Skip to main content

Forkröfunám við Deild faggreinakennslu, Undirbúningsnám

Forkröfunám við Deild faggreinakennslu, Undirbúningsnám

Menntavísindasvið

Forkröfunám við Deild faggreinakennslu

Undirbúningsnám –

Forkröfunám fyrir kennaranema er fyrir þau sem þurfa undirbúning til að geta hafið meistaranám í kennslu tiltekinnar faggreinar í grunnskóla eða eru undir fyrstu einkunn.

Skipulag náms

X

Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F, MAL102F, SFG106F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi. 

Inntak / viðfangsefni:

Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms. 

X

Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (KME102F, MAL102F, SFG106F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.

X

Félagsfræði og heimspeki menntunar (KME102F, MAL102F, SFG106F)

Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að veita innsýn í félagsfræðileg og heimspekileg sjónarhorn á menntun og skólastarf. Til að ná því markmiði verður fjallað um valdar félagsfræðilegar og heimspekilegar hugmyndir sem gagnast við að skoða menntun og skólaveruleika. Áhersla er á þrjá þætti. A. Að skilja hugmyndir og hugtök og geta gert grein fyrir þeim. B. Að máta hugmyndir og hugtök við þá menntun og þann skólaveruleika sem við þekkjum. C. Að fjalla með gagnrýnum hætti um hugmyndirnar og þann veruleika sem þær eiga að varpa ljósi á.

 Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða vikulega. Uppteknir fyrirlestrar verða settir á Canvas-vef námskeiðsins. Nemendur kynna sér þá og taka svo þátt í umræðutímum sem ekki verða teknir upp. Í upphafi misseris skrá nemendur sig í umræðuhópa sem haldast út misserið. Mætingarskylda (80%) er í umræðutímana en hægt er að velja um að mæta í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Þá vinna nemendur tvö hópverkefni, tvö einstaklingsverkefni og lokaverkefni.

X

Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)

Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms. 

Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.

Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.

X

Listir I: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG105G)

Viðfangsefni:  Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi. Verkleg viðfangsefni eru þróuð út frá hugmyndum nemenda.

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET202M)

Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.

X

Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)

Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum  nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.

Meginmarkmið fjölmenningarfræðslu eru að:

  • hlúa að mannréttindum, stuðla að félagslegu réttlæti og styðja við jafnrétti í menntun
  • viðurkenna gildi menningarlegrar fjölbreytni og nota hana sem tæki til að styðja við nám
  • efla virðingu fyrir menningarmun (málfræðilegum, þjóðernislegum, andlegum, kyni og kynhneigð, félagshagfræðilegum o.s.frv.) og efla skilning á mismunandi lífsvali og lífsreynslu.

Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af mismunandi bakgrunni og þörfum nemenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu.

Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli. 

X

Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennslu (ÍET601G)

Viðfangsefni:
Kennaranemar lesa sér til í kennslufræðum og velta fyrir sér hvernig best sé að koma til móts við markmið námskrár, hvernig matsaðferðir eiga best við og hvernig eigi að veita munnlega og skriflega endurgjöf. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Einnig kynna þeir sér aðferðir til að efla orðaforða og mismunandi aðferðir við að þjálfa rétta og viðeigandi málnotkun. Menningarmiðlun er einnig hluti af viðfangsefni námskeiðsins.

Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi efri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana. Þeir fá einnig þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga, t.d. með notkun bókmennta og stafræns efnis, og tengd hlustun, lestri, töluðu máli, samskiptum og ritun. Nemar sem eru undanskilað vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu nemar.

X

Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)

Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum  nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.

Meginmarkmið fjölmenningarfræðslu eru að:

  • hlúa að mannréttindum, stuðla að félagslegu réttlæti og styðja við jafnrétti í menntun
  • viðurkenna gildi menningarlegrar fjölbreytni og nota hana sem tæki til að styðja við nám
  • efla virðingu fyrir menningarmun (málfræðilegum, þjóðernislegum, andlegum, kyni og kynhneigð, félagshagfræðilegum o.s.frv.) og efla skilning á mismunandi lífsvali og lífsreynslu.

Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af mismunandi bakgrunni og þörfum nemenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu.

Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli. 

