Skip to main content

Aðgengisstefna

Það er stefna HÍ að tryggja að allt starfsfólk skólans sem vinnur við stafrænar lausnir, þróun veflausna og miðlun efnis á vef tryggi gott aðgengi fyrir alla notendur óháð tækjabúnaði eða fötlun notenda. 

Við stafræna vefþróun þarf eftirfarandi:  

  • Stjórnendur þurfa að tryggja að ákvarðanir séu teknar með þarfir allra notenda að leiðarljósi.  
  • Hönnuðir þurfa að tryggja að hönnun standist WCAG staðal hvað aðgengi og virkni varðar.  
  • Forritarar þurfa að tryggja tæknilega aðgengilegar lausnir í samræmi við WCAG staðal. 
  • Vefstjórar þurfa að tryggja að efni sé vel upp sett og á skiljanlegu máli fyrir notendur, í rökréttri virðingarröð og í samræmi við WCAG staðal og aðgengisstefnu og efnisstefnu skólans. 
  • Verkefnisstjórar vefmála þurfa að tryggja að aðgengis- og efnisstefnu sé fylgt við uppsetningu vefja.  

  

Aðgengismarkmið  

Meginmarkmiðið er að stafrænar lausnir á vefjum HÍ verði aðgengilegar öllum notendum og taki mið af ólíkum þörfum notenda. Helstu notendahópar sem taka skal tillit til eru:  

  • Blindir og sjónskertir  
  • Heyrnarlausir og heyrnarskertir  
  • Lesblindir  
  • Flogaveikir  
  • Fatlaðir með ótímabundna eða tímabundna fötlun  
  • Nýbúar með annað tungumál en íslensku sem fyrsta mál  

Ofangreindir notendahópar geta þurft:  

  • Talgreini og/eða skjálesara  
  • Lýsingu á myndefni  
  • Auðskilinn og einfaldan texta  
  • Höfuðmús eða annan búnað sem hermir eftir lyklaborði  
  • Lyklaborð í stað tölvumúsar  
  • Önnur hjálpartæki og tækni sem styður við notkun þeirra á vef  
  • Lágmark á sjálfkrafa hreyfingu á efni vefs  

  

WCAG staðallinn  

W3C (World Wide Web Consortium) eru alþjóðleg samtök sem þróa staðla og leiðbeiningar fyrir vefinn. WCAG staðalinn nær ekki að taka á öllum þörfum fatlaðra notenda en nær til meginþorra fatlaðs fólks og almennra notenda vefja. Gengið er út frá hugmyndafræðinni um aðgengi fyrir alla. WCAG staðlinum er ætlað að tryggja gæði og auka aðgengi að efni fyrir fjölbreyttan hóp fatlaðra.   

Starfsfólk HÍ sem vinnur við stafrænar veflausnir og uppsetningu vefja á að kynna sér WCAG staðalinn og fylgja honum.  

  

Ábendingar  

Ábendingar um hindrun við notkun veflausna HÍ má senda á vefstjori@hi.is