Gervigreind og vísindamiðlun — 25 ára afmælismálþing Vísindavefsins

Aðalbygging
Hátíðasalur
Verða háskólar óþarfir með tilkomu gervigreindar? Getur gervigreindin tekið að sér að skrifa svör við spurningum á Vísindavefinn? Er hægt að treysta gervigreind? Hversu góð er gervigreindin í íslensku og hvernig er hægt að mæla það? Hvað eru gríðargögn og hvernig er gervigreind nýtt í fjarkönnun? Hvernig eiga nemendur og kennarar í grunnskólum að takast á við gervigreind? Þarf að kenna fólki gervigreindarlæsi og getur gervigreind nýst í íslensku heilbrigðiskerfi?
Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað á 25 ára afmælismálþingi Vísindavefs HÍ um gervigreind og vísindamiðlun.
Málþingið fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 24. september kl. 15.00-16.30.
Dagskrá
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands — setning
Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands — Ábyrg notkun gervigreindar: Getur gervigreind skrifað greinar á Vísindavefnum?
Iris Edda Nowenstein, lektor í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands og talmeinafræðingur á Landspítalanum — Gervigreind og máltækni: Virkar þetta á íslensku og af hverju skiptir það máli?
Tryggvi Thayer, aðjúnkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun við Háskóla Íslands — Þegar spunagreind mætir í skólann: Að takast á við vanda utan ramma
Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands — Þróun fjarkönnunar og úrvinnsla fjarkönnunarmynda með gervigreind
Sigrún Helga Lund, prófessor í tölfræði við Háskóla Íslands — Verða háskólar óþarfir með tilkomu gervigreindar?
Fundarstjóri er Magnús Karl Magnússon, formaður faglegrar ritnefndar Vísindavefsins og prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Efnt er til málþingsins í tilefni af 25 ára afmæli Vísindavefs HÍ.
Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir en einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.
Að afmælismálþingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar.
Öll velkomin og gestir eru hvattir til að spyrja fyrirlesara um allt sem snertir gervigreind og vísindamiðlun að loknum erindunum öllum.
Tutttugu og fimm ára afmælismálþing Vísindavefs HÍ, sem helgað er gervigreind og vísindamiðlun, fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 24. september kl. 15.00-16.30.
