Bitabox: Branislav Bédi
Veröld - Hús Vigdísar
Heimasvæði tungumálanna
Hvenær: 3. október 2024 15:00 til 16:00
Hvar: Veröld, Heimasvæði Tungumála, 2. Hæð
Nánar: aðgangur ókeypis
Branislav Bédi, verkefnissjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, kynnir útgáfu ráðstefnuritsins „Novel Techniques and Approaches in Language Teaching (NoTALaT)“.
Um erindið
Útgáfan var samstarfsverkefni Árnastofnunar, RÍM, Konstantín-háskóla í Nitra í Slóvakíu og uppbyggingarsjóðs EES sem styrktu jafnframt útgáfuna. Ritstjórar eru Branislav Bédi, verkefnisstjóri á íslenskusviði Árnastofnunar, og Lenka Štvrtecká, lektor við Konstantín-háskóla í Nitra.
Ráðstefnuritið inniheldur sextán greinar sem leggja áherslu á miðlun þekkingar á sviði annarsmálsfræða, menningar og notkun tækni í kennslu tungumála. Hægt er að nálgast það sem PDF-skrá hér. Sjá einnig upplýsingar um bókina hér.
Branislav Bédi, verkefnissjóri á íslenskusviði Árnastofnunar.