Viðskipti og vísindi - Skapandi markaðsstarf á vorum tímum

Veröld - Hús Vigdísar
Auðarsalur, VHV-023
Markaðsfólk hefur ekki farið varhluta af þeim miklu breytingum sem hafa orðið í tækni, miðlun upplýsinga og samfélagsgerð okkar. Það hefur kallað á meðvitund um þær ógnir en jafnframt þau gríðarmiklu tækifæri sem felast í þessum breytingum. Skipulagsheildir munu taka breytingum, störf munu breytast og eitt það mikilvægasta í því breytingaferli er að við leiðum í stað þess að vera leidd. Hluti af faglegu markaðsstarfi er að skapa og miðla og þá reynir á samstarf alls markaðsfólks, markaðsdeilda, auglýsingastofa, birtingahúsa, vöruhönnuða og fleiri. Hvernig kemur sú breyting sem lýst er hér að framan til með að hafa áhrif á sköpun, miðlun og samstarf fyrrnefndra aðila? Hvert er ferli sköpunar og hvernig sjá sérfræðingar á því sviði fyrir sér að gervigreind komi til með að hafa áhrif á það ferli í nútíð og framtíð? Hvernig hafa nýir miðlar og tækni á borð við sýndarveruleika haft áhrif á samhæfð markaðssamskipti og hvert stefnum við í þeim efnum?
Áhugasöm um markaðsmál er boðið til þessa viðburðar á vegum Viðskiptafræðideildar til að hlýða á nokkra úr hópi okkar fremsta markaðsfólks sem starfar í krefjandi umhverfi og stýrir skapandi markaðsstarfi og langar til að miðla til okkar reynslu sinni og þekkingu.
Eftirfarandi er dagskrá viðburðar:
Ellert Rúnarsson, aðjúnkt við Háskóla Íslands, opnar viðburðinn og stýrir honum.
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, segir frá auglýsingastofunni á vorum tímum.
Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson, markaðsstjóri Nova, segir frá skapandi markaðsstarfi Nova.
Bragi Valdimar Skúlason, hugkvæmdarstjóri Brandenburg, talar um herferðina á vorum tímum.
Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair, segir frá skapandi markaðsstarfi hjá Icelandair
Viðburðurinn Skapandi markaðsstarf á vorum tímum er hluti af ráðstefnunni Viðskipti og vísindi á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.
