Skip to main content

Heilbrigðiskerfi á krossgötum?

Heilbrigðiskerfi á krossgötum?  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. nóvember 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðunnarstofa

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heilbrigðismál hafa verið mikið til umræðu undanfarin ár og ýmsar vísbendingar um að Íslendingar leggi þunga áherslu á þann málaflokk. Heilbrigðismál voru talin mikilvægasta málefnið hjá Íslendingum í alþjóðlegu viðhorfakönnunni árin 2010 og 2020 og í nýlegri könnun Prósents töldu flestir að stjórnvöld ættu að leggja áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu.

Á þessu málþingi kynna Rúnar Vilhjálmsson og Sigrún Ólafsdóttir, prófessorar í félagsfræði við Háskóla Íslands, niðurstöður úr nýlegum innlendum og alþjóðlegum könnunum um viðhorf Íslendinga til heilbrigðiskerfisins. Þar verður sjónum beint að viðhorfum til kerfisins sjálfs, kostnaðar og aðgengis að kerfinu og hugsanlegum ójöfnuði.

Niðurstöðurnar sýna meðal annars að Íslendingar bera minna traust til heilbrigðiskerfisins en íbúar á öðrum Norðurlöndum og telja frekar að ójöfnuður í kerfinu skapist vegna þess að þau sem eru ríkari og séu af innlendum uppruna hafi betri aðgang að kerfinu.

Á eftir fyrirlestrum verður pallborð og almennar umræður. Léttar veitingar verða í boði lok viðburðar.

Rúnar Vilhjálmsson og Sigrún Ólafsdóttir munu kynna niðurstöður úr nýlegum innlendum og alþjóðlegum könnunum um viðhorf Íslendinga til heilbrigðiskerfisins. Málþingið verður haldið í Veröld.

Heilbrigðiskerfi á krossgötum?