Núvitund í Nauthólsvík

Nauthólsvík
Hittumst í Nauthólsvík þar sem sjórinn og kuldinn verða nýtt sem tól til þess að æfa öndun og núvitund. Þátttakendur koma saman í heita pottinum þar sem farið verður yfir nokkur atriði varðandi öryggi, öndun og núvitund áður en haldið yrði í sjóinn. Stutt labb er frá pottinum í sjóinn, hópurinn gengur saman í sjóinn þar sem markmiðið er að sjórinn nái fyrir ofan mitti eða að setjast alveg ofan í – ekki er lögð áhersla á að synda í sjónum, hugsunin er frekar að vaða. Öll fara á sínum hraða og eins langt og þau treysta sér til. Þegar fólk hefur verið eins lengi og því hentar er farið í gufu og svo í heita pottinn þar sem við fáum okkur eitthvað heitt að drekka, spjöllum saman og njótum samverunnar.
Athugið!
Það kostar 920 krónur að nýta aðstöðu strandarinnar, sem þátttakendur þyrftu að greiða sjálfir í móttöku. Þátttakendur þurfa að koma með handklæði og sundföt. Við mælum einnig með því að fólk komi með heitan drykk í brúsa, húfu til að hafa á í sjónum og hlý notaleg föt til þess að fara í eftir sundið. Mikilvægt er að þátttakendur mæti vel nærðir, ekki á fastandi maga.
Birta Kristrún Berg Vilhjálmsdóttir, Elísa Sif Snorradóttir, Elísabet Halldórsdóttir og Linda Elín Kjartansdóttir nemendur í MA námi í félagsráðgjöf til starfsréttinda halda utan um viðburðinn.
Núvitund í Nauthólsvík