Dvelur - listsýning í Grasagarði Reykjavíkur

Grasagarðurinn í Reykjavík
Dvelur er samsýning á verkum nemenda í meistaranámi í myndlist við Listaháskóla Íslands, staðsett í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal. Sýningarstjórar eru meistara- og doktorsnemar í listfræði við Háskóla Íslands. Opnun sýningarinnar verður 22. mars frá klukkan 15:00-17:00 og henni lýkur sunnudaginn 30. mars. Opnunartími er 10:00-15:00 alla daga.
Verk sýningarinnar snerta á hugmyndum um viðhorf og tengsl mannsins við náttúruna. Augum gesta er beint að duldum veruleika plantna í garðinum, hvort sem það felst í því að draga falin kerfi upp á yfirborðið eða gróður fram í sviðsljósið sem á til að falla í skuggann. Listafólk sýningarinnar hefur unnið í nánum tengslum við Grasagarð Reykjavíkur og flóruna. Þau mæta náttúrunni sem jafningja og skoða hvað það er sem manneskjan getur lært af henni. Með sýningunni gefst gestum tækifæri til að máta sig við umhverfið og endurskoða hugmyndir sínar gagnvart gróðrinum og lífi hans.
Þátttakendur eru Berglind María Tómasdóttir, Irene Hrafnan Bermudez, Jeremias Rumpl, Lucrezia Costa, Marco Dorn, Mirjam Maekalle, Natalia Kasprzycka, Sarah Moore, Sepideh Safyari og Svend Holmboe Pedersen. Sýningarstjórar eru Agnes Eir Jóhannsdóttir, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir og Sunna Austmann Bjarnadóttir.
Dvelur er samsýning á verkum nemenda í meistaranámi í myndlist við Listaháskóla Íslands, staðsett í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal. Sýningarstjórar eru meistara- og doktorsnemar í listfræði við Háskóla Íslands. Opnun sýningarinnar verður 22. mars frá klukkan 15:00-17:00 og henni lýkur sunnudaginn 30. mars. Opnunartími er 10:00-15:00 alla daga.
