Doktorspróf... hvað svo?

Hvenær
11. apríl 2025 13:30 til 15:00
Hvar
Háskólatorg
HT-101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Fyrsti viðburður í fyrirlestraröð um lífið eftir doktorspróf í þeim fræðigreinum sem stundaðar eru á Félagsvísindasviði, Hugvísindasviði og Menntavísindasviði.
Í erindunum verður glímt við spurningar eins og: Hverjar eru væntingar doktorsnema og nýdoktora til stöðuveitinga í íslenskum háskólum? Hvernig metur vinnumarkaðurinn utan háskólanna gildi doktorsmenntunar í þessum fræðigreinum? Hvaða möguleikar eru á rannsóknartengdri vinnu eftir doktorspróf í þessum greinum?
Dagskrá:
- Arndís Bergsdóttir: Tími til að hasla sér völl: ReykjavíkurAkademían og framtíð sjálfstæðra fræða
- Gyða M. Pétursdóttir og Thamar Heijstra: Doktorsprófshafar í ótryggri stöðu og akademísk ábyrgð
- Umræður
Öll velkomin!
Viðburðinum verður streymt á Teams:
Meeting ID: 327 478 993 755
Passcode: Vj7fR7kN