Kennsla og kvikmyndir
Hvenær
12. desember 2024 14:00 til 17:00
Hvar
Háskólabíó, salur 4
Nánar
Aðgangur ókeypis
Ráðstefna um kvikmyndakennslu í framhalds- og háskólum verður haldin á vegum kvikmyndafræði HÍ, fimmtudaginn 12. desember kl. 14:00-17:00 í sal 4 í Háskólabíó. Ráðstefnan er samræðuvettvangur fyrir kennara sem kenna kvikmyndafræðitengd námskeið og þá sem nýta kvikmyndir í kennslu.
Dagskrá
- 14:00 Björn Þór Vilhjálmsson – „Kvikmyndafræði í HÍ í tuttugu ár“
- 14:20 Guðrún Elsa Bragadóttir – „Kvikmyndafræðikennsla í listaháskólaumhverfi“
- 14:40 Gunnar Tómas Kristófersson – „Kvikmyndasafnið og kvikmyndakennsla“
- 15:00 Hallur Örn Árnason – „Kvikmyndir, list eða tungumál?“
- 15:20 Ólafur Páll Einarsson – „Notkun kvikmynda í kennslu í Kvennó“
- 15:40 Árni Gunnarsson – „Frásagnarlist á tímum gervigreindar“
- Umræður 16–17
Ráðstefna um kvikmyndakennslu í framhalds- og háskólum verður haldin á vegum kvikmyndafræði HÍ, fimmtudaginn 12. desember kl. 14:00-17:00 í sal 4 í Háskólabíó.