X

Textílaðferðir (LVG021G)

Nemendur kynnast fjölbreytileika textíls innan handverks, iðnaðar og list. Þjálfuð eru grunntækni textílaðferða með áherslu á tilrauna- og þróunarvinnu í handverki aðferðanna. Nemendum er kynnt söguleg tenging textíla með áherslu á íslenska textílarfleifð og erlenda og hvernig sú þekking og nálgun getur orðið uppspretta nýrra hugmynda og verka. Í lokaverkefnum er unnið með blandaða tækni og lögð áhersla á skapandi og faglega nálgun og vönduð vinnubrögð. Þjálfað er vinnulag frá hugmynd til fullvinnslu með áherslu á sjálfbærni, endursköpun, endurnýtingu og nýsköpun. Nemendur skila fræðilegri greinargerð sem inniheldur umfjöllun og rök fyrir verkefnavali, efnisvali, úrvinnslu, framkvæmd og niðurstöðu. Nemendur tengja vinnu og afrakstur námskeiðsins við kennslufræðilegar áherslur og  kennsluverkefni.

X

Söngur og kórstjórn (LVG016G)

Viðfangsefni
Söngur, upphitun söngradda og fjölbreytt sönglög í ýmsum stíltegundum. Nemendur læra grunnatriði í kórstjórnartækni og læra að tileinka sér fagleg vinnubrögð við val og undirbúning verkefna fyrir ólíkar gerðir kóra og sönghópa.
Vinnulag
Verklegar æfingar í söng, kórstjórn og léttum undirleik á hljómborð/píanó.

X

Íslenska sem kennslugrein I (ÍET104G)

 Í námskeiðinu verður lagður grunnur að fræðilegri þekkingu verðandi íslenskukennara á  íslenskum bókmenntum til undirbúnings kennslu þeirra í grunnskóla. Lögð verður áhersla á að efla nemendur sem sjálfstæða lesendur bókmennta af fjölbreyttu tagi. Einnig verður fengist við talað mál, hlustun, áhorf, lestur og ritun á fræðilegum grundvelli og með hagnýtum verkefnum. Í námskeiðinu er fjallað um virka hlustun og virkt áhorf og nemendur þjálfaður í að miðla þekkingu sinni í töluðu máli og til að nýta fjölbreytta miðla til að efla þessa þætti hjá sjálfum sér.

Fjallað verður um samtímabókmenntir fyrir börn og fullorðna sem og frásagnir í öðrum miðlum svo sem í leikhúsi og kvikmyndum.  Unnið verður með almennar greiningaraðferðir og læsi þjálfað til skilnings og túlkunar. Lögð verður áhersla á hvernig textar geta skapað umræðu um siðferðileg hugtök og álitamál. Jafnframt verða bókmenntatextar lesnir með það fyrir augum að nemendur njóti þeirra og deili lestrarreynslu sinni með öðrum.

Kennaranemar fást við að greina talmál frá ritmáli á fræðilegan hátt og þjálfast í að vinna með ólíkar gerðir talaðs máls og texta á mismunandi textasviðum.

X

Íslenska sem kennslugrein II (ÍET205G)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á hagnýtingu fræðilegrar þekkingar kennaranema í íslensku. Nemendur verða þjálfaðir í fjölbreyttum leiðum og aðferðum við íslenskukennslu sem eiga að stuðla að auknum skilningi og áhuga á viðfangsefnum í íslensku. Einnig verður fjallað um skipulag og undirbúning kennslu sem og námsmats.

Fjallað verður um þá þætti í íslenskukennslu sem snúa að málfræði og ritun. Einnig verður fjallað um grunnþætti menntunar og hvernig kennaranemar geta fléttað þá inn í íslenskukennslu sína. Áhersla verður lögð á þjálfun í að vinna með hæfniviðmið og matsviðmið fyrir íslensku og stuðla að stígandi í kennslu í meginþáttum kennslugreinarinnar. 

Kennaranemar fá æfingu í að nálgast viðfangsefni sín í íslenskukennslu á gagnrýninn hátt og að hagnýta sér rannsóknir og fræðileg skrif. Þeir hljóta einnig reynslu af því að vinna á gagnrýninn hátt með fyrirliggjandi kennsluefni og bera saman við núgildandi aðalnámskrá í því augnamiði að þróa eigin kennslu og kennsluhætti. Jafnframt verður til umfjöllunar samþætting íslensku við aðrar faggreinar.

