Ársfundur Rannsóknarstofnunar lífeyrismála

Hvenær
17. nóvember 2025 12:30 til 18:00
Hvar
Norræna Húsið
Nánar
Aðgangur ókeypis
Árfundur Rannsóknarstofnunar lífeyrismála (PRICE) verður haldinn þann 17. nóvember kl. 12:30 til 18:00 í Norræna Húsinu.
Á fundinum verða haldnir fyrirlestrar um val sjóðsfélaga á fjárfestingakostum í danska lífeyriskerfinu, áhrif íslenskra lífeyrissjóða á stöðugleika fjármálakerfisins, sparnað fólks á lífeyrisaldri og áhrif foreldra á tekjur og menntun uppkominnna barna. Í pallborðsumræðu verður rætt um hvort breyta eigi ávöxturnarkröfu til lífeyrissjóða á Íslandi og fjallað um það hvernig málum er háttað í Danmörku.
Erlendir fyrirlesarar verða Katja Mann og Jesper Rangvid frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School).