Viðskipti og vísindi - Fjármál, hagfræði og reikningsskil

Háskólatorg
HT-101
Ráðstefnan Viðskipti og vísindi sem haldin er á vegum Viðskiptafræðideildar býður til málstofunnar Fjármál, hagfræði og reikningsskil.
Eftirfarandi erindi eru á dagskrá:
Erlendur I Jónsson, Sérstaða íslenskra persónutrygginga: Greining á samsettum hlutföllum á vátryggingamarkaði.
Árni Claessen, Þorkell Már Einarsson og Gylfi Geir Gylfason, Áhrif og árangur innleiðingar á reikningsskilastaðli um leigusamninga (IFRS 16) á skráð félög á Íslandi.
Hersir Sigurgeirsson og Valgerður Árnadóttir, Arðgreiðslur íslenskra félaga 2012–2024 og ávöxtun á arðleysisdegi.
Gylfi Magnússon, Efnahagslegar hliðar á áhættu vegna hamfara, viðnám og endurreisn á Íslandi.
Már Wolfgang Mixa og Anna Maria Wojtynska, Bankar og innflytjendur.
Fjármál, hagfræði og reikningsskil er hluti af ráðstefnunni Viðskipti og vísindi á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands.
