Skip to main content

Fundargerð háskólaráðs 22. ágúst 2024

7/2024

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2024, fimmtudaginn 22. ágúst var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Andri Már Tómasson, Davíð Þorláksson (á fjarfundi), Hólmfríður Garðarsdóttir (á fjarfundi), Katrín Atladóttir (á fjarfundi), Ólafur Pétur Pálsson, Silja Bára Ómarsdóttir (á fjarfundi) og Viktor Pétur Finnsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.

1.    Nýtt háskólaráð skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008. – Tilnefning þriggja fulltrúa í háskólaráð og eins sameiginlegs varamanns fyrir þá, sbr. 4. tölul. 3. mgr. 6. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. [Samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 tilnefnir háskólaráð, skipað átta fulltrúum, sameiginlega þrjá fulltrúa til viðbótar, auk sameiginlegs varamanns þeirra, til þess að ráðið teljist fullskipað.]
Rektor setti fundinn og bauð fulltrúa í háskólaráði velkomna til starfa. Greindi rektor frá því að fjallað verður um dagskrá, starfshætti og starfsáætlun háskólaráðs með fullskipuðu ráði á næsta fundi.

Samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 tilnefnir háskólaráð, skipað átta fulltrúum, sameiginlega þrjá fulltrúa til viðbótar, auk sameiginlegs varamanns þeirra, til þess að ráðið teljist fullskipað. Rektor ræddi feril samráðs á meðal fulltrúa ráðsins um val viðbótarfulltrúanna og þau sjónarmið sem fram hafa komið.

Rektor bar síðan upp tillögu um að viðbótarfulltrúarnir þrír verði þau Arnar Þór Másson, stjórnarmaður og ráðgjafi, Elísabet Siemsen, fv. rektor Menntaskólans í Reykjavík, og Katrín Jakobsdóttir, fv. forsætisráðherra Íslands. Fyrir fundinum lágu ferilskrár þeirra allra. Málið var rætt.
– Samþykkt einróma.

Þá bar rektor upp tillögu um að sameiginlegur varamaður þeirra þriggja verði María Heimisdóttir, yfirlæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrir fundinum lá ferilskrá hennar.
– Samþykkt einróma.

Nýtt háskólaráð Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2024-2026 er þá þannig skipað:

Aðalmenn:

•    Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins,
•    Andri Már Tómasson, læknanemi, fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda,
•    Arnar Þór Másson, stjórnarmaður og ráðgjafi, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Davíð Þorláksson, lögfræðingur og MBA, framkvæmdastjóri Betri samgangna, fulltrúi tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
•    Elísabet Siemsen, fv. rektor Menntaskólans í Reykjavík, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði, fulltrúi tilnefndur af háskólaþingi,
•    Katrín Atladóttir, verkfræðingur og vörustjóri hjá Dohop, fulltrúi tilnefndur af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
•    Katrín Jakobsdóttir, fv. forsætisráðherra Íslands, fulltrúi tilnefndur af háskólaráði,
•    Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, fulltrúi tilnefndur af háskólaþingi,
•    Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði, fulltrúi tilnefndur af háskólaþingi,
•    Viktor Pétur Finnsson, viðskiptafræðinemi, fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda.

Varamenn:

•    Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild á Félagsvísindasviði, varamaður fyrir Hólmfríði Garðarsdóttur,
•    Gréta Dögg Þórisdóttir, laganemi, varamaður fyrir Andra Má Tómasson,
•    María Heimisdóttir, yfirlæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, varamaður fyrir Arnar Þór Másson, Elísabetu Siemsen og Katrínu Jakobsdóttur,
•    Nanna Elísa Jakobsdóttir, umsjónarkona nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, varamaður fyrir Davíð Þorláksson,
•    Ragný Þóra Guðjohnsen, dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði, varamaður fyrir Silju Báru R. Ómarsdóttur,
•    Sigurbjörg Guðmundsdóttir, laganemi, varamaður fyrir Viktor Pétur Finnsson,
•    Sigurður Tómasson, hagfræðingur, varamaður fyrir Katrínu Atladóttur,
•    Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, varamaður fyrir Ólaf Pétur Pálsson.

Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 13.20.