Skip to main content

Bitabox: Frumbyggjamál og sýnileiki þeirra í Mexikó

Bitabox: Frumbyggjamál og sýnileiki þeirra í Mexikó - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. september 2025 15:00 til 15:45
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Heimasvæði tungumála

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Marc Volhardt, aðjunkt í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands, fjallar um frumbyggjamál og sýnileika þeirra í Mexikó. Haldið á heimasvæði tungumála á 2. hæð í Veröld, fimmtudaginn 25. september kl. 15:00-15:45. Verið öll velkomin.

Bitabox RÍM eru óformlegur vettvangur til að kynna rannsóknir í annarsmálsfræðum.

Um erindið

YÜHÜ (ACAZULCO OTOMÍ) – VARÐVEISLA OG UNDRAHEIMUR ÞESS 
Sagt verður frá einkennum frumbyggjatungumálsins Acazulco otomí (yühü [jũhũ]), til að mynda aðblæstri og áttarbeygingum, en tungumálið er í útrýmingarhættu og er eingöngu talað af elstu kynslóðum þorpsins Ndöngü (San Jerónimo Acazulco) í Mið-Mexíkó. Síðan verður sagt frá varðveislu- og endurlífgunarstarfi í þorpinu ásamt þróun ritmáls.

Marc Volhardt, aðjunkt í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands.

Bitabox: Frumbyggjamál og sýnileiki þeirra í Mexikó