Fjallað verður um hvernig kennarar geti skipulagt kennslu út frá forsendum fjölbreytts nemendahóps þannig að grunnskólanemar fái tækifæri til að nálgast viðfangsefni í íslensku út frá eigin reynslu og áhugasviðum.

Viðfangsefni námskeiðsins verða tengd við vettvang. Kennaranemar fylgjast með kennslu; ígrunda hana og meta í samræmi við umfjöllunarefni námskeiðsins.

X

Barna- og unglingabókmenntir (ÍET301G)

Viðfangsefni:
Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum með sérstakri áherslu á nýlegar bækur og valin þemu.
Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, yndislestur, læsi og lífsleikni.
Tengsl barnabókmennta við aðrar tegundir bókmennta og listgreina.

Vinnulag:
Fyrirlestrar og verkefnavinna þar sem lögð er áhersla á skapandi vinnu með barnabókmenntir, meðal annars í tengslum við upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir mikilli virkni nemenda í námskeiðinu.

X

Lesið í skóginn og tálgað í tré (LVG015G)

Markmið: Að nemendur kynnist hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögð við gerð hluta úr íslensku efni. 

Inntak / viðfangsefni: Megináherslan er lögð á verklega þáttinn þar sem nemendur vinna með blautt og þurrt efni úr íslenskum skógum. Kennd verða helstu vinnubrögð í tálgun, bæði með hníf og exi. Einnig verða kennd grundvallaratriði í viðar- og vistfræði og kannað hvernig hægt er að nýta sér form og eiginleika íslenskra viðartegunda. Farið verður í vettvangsferð í skóg í nágrenninu og hugað að efnisöflun og útikennslu í skógi. Kynnt verður skólaverkefnið Lesið í skóginn, samþætt kennsluverkefni um íslenska skóga og nýtingu þeirra.

Nemendur á kjörsviði hönnunar og smíða fá sérstakan undirbúning fyrir kennslu á vettvangi með tilheyrandi verkefnum. 

Vinnulag: Verkleg þjálfun og fyrirlestrar. 

X

Málið og máltakan (ÍET009G)

Máltakan varpar ljósi á eðli og uppbyggingu tungumálsins, þ.e. þeirrar málfræði sem býr innra með okkur. Í þessu námskeiði mun athyglin beinast að undirstöðuþáttum þessarar innri málfræði, allt frá smæstu einingum hennar til hinna stærri, í gegnum máltöku barna.

Áhersla verður lögð á að kynna byggingu málkerfisins og helstu hugtök sem nauðsynleg eru til þess að vera fær um að tala um málkerfið og gera grein fyrir eiginleikum þess. Kenningar um hvernig máltökuferlinu er háttað verða kynntar og ræddar með það að leiðarljósi að nemendur geti áttað sig á hvað felst í að kunna tungumál og að hafa tilfinningu fyrir því. Einnig verður fjallað um áhrif ólíks ílags í málumhverfinu á þá málfræði sem við tileinkum okkur, hvort sem það tengist magni ílagsins eða eðli þess, t.d. raddmál og táknmál eða íslenska sem fyrsta og annað mál.

Þau grunnhugtök sem fjallað verður um í námskeiðinu verða mátuð við nýlegar rannsóknir, kennsluefni og kennslufræðileg markmið í málfræðikennslu. Máltakan og undur hennar verða í brennidepli sem ný nálgun í málfræðikennslu og verkefnavinnu í tengslum við hana.

X

Hönnun og smíði leikfanga (LVG501G)

Markmið:
a) Að kenna almennan feril hönnunar;
b) Að hanna og smíða leikföng fyrir börn á ýmsum aldri;
c) Að þjálfa nemendur í þrívíddarhönnun. 

Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra að hanna og smíða þroskaleikföng bæði fyrir kornabörn, leikskólabörn og börn í grunnskóla. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta bæði nýtt í skólastarfi og í eigin lífi. Nemendur kynnast einnig hagnýtingu tölvustuddar hönnunar og framleiðslu við þróun verkefna. Unnið er með fjölbreytt smíðaefni. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á skapandi skólastarf, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. 

Inntak / viðfangsefni

A. Hönnun leikfanga
a) Nemendur þurfa að hanna og teikna leikföng;
b) Nemendur læra að teikna í tölvu, málsetja vinnuteikningar og gefa þrívíðum hlutum efnisáferðir.
c) Kynnt verður tölvustudd framleiðsla og nokkur verkefni gerð í tölvustýrðum fræsara. 

