Skip to main content

Annars hugar: Martyna Daniel

Annars hugar: Martyna Daniel - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. apríl 2025 15:00 til 16:00
Hvar 

Edda

Fyrirlestrasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

1. apríl, kl. 15.00–16.00 í fyrirlestrasalnum í Eddu. 

Martyna Daniel er málari og kvikmyndatökumaður, fædd í Genf árið 1989, dóttir pólskrar móður og suður-amerísks föður. Eftir útskrift úr Kvikmyndaskólanum í Prag, þar sem hún sérhæfði sig í kvikmyndatöku, flutti hún til Íslands þar sem hún býr nú og starfar sem verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Borgarbókasöfnum Reykjavíkur. Martyna stofnaði ásamt fleirum listamannarekið rými í Reykjavík sem nefnist Listastofan sem hélt viðburði af ýmsu tagi, svo sem módelteiknistundir, skapandi lestrarkvöld, myndlistarsýningar og vinnusmiðjur á árunum 2015 til 2019. Um þessar mundir situr hún í stjórn Ós pressunnar og Póetík í Reykjavík og tekur þátt í að skipuleggja bókmenntaviðburði ásamt ýmsum rithöfundum, auk þess sem hún vinnur nú að sinni fyrstu skáldsögu.

Bestu kveðjur,

Katie

Martyna Daniel.

Annars hugar: Martyna Daniel