Netfyrirlestur pólskra fræða: Stjórnmálasaga Pólska-Litháenska samveldisins

Hvenær
15. september 2025 15:00 til 16:30
Hvar
Nánar
Aðgangur ókeypis
Dr. Rafał Waszczuk, við sagnfræðideild Háskólans í Varsjá, flytur opinn netfyrirlestur mánudaginn 15. september kl. 15:00-16:30 á vegum pólskra fræða við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Upplýsingaröldin, umbætur og takmarkanir þeirra: Inngangur að stjórnmálasögu Pólska-Litháenska samveldisins 1760–1790.“ Hann verður fluttur á ensku.
Námsleið í pólskum fræðum við Háskóla Íslands, í samstarfi við Háskólann í Varsjá og NAWA (The National Agency for Academic Exchange), býður upp á röð netfyrirlestra í haust sem helgaðir eru pólsku og evrópsku upplýsingaröldinni. Smellið hér til að skoða dagskrá fyrirlestraraðarinnar.
Dr. Rafał Waszczuk.
