Staða Grænlands í heiminum
Oddi
Stofa 101
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands föstudaginn 17. janúar kl. 12:00 - 13:00 í Odda 101 í Háskóla Íslands.
Í febrúar 2024 gaf Grænland út nýja stefnu sína í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum fyrir tímabilið 2024-2033. Nú einu ári síðar hefur aukinn áhugi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri ríkja enn á ný komið Grænlandi efst á baug í umræðu á alþjóðavettvangi. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir stefnu Grænlands? Getur Grænland samræmt eigin áherslur og forgangsröðun á alþjóðavettvangi við hagsmuni stærri og voldugri ríkja – og ef svo er, hvernig?
Á þessum opna fundi munu Page Wilson, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Damien Degeorges, ráðgjafi og sérfræðingur, ræða þessar spurningar og greina stöðuna sem upp er komin.
Dr Page Wilson, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Dr Damien Degeorges, ráðgjafi og sérfræðingur í samskiptum Evrópusambandsins og Grænlands. Doktorsritgerð hans í stjórnmálafræði fjallaði um “The role of Greenland in the Arctic”.
Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ föstudaginn 17. janúar kl. 12:00-13:00 í Odda 101. Á fundinum verður fjallað um stefnu Grænlands í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum sem var gefin út í febrúar 2024 og hvaða áhrif aukinn áhugi stórvelda, líkt og Bandaríkjanna, getur haft á hana. Getur Grænland samræmt eigin áherslur og forgangsröðun á alþjóðavettvangi við hagsmuni stærri og voldugri ríkja – og ef svo er, hvernig?
Frummælendur: Dr. Page Wilson, dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ og Dr. Damien Degeorges, ráðgjafi og sérfræðingur í samskiptum Evrópusambandsins og Grænlands. Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.