Skip to main content

Að drepa evrópsku konuna úr dróma: Marshallaðstoðin og híbýli kolanámumanna í Ruhr

Að drepa evrópsku konuna úr dróma: Marshallaðstoðin og híbýli kolanámumanna í Ruhr - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. október 2025 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Óskar Örn Arnórsson, arkitekt og (arkitektúr)sagnfræðingur, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: „Að drepa evrópsku konuna úr dróma: Marshallaðstoðin og híbýli kolanámumanna í Ruhr, 1951-4."

Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 7. október kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.  

Um erindið

Á Íslandi eru mörg Marshallhús, frá Faxaverksmiðjunni á Örfirisey til Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og Sogs- og Laxárvirkjana. En hver er byggingararfleifð aðstoðarinnar annars staðar í Evrópu? Hvernig höfðu arkitektar áhrif í gegnum arkitektúr og í hvaða tilgangi? Erindið fjallar um híbýli kolanámumanna í Ruhr, kostuð af Marshallaðstoð á árunum 1951-4. Bandarísk stjórnvöld létu ekki nægja að koma þaki yfir höfuð kolanámumanna á sem skjótastan hátt heldur notuðu þeir híbýlin til að sýna þeim hvernig þeir, og ekki síst eiginkonur þeirra, áttu að haga lífi sínu. Óskar Örn varði doktorsritgerð, The Architectures of the Marshall Plan in Europe: France, Greece, Germany, ca. 1948–1952 and Beyond, við Columbiaháskóla vorið 2025 og er erindið unnið upp úr einum kafla rannsóknarinnar. 

Um fyrirlesarann

Óskar Örn Arnórsson tekur við stöðu lektors (assistant professor) við Manitobaháskóla í Winnipeg á vorönn 2026. Hann er einn ritstjóra Nordisk Revy for Arkitektur og einn sýningarstjóra Slökkvistöðvarinnar, sjálfstæðs sýningar- og viðburðarýmis fyrir arkitekta og áhugafólk um arkitektúr og rýmislist. Um þessar mundir er Óskar Örn arkitektúrrýnir Víðsjár Ríkisútvarpsins.

Dr. Óskar Örn Arnórsson, arkitekt og (arkitektúr)sagnfræðingur.

Að drepa evrópsku konuna úr dróma: Marshallaðstoðin og híbýli kolanámumanna í Ruhr