Áfangamat: Kriselle Suson
Stakkahlíð / Háteigsvegur
Stofa K-205
Áfangamat: Kriselle Suson þriðjudaginn 28. nóvember kl. 10:00.
Að rata í tungumálafjölbreytileikanum á Íslandi: Foreldrahlutverk í máluppeldi og námsframvindu grunnskólanemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Þessi doktorsrannsókn sem byggð er á útgáfu vísindagreina beitir blandaðri aðferð til að kanna foreldrahlutverk í máluppeldi og námsframvindu nemenda með fjölbreyttan tungumálabakgrunn í ljósi nýrrar þróunar í málumhverfi Íslands.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Kriselle rannsóknarskýrslu sína kl. 10–11 í stofu K-205 í Stakkahlíð og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hægt er að fylgjast með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/69494084304
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr. Fatma Said lektor við College of Interdisciplinary Studies, Zayed University, UAE og dr. Piet Van Avermaet professor emeritus við Ghent Háskóla í Belgíu. Aðalleiðbeinandi er dr. Hanna Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi er dr Gunhild Tomter Alstad prófessor við Inland Norway University. Dr. Guðrún Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.