Skip to main content

Miðbiksmat í rafmagns- og tölvuverkfræði - Mengyu Li

Miðbiksmat í rafmagns- og tölvuverkfræði - Mengyu Li - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. desember 2024 10:00 til 12:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 104

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar: Leit að lífmerkjum í heilamyndum fyrir snemmgreiningu á Parkinson-Plús sjúkdómum (Identifying Brain Imaging Biomarkers for Early Diagnosis of Parkinson-Plus Syndromes)

Nemandi: Mengyu Li

Doktorsnefnd:
Dr. Lotta María Ellingsen, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Magnús Örn Úlfarsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands
Dr. Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunar- og lyflækningum, Hrafnistu

Ágrip

Áætlað er að um 5-8% einstaklinga 60 ára og eldri þjáist af heilabilun. Með hækkandi aldri þjóða er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka og valda því að heilabilun verði ein af stærstu lýðheilsufarslegu áskorunum 21. aldarinnar. Rannsóknir hafa sýnt að heilabilun er afar flókinn sjúkdómur og því er ólíklegt að ein meðferð sem byggir á einkennum mismunandi sjúkdóma muni virka fyrir þá alla. Mikil þörf er á betri skilgreiningu á heilahrörnun í mismunandi orsökum til þess að velja lífmerki og meðferðarmörk sem hafa þýðingu fyrir hvern sjúkdóm. Í þessu rannsóknarverkefni mun sjónum vera beint að Parkinson-plús sjúkdómum, sem er hópur taugahrörnunarsjúkdóma sem líkjast Parkinson sjúkdómi en bera með sér sérkenni sem greina þá frá Parkinson. Meðal þessara sjúkdóma eru Lewy body heilabilun (DLB), progressive supranuclear palsy (PSP) og multiple system atrophy (MSA), en Lewy body heilabilun er önnur algengasta orsök heilabilunar á eftir Alzheimer sjúkdómi.

Markmið rannsóknarinnar eru að: Þróa sértæka myndflokkunaraðferð, byggða á djúpum lærdómi, sem merkir á skjálfvirkan hátt heilasvæði tengd lífmerkjum DLB, PSP og MSA; Reikna rúmmál heilasvæða sem sértæk lífmerki fyrir þá heilahrörnun sem einkennir DLB, PSP og MSA Framkvæma forrannsókn á Parkinson-plús sjúklingum með þekkta greiningu og rannsaka samvirkni lífmerkja okkar við sjúkdómsgreiningu þeirra.

Rannsóknin gæti leitt til nýrra greiningaraðferða ásamt því að varpa nýju ljósi á lífeðlismeinafræði heilabilunar.