Skip to main content

Evrópski tungumáladagurinn 2024

Evrópski tungumáladagurinn 2024 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. september 2024 17:00 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Evrópski tungumáladagurinn 26. september 2024:

Veröld – hús Vigdísar, Auðarsalur 17:00 – 18:00
Skráning: Evrópski tungumáladagurinn 2024: Tungumál í þágu friðar (office.com)

Opnunarorð: Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ.

Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki við Mála og menningardeild HÍ:
Miðla mál málum? Eru tungumál nauðsynlega friðarspillar? Er hægt að snúa þeim við og nota þau í þágu friðar? Auðvitað, en það er undir okkur komið. Fáeinar og fábrotnar hugleiðingar um hlutverk tungumála í brotnum heimi.

Ármann Halldórsson,  verkefnastjóri erlendra samskiptaverkefna í Verslunarskóla Íslands:
Alþjóðastarf í Versló. Fjallað verður um tengsl alþjóðastarfs og tungumálakennslu í Versló. Löng hefð er fyrir því að nemendur í þriðja máli fari í ferðir til að komast í umhverfi þar sem málið sem þau eru að læra er talað. Sagt verður frá reynslu nemenda og kennara af slíkum ferðum, þætti sem styrkja þær og áskoranir sem þeim fylgja.

Sigríður Alma Guðmundsdóttir, formaður Félags dönskukennara:
Norræn samvinna. Spennandi og lærdómsrík námsferð og skólaheimsókn íslenskra grunnskólanema minna til vinabekkjar í Danmörku vorið 2024, kveikti enn frekar áhuga þeirra á danskri menningu og máli, þroskaði þau verulega og víkkaði sjóndeildarhring þeirra til muna. Norræn tungumálakunnátta, norræn samvinna og vinatengsl eru afar mikilvæg fyrir íslensk ungmenni, sem mörg hver stefna á nám og/eða dvöl á Norðurlöndum í náinni framtíð.

Léttar veitingar 18:00 – 19:30.

 

Haldið verður upp á evrópska tungumáladaginn 2024 í Auðarsal í Veröld 26. september kl. 17:00 – 18:00.

Evrópski tungumáladagurinn 2024