Fræðsluerindi um sorg

Hvenær
11. nóvember 2025 10:00 til 11:00
Hvar
Stapi
108
Nánar
Aðgangur ókeypis
Fræðsluerindi um mismunandi tegundir sorgar og birtingarmyndir hennar, sérstaklega í samhengi við hátíðir sem margar hverjar geta verið krefjandi fyrir þá sem eru að upplifa missi. Einnig verður fjallað um leiðir til þess að takast á við sorg og stuðningsúrræði.
Fræðslan nýtist sem aukin meðvitund um mikilvægi þess að viðurkenna og skilja sorg, sérstaklega í tengslum við hátíðar þar sem margir upplifa aukið álag. Þeir sem sækja fræðsluna geta lært að þekkja eigin, eða annarra, sorgarviðbrögð og fá upplýsingar um hvert hægt er að leita eftir aðstoð.