B. Smíði leikfanga
a) Nemendur hanna og smíða verkefni svo sem hreyfileikföng, spil og leikföng sem byggja á hagnýtingu einfaldra rafrænna lausna;
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni; 

Vinnulag: Fyrirlestrar, verkstæðisvinna í tölvu- og smíðastofu.. 

X

Leiklistarkennarinn, framkvæmd og fræði (LVG407G)

Viðfangsefni: Leiklistaræfingar sem þjálfa hæfni til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði, (ferlið frá samlestri til sýningar), ásamt þekkingu og skilningi á undirstöðuatriðum og aðferðum sem leiklistarkennari þarf að nýta í kennslu sinni.

Einnig hugmyndafræði og rannsóknir ásamt helstu kennismiðum t.d. Mike Fleming, John O'Toole, Helen Nicholson, Andy Kempe og David Hornbrook.

Vinnubrögð við uppsetningu leiksýninga þ.e. leikhús sem kennslufræðilegt afl með áherslu á líkams- og raddbeitingu, sviðshreyfingum og leiktækni á sviði. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar, handrits- og leikgerðar, sviðsmuna, búningahönnunar, leikmyndagerðar og hljóðmyndar.

Vinnulag: Æfingar, spunar og umræður. Innlegg kennara og lestur fræða frá kennismiðum um leiklistarkennslu.

Leiklistarkennarinn, framkvæmd og fræði er aðeins fyrir þá sem eru á kjösviðinu leiklist og verður að taka SAMHLIÐA námskeiðinu LVG406G Leiklistarkennarinn. 

X

Bókmenntir, þjóðerni og menning (ÍET002G)

Í námskeiðinu er fjallað um vel valdar íslenskar bókmenntir frá upphafi Íslands byggðar og fram undir lok 19. aldar og íhugað hvernig þessar bókmenntir nýtist best til kennslu á mismunandi skólastigum. Stúdentar kynna sér helstu skólaútgáfur og námsefni um miðaldabókmenntir en einnig heildarmynd bókmenntagreinarinnar.
Einnig er fjallað um það hvernig bókmenntir urðu hornsteinn í sjálfsmynd íslenskrar þjóðar á 19. öld. Stúdentar íhuga hugmyndafræði 19. aldar bókmennta, náttúrusýn þeirra, söguskilning og sterk tengsl við nútímann. Í námskeiðinu verður fjallað um íslensk þjóðskáld og stöðu þeirra í þjóðarvitundinni.
Vikið verður sérstaklega að sterkum tengslum bókmennta við þjóðmenningu. Íslensk menning er hliðstæð menningu annarra þjóðríkja í Evrópu og rætt verður um tengsl Íslands og umheimsins á hröðu þróunarskeiði Vesturlanda.
Vefefni er notað og upplýsingatækni enda fjölmargar kvikmyndir og annað myndefni nátengt stórvirkjum bókmenntasögunnar. Kennsla er í formi fyrirlestra, æfingaverkefna og sköpunarvinnu.

X

Kennslufræði hönnunar og smíða II (LVG014G)

Markmið: Að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám  í námsgreininni hönnun og smíði. 

Inntak / viðfangsefni: Vettvangsnám á misserinu er undirbúið með verkefnavali, verkefnatilraunum og gerð kennsluverkefna. Markmið og kennslufræði hönnunar smíðakennslu eru tekin til umfjöllunar ásamt fagnámskrá. Sérstök áhersla er lögð á vinnu með börnum í grunnskóla. Nemar fá þjálfun í að semja kennsluáætlanir og smíða verkefnadæmi sem miðuð eru við ákveðna verkþætti, aldur og þroska barna. 

Vinnulag: Fyrirlestrar og verklegur undirbúningur fyrir vettvangsnám. Nemar sitja fyrirlestra um ýmis kennslufræðileg efni valgreinarinnar. Kennslufræði nýsköpunar gerð sérstaklega skil. Nemendur vinna verkefni sem tengjast vettvangsnámi þeirra.

X

Kennslufræði hönnunar og smíða I (LVG007G)

Markmið: Að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám  í námsgreininni hönnun og smíði. 

