Skip to main content
12. júlí 2024

Átta nýir deildarforsetar frá 1. júlí

Átta nýir deildarforsetar frá 1. júlí - á vefsíðu Háskóla Íslands

Átta nýir deildarforsetar tóku til starfa við Háskóla Íslands 1. júlí síðastliðinn. Þeir eru á fjórum fræðasviðum skólans.

Félagsvísindasvið

  • Unnur Dís Skaptadóttir tekur við sem deildarforseti Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar af Ólafi Rastrick.
  • Hrefna Friðriksdóttir er nýr deildarforseti Lagadeildar og tekur við af Trausta Fannari Valssyni.
  • Magnús Þór Torfason er nýr deildarforseti Viðskiptafræðideildar og tekur við af Gylfa Magnússyni.

Hugvísindasvið

  • Arnfríður Guðmundsdóttir er nýr deildarforseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og tekur við af Sólveigu Önnu Bóasdóttur.
  • Gísli Magnússon er nýr deildarforseti Mála- og menningardeildar og tekur við af Guðrúnu Björk Guðsteinsdóttur.

Menntavísindasvið

  • Elsa Eiríksdóttir er nýr deildarforseti Deildar faggreinakennslu en hún tekur við af Rannveigu Björk Þorkelsdóttur.

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Birgir Hrafnkelsson tekur við sem forseti Raunvísindadeildar af Einari Erni Sveinbjörnssyni.
  • Hrund Ólöf Andradóttir tekur við sem forseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar af Guðmundi Frey Úlfarssyni.
     
Átta nýri deildarforsetar