Uppskeruhátíð Snjallræðis 2024
Tjarnarsalur, Ráðhús Reykjavíkur
Taktu daginn frá!
Uppskeruhátíð Snjallræðis fer fram þann 13. desember frá kl. 13:00 – 15:00 í Tjarnarsal, Ráðhúsi Reykjavíkur
Á þessari uppskeruhátíð munu sprotarnir sem hafa tekið þátt í Snjallræði árið 2024 stíga á svið og kynna hugmyndir sínar og afrakstur síðustu mánaða. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast frumkvöðlum sem brenna fyrir því að leita lausna á aðkallandi áskorunum samtímans. Sprotarnir sem kynna hugmyndir sínar eru ALDA Clinical Technologies, Animara, CHEMeFuel, CodonRed, Heillaspor Center, Hvað nú?, NúnaTrix, Textílbarinn, Velferðalag og Vitkast.
Dagskrá
13:00 Opnunarorð Oddur Sturluson, verkefnisstjóri Snjallræðis
13:05 Opnunarerindi Dr. Einar Stefánsson, frumkvöðull og meðstjórnandi Oculis
13:15 Lokakynningar sprotanna
Animara: Hannar hentug og stílhrein föt fyrir einstaklinga með hreyfihömlun, sem eykur sjálfstæði og minnkar álag á umönnunaraðila.
CodonRed: Skimar eftir stökkbreytingum og skemmdum í erfðaefni.
Velferðalag: Miðar að því að bæta líðan og auka almenna þekkingu með jákvæðum inngripum, byggð á jákvæðri sálfræði.
CHEMeFuel: Þróar orkurík lífeldsneyti úr úrgangsefnum og grænu metanóli fyrir sjálfbæran flugrekstur með það að markmiði að draga úr kolefnislosun.
Vitkast: Skólasamfélagið hefur lengi kallað eftir betra og fjölbreyttara námsefni. Vitkast er gagnvirkur námsvefur með verkefnum sem stækkar verkfærakistu kennara til að ýta undir áhuga nemenda og styrkir færni þeirra til framtíðar.
Textílbarinn: Safnar og selur ónotaðan textíl auk þess að kenna hvernig má gera við og endurnýta slíkan textíl til að draga úr úrgangi.
NúnaTrix: Býr til fræðslutölvuleiki fyrir börn sem þurfa að gangast undir læknismeðferð og rannsóknir með það að markmiði að minnka kvíða og bæta heilsulæsi.
Heillaspor Center: Stefnir á stofnun miðstöðvar á Íslandi fyrir snemmtæka meðferð við átröskunum.
ALDA Clinical Technologies: Þróar máltæknitól fyrir snemmtæka greiningu og eftirfylgd með taugahrörnunarsjúkdómum og málröskunum í minni tungumálum.
Hvað nú?: Einfaldar syrgjendum úrlausn hinna fjölmörgu verkefna sem fylgja andláti ástvinar með því að auðvelda aðgengi að upplýsingum og ráðgjöf.
Pallborð Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, Haukur Hafsteinsson, yfirverkfræðingur hjá Marel og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Iceland Innovation Week
14:50 Ávarp og veiting viðurkenninga Alexandra Briem, formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar
Fundarstjóri Sveinn Kjarval, viðburðastjóri hjá Marel
Snjallræði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Bakhjarlar Snjallræðis eru Marel og Vísindagarðar.
Markmið Snjallræðis, sem nú er haldið í sjötta sinn, er að styðja við nýsköpunarteymi sem vilja láta gott af sér leiða og stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Vaxtarýmið er í samstarfi við MITdesignX og Svöfu Grönfeldt, en þungamiðja þess eru vinnustofur á sviði nýsköpunar og hönnunarhugsunar. Þátttakendur hafa auk þess fengið fræðslu og þjálfun frá innlendum sérfræðingum úr bakhjarlahópi Snjallræðis og leiðsögn frá framúrskarandi mentorum.
Léttar veitingar verða í boði að dagskrá lokinni.
Viðburðurinn er opinn fyrir alla sem láta sig málefni nýsköpunar og áskoranir samfélagsins varða.
Nánari dagskrá verður birt síðar en við hvetjum þig til að skrá þig hér til að tryggja þér sæti. Skráning fer fram hér!
Við hlökkum til að sjá þig á lokadegi Snjallræðis!
Taktu 13. desember frá fyrir lokadag Snjallræðis! Á þessari uppskeruhátíð munu sprotarnir sem hafa tekið þátt í Snjallræði árið 2024 stíga á svið og kynna hugmyndir sínar og afrakstur síðustu mánaða.