Inntak / viðfangsefni: Vettvangsnám á misserinu er undirbúið með verkefnavali, verkefnatilraunum og gerð kennsluverkefna. Markmið smíðakennslu eru tekin til umfjöllunar ásamt fagnámskrá. Sérstök áhersla er lögð á vinnu með börnum í grunnskóla. Nemar fá þjálfun í að semja kennsluáætlanir og smíða verkefnadæmi sem miðuð eru við ákveðna verkþætti, aldur og þroska barna. 

Vinnulag: Fyrirlestrar og verklegur undirbúningur fyrir vettvangsnám. Nemar sitja fyrirlestra um ýmis kennslufræðileg efni valgreinarinnar. Kennslufræði nýsköpunar gerð sérstaklega skil. Nemendur vinna verkefni sem tengjast vettvangsnámi þeirra.

X

Leiklist, sögur og frásagnir (LVG308G)

Markmið:

Að nemendur

  • þekki til fræðilegra kenninga um uppeldislegt gildi frásagna og ævintýra fyrir börn
  • geti tengt aðferðir leiklistar við sögur og frásagnir og þannig gert hlustendur að virkum þátttakendum í frásögn
  • hafi innsýn í sérstöðu leiklistar sem virkrar reynslu
  • hafi sjálfstæði og nokkra færni til að segja börnum sögur og ævintýri ásamt því að þjálfa börnin í að segja frá eigin upplifunum
  • hafi kynnst á vettvangi skóla hvernig frásagnir eru tengdar námsgreinum, til dæmis lífsleikni, trúarbragðafræðslu og sjálfbærni.

Viðfangsefni: Fræði um uppeldislegt gildi frásagna og ævintýra fyrir börn og mikilvægi leiklistar í tengslum við virka upplifun þátttakenda. Þjálfun í að segja áheyrilega frá og tvinna leiklist inn í frásögn til þess að dýpka skilning á efni. Mótun leiklistarferlis í tengslum við frásagnir og ævintýri. Athugun á því hvernig kennarar nýta sögur og ævintýri með ungum nemendum.

Vinnulag: Fyrirlestrar, lestur og umræður/málstofur. Vettvangsathuganir og kynningar. Leiklistar- og frásagnarsmiðjur. Nemendur vinna sjálfstætt að því að skapa og móta leiklistarferli í tengslum við frásagnir og ævintýri með áherslu á loftslagsbreytingar.

Þjálfun í frásagnarlist.

_________

Æskilegt er að nemi hafi áhuga á að nýta leiklist og frásagnir með börnum. Námskeiðið hentar vel fyrir kennara í leikskóla og  grunnskóla.

X

Listir II: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG207G)

Viðfangsefni:  Nemendur halda áfram að kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi á vettvangi. Fjallað verður um samþættingu listgreinanna og hvernig hægt er að vinna með myndir, hljóð, texta og sviðsetningu í skólastarfi

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Listir II: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG207G)

Viðfangsefni:  Nemendur halda áfram að kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi á vettvangi. Fjallað verður um samþættingu listgreinanna og hvernig hægt er að vinna með myndir, hljóð, texta og sviðsetningu í skólastarfi

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Kennsla samfélagsgreina og lýðræði í skólastarfi (SFG401G)

Viðfangsefni: Fjallað verður um stöðu samfélagsgreinaí skólakerfinu fyrr og nú. Einnig verður fjallað um samfélagsgreinar í aðalnámskrá og námsgögn. Kannaðar verða stefnur, straumar og álitamál í kennslu greinanna, m.a. með það í huga hvernig nýta má viðfangsefni þeirra til skipuleggja nám þar sem nemendur læra til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði.

Unnið verður með viðfangsefni og námsefni samfélagsgreina, m.a. með greiningu á efni, framsetningu og rökum fyrir efnisvali og vali viðfangsefna við hæfi ólíkra námshópa. Hugmyndir um samþættingu samfélagsgreina við aðrar greinar grunnskólans verða kannaðar einkum með það í huga að skipuleggja heildstæð viðfangsefni út frá málefnum líðandi stundar. Einnig verður hugað að námsmati í ólíkum samfélagsgreinum.

Námskeiðið tengist vettvangsnámi á misserinu sem felst í undirbúningi kennslu í einstökum greinum og kennslufræði þeirra og uppgjöri og samantekt að vettvangsnámi loknu.

