Skip to main content

Stefnumót við gervigreind

Stefnumót við gervigreind - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. nóvember 2024 14:30 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Klettur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við skóla - og frístundasvið Reykjavíkurborgar býður þér á Stefnumót við gervigreind fimmtudaginn 21. nóvember kl. 14:30-16:30.

Aðgangur er ókeypis en óskað eftir skráningu: https://forms.office.com/e/EE2FSHVjsB.

Á stefnumótinu kynnumst við því hvernig gervigreindin getur nýst í menntun og skoðum hagnýtingu hennar, tækifæri og takmörk. Stefnumótið er ætlað öllum sem koma að menntun á öllum skólastigum. Viltu kynnast því hvernig nemendur, kennarar og annað skólafólk nýtir sér gervigreindina? Taktu þátt í umræðu um hvernig gervigreindin breytir námi og hvernig hún er nú þegar farin að nýtast í menntun.

Stefnt er á gleðistund í Tónabíó, Skipholti 33 eftir að dagskrá lýkur, þar sem hægt er að fá veigar á góðu verði.Stefnumótið skiptist í tvennt:
14:30 - 15:30 Menntabúðir (Klettur, Menntavísindasvið HÍ)
Menntabúðir er samkoma þar sem fólk kemur saman til að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Samtal er í aðalhlutverki í menntabúðum.

Öll geta boðið upp á kynningu en það er ekki skilyrði til þátttöku.1

15:30- 16:30: Erindi og vinnustofur (Klettur, Menntavísindasvið HÍ og í streymi)-

Tæknilæsi og gagnrýnin hugsun: Að nota gervigreind með
nemendum á ábyrgan hátt - Hróbjartur Árnason, Menntavísindasvið HÍ (vinnustofa í K-206 og á Teams)-Grunnur að gervigreind í kennslu - Bryngeir Valdimarsson, Ölduselsskóli og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, Mixtúra (erindi í K-207 og á Teams)-Hagnýting gervigreindar í skólastarfi - Loftur Árni Björgvinsson, Fjölbrautaskóli Snæfellinga (vinnustofa á Teams)Ítarlegra yfirlit yfir kynningar á menntabúðum og erindin/vinnustofur má finna hér: https://bit.ly/stefnumot_vid_gervigreind

*Hlekkir á Teams verða sendir á skráða þátttakendurFyrirspurnir sendast á: unnurbjork@hi.is og/eða mixtura@reykjavik.is

Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við skóla - og frístundasvið Reykjavíkurborgar býður þér á Stefnumót við gervigreind fimmtudaginn 21. nóvember kl. 14:30-16:30. Aðgangur er ókeypis.

Stefnumót við gervigreind