Pólitískt félagsstarf í mótun. Saga Landsmálafélagsins Varðar

Árnagarður
Stofa 304
Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: „Pólitískt félagsstarf í mótun. Saga Landsmálafélagsins Varðar.“
Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 23. september kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.
Um erindið
Íhaldsmenn í Reykjavík stofnuðu með sér landsmálafélag árið 1926, sem nefndist Vörður, sem varð á skömmum tíma öflugasta stjórnmálafélag landsins. Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur vinnur um þessar mundir að ritun aldarsögu Varðar og mun í erindi sínu segja frá rannsókn sinni.
Um fyrirlesarann
Björn Jón Bragason leggur stund á doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands og lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann kennir lögfræði við Verzlunarskóla Íslands, er stundakennari við Háskólann í Reykjavík og sinnir ritstörfum.
Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist: „Pólitískt félagsstarf í mótun. Saga Landsmálafélagsins Varðar.“