Vinnulag: Fyrirlestrar, kynningar, umræður, málstofur, lestur, upplýsingaleit, sjálfstæð verkefni, samvinnuverkefni og leiðsögn. Áhersla er lögð á að nemendur safni gögnum úr námi sínu og af vettvangi sem eru skoðuð, ígrunduð og metin.

X

Samspil lífvera og umhverfis (SNU004G)

Á námskeiðinu verður fjallað um megin þætti vistfræðinnar: eðli og gerð vistkerfa (flæði orku og hringrásir efna, stöðugleika), samfélög lífvera og samspil þeirra sín á milli, stofnabreytingar og framvindu í vistkerfum. Fjallað verður um gildi fjölbreytileika lífvera fyrir framtíð jarðar og sjálfbæra þróun. Einnig verða tekin fyrir dæmi um íslensk vistkerfi, einkenni þeirra, sérstöðu og virði.

Þá verður fjallað um áhrif mannsins á náttúru og umhverfi, þar sem tekin verða fyrir helstu umhverfisvandamál jarðar og á Íslandi. Rætt verður um vænlegar leiðir í umhverfismennt þar sem tengsl vistfræði og geta nemenda til aðgerða í átt til sjálfbærar þróunar verða í forgrunni.

X

Vettvangsnám og kennsla náttúrufræða B (SNU013G)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að nemendur efli kunnáttu sína i kennslu náttúrufræðigreina. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta; undirbúning vettvangsnáms, vettvangsnámið og svo úrvinnslu og mat á því. Í undirbúningi verður sjónum beint að náttúrugreinum í námskrám og námsgögnum. Rýnt verður í rannsóknir á námi og kennslu í náttúrugreinum.  Nemendur kynna sér vinnu með aðferðir sem efla læsi á náttúrufræðitexta.

 Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður,  nemendavinna (sjálfstæð verkefni og samvinnuverkefni).   Nemendur far á vettvang í grunnskóla, vinna þar með leiðsagnarkennara og kenna svo sjálfir. 

 

X

Þemavinna með upplýsinga- og samskiptatækni (SNU002G)

Þemavinna (project based learning) er námsaðferð þar sem nemendur öðlast ákveðna þekkingu og færni með því að vinna saman að tilteknu verkefni í lengri tíma en almennt tíðkast
í skólum. Þeir leita svara við flókinni spurningu, finna lausn
á vandamáli, útbúa eða skapa eitthvað sem reynir á getu þeirra og hugkvæmni.
Þátttakendur á þessu námskeiði leggja á ráðin um þau verkefni sem ráðist er í, hvernig þeir skipuleggja vinnu sína og með hvaða hætti þeir nota upplýsinga- og samskiptatækni til afla upplýsinga eða efnis, vinna úr því og koma því á framfæri. Brýnt er að þátttakendur hafi mikinn áhuga á að leita svara hverju sinni, telji mikilvægt að leysa ákveðið vandamál eða skapa frumlegt verk.
Í verkefnum af þessu tagi reynir mikið á samvinnu, frumkvæði, lausnaleit og opna eða fjölþætta nálgun. Jafnframt kemur gagnrýnin og skapandi hugsun mjög við sögu. Verkið sem verður til ‒ sem gæti til dæmis verið stuttmynd, útvarpsleikrit, vefur eða söngleikur ‒ verður gert aðgengilegt fyrir íslenskan almenning eða, eftir atvikum, netverja hvar sem þeir búa.
Unnin verða tvö verkefni. Vinna við það fyrra stendur í einn til einn og hálfan mánuð en það síðara stendur yfir í tvo og hálfan til þrjá mánuði.

X

Leiklistarkennarinn (LVG406G)

Viðfangsefni: Leiklistaræfingar sem þjálfa næmi og sköpunargáfu í gegum mismunandi aðferðir leikhússins, ásamt þekkingu og skilningi á undirstöðuatriðum og aðferðum sem leiklistarkennari þarf að nýta í kennslu sinni.

Vinnubrögð við uppsetningu leiksýninga þ.e. aðferðaleikhús, samfélagsleikhús, samsköpunarleikhús og þátttökuleikhús. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar svo sem handrits- og leikgerðar.

