkur með málþingi í Háskóla Íslands þ. 22. nóvember. Þar munu nemendur kynna verkefni sem þeir unnu og byggð eru á því efni sem þeir söfnuðu í námsferðinni í Varsjá í október. Þá verður einnig opnuð ljósmyndasýning með myndum sem nemendur tóku í Varsjá og fluttir verða fyrirlestrar um upplýsingaröldina í Póllandi og á Íslandi.
Málþingið fer fram á ensku.
Dagskrá:
10:00 – Kaffi og opnunarávörp:
Aleksander Kropiwnicki, sendiherra Póllands á Íslandi.
Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs.
Justyna Zych, lektor og aðstoðarforstöðumaður Polonicum miðstöðvarinnar við Háskólann í Varsjá.
Fundarstjóri og kynnir er Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ.
10:45 Fyrirlestur: Museum of Memory: The collection of Izabela Czartoryska and the beginnings of museology in Poland.
Agnieszka Lajus, prófessor við Háskólann í Varsjá og forstöðukona listasafns Póllands í Varsjá.
11:30 Fyrirlestur: The Enlightenment in Iceland – a reevaluation.
Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við Háskóla Íslands.
12:15 Opnun ljósmyndasýningar og hádegishlé: Ljósmyndir sem nemendur tóku í Varsjá verða til sýnis og boðið verður upp á léttan hádegisverð.
13:00 – 15:00 – Kynningar nemenda.
15:00 – 16:00 – Léttar veitingar.
Málþing og lokahóf ReyVarstígs í Veröld – húsi Vigdísar 22. nóvember kl. 10 – 15.
