Skip to main content
14. mars 2025

Kjörskrá liggur fyrir – hvernig er kosið?

Aðalbygging

Kosningar vegna rektorskjörs í Háskóla Íslands árið 2025 eru rafrænar og hefjast kl. 9 þann 18. mars nk. og þeim lýkur kl. 17 þann 19. mars. Kosningarnar fara fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands. 

Kjörskrá liggur nú fyrir og er kærufrestur liðinn. Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Ef kjósandi á í vandræðum með að kjósa af persónulegum eða tæknilegum ástæðum er aðstoð veitt við að kjósa af starfsfólki Upplýsingatæknisviðs HÍ. Það er gert á þjónustuborði á Háskólatorgi frá kl. 9-15 báða kjördaga. 

Þar sem kosningar eru rafrænar eru kjósendur hvattir til að kanna með lykilorð að Uglu því án slíks er ekki unnt að kjósa. Ef þú ert á kjörskrá þá kýst þú hér þegar kosningarnar hefjast á þriðjudag. Þú getur ekki opnað þennan tengil nema hafa lykilorð að Uglu.

Ef þú átt í vandræðum með að opna tengilinn og fá aðgang að Uglu, eða manst ekki lykilorðið, skaltu óska eftir tækniaðstoð hér: Tækniaðstoð – Þjónustumiðja

Mjög skýrar upplýsingar um ferlið við kosningarnar er að finna á Uglu. Þær má kynna sér á þessum hlekk: UGLA - Rektorskjör 2025 - Svona kýst þú

Aðalbygging

Kosningar vegna rektorskjörs í Háskóla Íslands árið 2025 eru rafrænar og hefjast kl. 9 þann 18. mars nk. og þeim lýkur kl. 17 þann 19. mars. Kosningarnar fara fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands.  MYND/Kristinn Ingvarsson