Vinnulag: Æfingar, spunar og umræður.

X

Frá hugmynd til sýningar (LVG008G)

Á námskeiðinu er lögð áhersla á leiklist sem listform, fjallað verður um bakgrunn sýninga sem eru unnar út frá hugmyndum þátttakenda og rætt verður um gildi þátttöku barna og ungmenna í leiksýningu. Þungamiðjan á námskeiðinu er á þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt að sýningum með nemendum á faglegan og skapandi hátt. Nemendur fá kynningu á hagnýtum verklegum æfingum sem gagnast geta við uppsetningu leikverka, svo sem skuggaleikhús, að búa til útvarps- og sjónvarpsþætti og umfjöllun um hvernig lítil hugmynd getur orðið að leiksýningu.

X

Hönnun sem uppspretta sköpunar (LVG104G)

Námskeiðið er kynning á kennslu og gildi uppeldismiðaðra hönnunar- og handverksgreina: Hönnun og smíði, Textíll og hönnun og Heilsuefling og heimilisfræði. Verkefnahugmyndir eru lagaðar að ólíkum faggreinum námskeiðsins. Áhersla er lögð á þekkingar- og færniþætti frá hugmynd að fullvinnslu í öllum verkþáttum námskeiðsins. Nemendur vinna viðfangsefni sem henta vel í skólastarfi og skrá vinnuferli í ljósmyndum, teikningum og í textaformi.

X

Vettvangsnám og kennslufræði í textílhluta (LVG013G)

Markmiðið er að undirbúa kennaranema fyrir vettvangsnám í námsgreininni með áherslu á textílhluta kjörsviðsnámsins í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi faggreinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Lögð er áhersla á að nemendur þekki til siðareglna kennara, rannsóknir og námskenningar og geti tengt þær við kennslufræðilegar áherslur í faggreininni. Markmiðið er að nemendur þekki til möguleika faggreinarinnar innan skólasamfélagsins og samþættingu við aðrar námsgreinar. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum, áhöldum og tækjum sem tengjast textílaðferðum og hönnun. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum í textíl í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Nemendur fá þjálfun í vinnulagi við innlagnir og sýnikennslu, gerð kennsluáætlana og bera saman ólíkar námsmatsleiðir sem hæfa fjölbreyttum aðferðum fata- og textílgreinarinnar. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð, kynningu og ferilmöppu um vettvangshluta námsins. Nemendur kynna verkleg verkefni og afrakstur af vettvangsnámi. 

X

Inngangur að kennslu samfélagsgreina (SFG101G)

Viðfangsefni: Námskeiðið er inngangur að kennslu samfélagsgreina með áherslu á þjálfun í rökræðum, gagnrýna hugsun og hæfni í að skoða mismunandi sjónarhorn. Á námskeiðinu vinna nemendur með forhugmyndir sínar og taka ígrundaða afstöðu til viðfangsefnanna og samtímis  er veitt innsýn í ýmis viðfangsefni sem fjallað er um í samfélagsgreinum (sbr. aðalnámskrá).

Vinnulag:  Umræður og verkefnavinna fara fram í kennslustundum á miðvikudögum í rauntíma á Zoom. Auk þessa verða rökræðutímar í hverri viku. Nemendum er skipt í hópa og mæta með sínum hópi allt misserið. Skyldumæting er í rökræðutímana (80%). Hægt verður að velja á milli rökræðutíma á staðnum í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Hvorki miðvikudagstímar né rökræðutímar verða teknir upp.

X

Algebra og rúmfræði (SNU102G)

Viðfangsefni eru valin atriði úr sígildri rúmfræði, hnitarúmfræði og algebru ásamt kynningu á hugbúnaði sem nýtist við rúmfræði- og algebrunám og kennslu.

Fjallað verður um grunnatriði Evklíðskrar rúmfræði;  hugtök, frumforsendur og setningar um samsíða línur, marghyrninga og hringi. Fengist er við einfaldar teikningar með hringfara og reglustiku. Einnig verður farið í atriði úr hnitarúmfræði, t.d. jöfnu hrings og kynntar lausnaraðferðir fyrir línulegar jöfnur og jöfnuhneppi, annars stigs jöfnur, tölugildisjöfnur og ójöfnur.

