Skip to main content
13. janúar 2025

Aðstaða fyrir frumkvöðla í Sprotamýri HÍ

Aðstaða fyrir frumkvöðla í Sprotamýri HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands býðst ókeypis aðstaða í Sprotamýri – frumkvöðlasetri skólans í Grósku til að þróa hugmyndir sínar og nýsköpunarverkefni. Í Grósku er einnig að finna ýmsa stuðningsþjónustu við frumkvöðla og hún er starfsfólki og stúdentum einnig að kostnaðarlausu. 

Er hugmyndin þín bara á frumstigi eða er hún lengra komin? Það skiptir engu máli. Aðstaðan er opin fólki með hugmyndir á öllum stigum og á öllum fræðasviðum.

Hægt er að sækja um sæti í Sprotamýri á vormisseri 2025 til 24. janúar.

Nánari upplýsingar um aðstöðuna.

Frá Sprotamýri