Miðbiksmat í jarðeðlisfræði - Catherine Grace O'Hara

Askja
Fundarsalur Jarðvísindastofnunar, herbergi 367
Heiti ritgerðar: Áhrif hopandi jökla og ástand kvikukerfa á jarðskorpuhreyfingar í og við eldfjöll sem hulin eru jökli (Effects of Ice Unloading and Magmatic Conditions on Surface Deformation at Subglacial Volcanoes)
Nemandi: Catherine Grace O'Hara
Doktorsnefnd:
Dr. Freysteinn Sigmundsson, rannsóknaprófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Dr. Halldór Geirsson, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Michelle Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum og vöktun eldfjalla hjá Veðurstofu Íslands
Dr. Elisa Trasatti, sérfræðingur við Istituto Nazionale di Geofisica e Vulcanologia, Róm, Italíu
Dr. Fabien Albino, Researcher, sérfræðingur við ISTerre, Université Grenoble Alpes, Frakklandi
Ágrip
Markmið Ph.D. verkefnisins er að auka skilning á aflögun eldfjalla sem eru hulin jökulís, með því að meta bæði áhrif hopandi jökla og kvikuhreyfinga í rótum slíkra eldstöðva. Sérstaklega verða metin heildaráhrif af jarðskorpuhreyfingum vegna hops jökla og kvikhreyfinga á geymslu bergkviku í rótum eldstöðva, aðstæður sem leiða til eldgosa og kvikuinnskota, tilfærslu bergkviku, og hvernig bæta má skilning á kvikukerfum eldfjalla sem eru hulin jökli.
Fyrirlesturinn mun að mestu fjalla um fræðilegan bakgrunn verkefnisins, framgang þess, og plön um frekari rannsóknir í verkefninu.
Catherine Grace O'Hara
