Skip to main content

Bílastæði

Bílastæði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands tekur fyrsta skrefið til að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu með því að innleiða gjaldtöku fyrir bílastæði. Þessi breyting tekur gildi 18. ágúst nk. Framkvæmd við uppsetningu á merkingum hefur tafist en starfsfólki og nemendum gefst tækifæri til að kynna sér nýtt fyrirkomulag á bílastæðum háskólans og skrá sig í áskrift án þess að eiga í hættu á að fá sekt á meðan unnið er að því koma upp viðeigandi merkingum um gjaldtöku. Vegna þessa verður fyrsta tímabil áskriftar lengt sem nemur þessum töfum. 

Bílastæðum verður skipt í tvo flokka:

  • H1: Skammtímastæði. Þau verða merkt sérstaklega og eru næst helstu byggingum. Stæðin eru gjaldskyld fyrir alla samkvæmt gjaldskrá.
  • H2: Langtímastæði. Starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands geta gerst áskrifendur og nýtt þessi stæði sem langtímastæði með mánaðaráskrift. Aðrir greiða tímagjald samkvæmt gjaldskrá.
  • Til að skrá sig í áskrift þarf að ná í Parka appið.
    • Þegar áskriftin er virk skráir kerfið þig sjálfkrafa inn og út á H2 stæðum
  • Eftirlit fer fram með númeraplötulestri (LPR). Bílastæði eru gjaldfrjáls fyrstu 15 mínúturnar, en að þeim tíma liðnum greiðist fullt gjald.
  • Handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verður heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu skv. gildandi umferðalögum.

Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk.

Nánari upplýsingar um samgöngusamning (krefst innskráningar í Uglu)

Leiðbeiningar fyrir áskrift í pdf

Sækja Parka appið

Á kortinu sjást gjaldskyld bílastæði á háskólasvæðinu. Rauðmerktu stæðin eru skammtímastæði (H1). Blámerktu stæðin eru langtímastæði (H2)

Á kortinu sjást gjaldskyld bílastæði á háskólasvæðinu. Rauðmerktu stæðin eru skammtímastæði (H1). Blámerktu stæðin eru langtímastæði (H2). Langtímastæði (H2) verða við Haga, Hofsvallagötu.

Starfsfólk og nemendur við Læknagarð, Eirberg og Haga

Bílastæði á lóð Landspítalans eru gjaldskyld og annast Green Parking alla þjónustu á þeim stæðum. Starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands við Læknagarð, Eirberg og Haga þurfa einnig að skrá sig í áskrift í Parka appinu líkt og aðrir nemendur og starfsfólk HÍ. Skráning í áskrift fer fram á sama hátt og fyrir annað starfsfólk HÍ. 

Gjaldskrá á bílastæðum

Bílastæði við Háskóla Íslands eru ætluð nemendum, starfsfólki og gestum. Stæðin eru annað hvort í áskrift fyrir starfsfólk og nemendur eða í boði fyrir alla gegn tímagjaldi.

Tímagjald

  • Verð: 230 kr/klst
  • Gjaldskylda: Alla virka daga kl. 7:00-17:00
  • Gildir á svæðum H1 og H2
  • Ef ekki er greitt fær eigandi bíls rukkun í heimabanka skv. tímagjaldi auk 1.960 kr þjónustugjalds.
  • Greiðsluleiðir:

Áskrift

  • Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands geta gerst áskrifendur að langtímastæðum H2.
  • Verð: 1.500 kr. á mánuði.
  • Hver einstaklingur getur skráð fleiri en eitt bílnúmer í áskrift. Ný númer eru skráð í Parka-appinu og í áskriftarhlutanum velur þú hvaða bíll á að vera virkur hverju sinni.
  • Skráning fer fram í gengum Parka appið.
  • Áskrift endurnýjast sjálfkrafa mánaðarlega frá skráningardegi.
  • Þegar áskriftin er virk skráir kerfið þig sjálfkrafa inn og út á H2 stæðum
  • Athugið að áskrift tryggir ekki að laus bílastæði verði í boði heldur veitir rétt til að leggja á skilgreindum áskriftarsvæðum (H2) þegar stæði eru laus.

Áskriftarleið mun gilda mánuð frá fyrsta degi gjaldskyldu. Áskrift þeirra sem nú þegar hafa skráð sig mun taka gildi sama dag. 
 

Parka lausnir ehf. mun annast þjónustu við rekstur og gjaldtöku fyrir bílastæðin. Tímagjald og áskrift rennur beint til Háskóla Íslands sem greiðir Parka fyrir þjónustuna. Bílastæðagjöld fara í viðhald og rekstur bílastæða skólans.  

Algengar spurningar

Kort sem sýnir gjaldskyld bílastæði við Háskóla Íslands. Rauðmerktu stæðin eru skammtímastæði (H1). Blámerktu stæðin eru langtímastæði (H2)
Kort sem sýnir gjaldskyld bílastæði við Haga, byggingu Háskóla Íslands. Blámerktu stæðin eru langtímastæði (H2).
+1

Kort sem sýnir gjaldskyld bílastæði við Háskóla Íslands. Rauðmerktu stæðin eru skammtímastæði (H1). Blámerktu stæðin eru langtímastæði (H2)

Tengt efni