Ólafur Pétur Pálsson nýr forseti NORDTEK

Um miðjan júní síðastliðinn tók prófessor Ólafur Pétur Pálsson, varaforseti háskólaráðs, við embætti forseta NORDTEK til næstu tveggja ára. NORDTEK er samstarfsnet háskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum sem bjóða upp á framhaldsnám í verkfræði. Alls eru 28 háskólar í átta löndum aðilar að þessu samstarfi.
Árlega heldur NORDTEK ráðstefnu þar sem fjallað er um áhugaverð málefni sem tengjast starfsemi háskólanna. Í ár fór ráðstefnan fram í Vilníus og bar yfirskriftina „Græn og stafræn umbreyting háskóla“. Þar komu saman nemendur, alþjóðafulltrúar, rektorar og deildarforsetar þátttökuskólanna. Auk árlegrar ráðstefnu fundar stjórn NORDTEK reglulega þar sem rætt er um sameiginleg hagsmunamál háskólanna.
NORDTEK hefur nýverið gefið út áhugaverð fréttabréf um eftirfarandi efni:
Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu NORDTEK og á LinkedIn-síðu samstarfsnetsins.
