Skip to main content

Styrkjabúðir Heilbrigðisvísindasviðs 2025

Styrkjabúðir Heilbrigðisvísindasviðs 2025 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2025 12:30 til 16:30
Hvar 

Læknagarður

Stofa 343

Nánar 
Skráning í vefformi
Doktorsnemar, nýdoktorar, akademískir

Styrkjabúðir Heilbrigðisvísindasviðs er námskeið fyrir rannsakendur HVS og Landspítala í undirbúningi samkeppnishæfra styrkumsókna.

Námskeiðið hefst 14. febrúar 2025 frá kl. 12:30-16:15 með fyrirlestrum um undirbúning og uppbyggingu samkeppnishæfra styrkumsókna, kynningu frá rannsóknarstjóra Heilbrigðisvísindasviðs um formlegar kröfur til umsókna (með áherslu á rannsóknarsjóð Rannís), leiðbeiningum um fjárhagsáætlun, og hugarflugi þátttakenda um sértæk markmið umsókna sinna.  Vinnustofunni verður síðan fylgt eftir með 3-4 stuttum einstaklings vinnufundum, þar sem þátttakendur fá endurgjöf á umsókn sína frá reyndum styrkhöfum, ráðgjöf um fjárhagsáætlun frá fjármálateymi HVS, með það að markmiði að úr verði styrkhæfar umsóknir að vori 2025.

Námskeiðið nýtist bæði ungum (doktorsnemum og nýdoktorum) og reynslumeiri (akademísku starfsfólki) rannsakendum þvert á svið heilbrigðisvísinda (lífvísindum, klínískum vísindum og lýðheilsuvísindum) sem vilja þróa sitt rannsóknar prógram og undirbúa styrkhæfa umsókn.

Við hvetjum alla til að taka þátt! 

SKRÁNING HÉR Í VEFFORMI (opnast í nýjum glugga)

Skráningarfrestur til 31. janúar

Dagskrá

12:30 – kynning sviðsforseta – af hverju styrkjabúðir?

12:40 – 13:00 Frá Rannís – um þjónustu varðandi erlenda styrki – og nýjungar varðandi Rannsóknarsjóð 2025

Sýn umsækjenda

13:00 – 13:30 -Martin Ingi Sigurðsson

13:30 – 13:45 kaffihlé

13:45 – 14:15 Óttar Rolfsson

14:15 – 14:45 Árni Kristjánsson

14:45 – 15:00 kaffihlé

15:00 – 15:30 Þjónustan á sviðinu – formin frá því í fyrra og hvenær ný eru birt

15:30 – 16:00 Vinna fagráða

16:00 – 16:15 planið fram á vor

Skráning fer fram hér