Kennt verður á hugbúnaðinn GeoGebru og hann nýttur við myndræna túlkun, tilgátusmíð og teikningar.

X

Stærðfræði í grunnskóla (SNU207G)

Fjallað er um markmið með stærðfræðikennslu í grunnskóla, stærðfræðilega hæfni og uppbyggingu stærðfræðikennslu í grunnskóla. Námsefni grunnskólans er skoðað og greint. Hugað er að því hvernig nemendur öðlast hæfni í að tjá sig um og beita stærðfræði á mismunandi sviðum hennar. Sjónum er beint að mikilvægi þess að byggja upp samfellu í námi þar sem meginhugmyndir hvers inntaksþáttar verða sífellt skýrari og víðtækari. Leiðir eru kynntar til að skipuleggja stærðfræðikennslu í grunnskóla sem tekur mið af þörfum allra nemenda. Fjallað verður um jafnræði og aðgengi nemenda að stærðfræðinámi. Nemendur prófa mismunandi leiðir við kennslu og er sérstök áhersla lögð á notkun fjölbreyttra miðla og námsgagna. Nemendur eiga á grundvelli reynslu sinnar á vettvangi að ígrunda kennslu sína, val á viðfangsefnum, hlutverk kennarans og samskipti við nemendur og samskipti milli nemenda. Áhersla er lögð á fjölbreytt námsumhverfi og kennsluhætti sem byggja á rannsóknum á stærðfræðinámi og -kennslu.

X

Talnafræði (SNU307G)

Farið verður í nokkur grunnatriði talnafræði svo sem deilanleika, frumtölur, reiknirit Evklíðs,  lausnir Díófantískra jafna og nokkrar þekktar setningar um leifareikning, t.d. kínversku leifasetninguna og litlu setningu Fermats. Fjallað verður um ræðar tölur og óræðar.

X

Netnám og opin menntun (SNU014G)

Á námskeiðinu er fjallað um netið sem vettvang náms og fræðslu með áherslu á gervigreind, námssamfélög, sjálfsnám og stafræna þátttöku eða borgaravitund. Nemendur fræðast um hvernig óformlegt og óformað nám á sér stað í netumhverfi, þar sem einstaklingar sækja sér þekkingu sem er ekki bundin við hefðbundna kennslu eða námskrá. Sérstaklega verður lögð áhersla á hönnun formlegs námsefnis og námsumhverfis sem styður við óformlegt og óformað nám á netinu. Rýnt verður í kenningar og hugmyndir um óformlegt og óformað nám, svo sem sjálfsákvarðað nám (e. heutagogy, self-determined learning), dreifða vitsmuni (e. distributed cognition) og nám sem byggist á tengslamyndun og uppbyggingu þekkingar- og reynslunets (e. connectivism). Einnig verður fjallað um stafræna borgaravitund (e. digital citizenship) upplýsingalæsi og ýmsar áskoranir sem tengjast netnotkun í nútíma samfélagi. Verklegir þættir námskeiðsins snúast um gerð og notkun opins námsefnis og hugbúnaðar, hönnun námsumhverfis á netinu, sem og skoðun á því hvernig gervigreind getur haft áhrif á nám og kennslu í daglegu lífi.

Þátttakendur munu þróa stafrænar ferilmöppur til að endurspegla sitt persónulega námsferli og munu læra að meta og nýta tækni til að styðja við og efla eigið nám. Námskeiðið er hannað til að vera aðgengilegt og sveigjanlegt, með því að bjóða upp á fjölbreytta verkefnavinnu sem hægt er að laga að þörfum og áhugasviði hvers nemanda. Meðal annars munu nemendur velja sér opið netnámskeið (MOOC) á þeirra áhugasviði sem þeir ljúka sem hluta af námskeiðinu.

X

Tónmenntakennsla á vettvangi -Áhersla á yngra- og miðstig (LVG405G)

Námskeiðið tengist vettvangsnámi í tónmenntakennslu. Nemendur styrkja færni sína í að skipuleggja og kenna tónmennt í grunnskóla. Lesefni námskeiðsins miðar að því að dýpka skilning á markmiðum og leiðum í kennslu tónlistar í bekkjarkennslu innan grunnskóla. Nemendur draga saman fyrri þekkingu sína og byggja á henni til þess að ná aukinni færni í helstu þáttum tónmenntakennslu. Verklegar æfingar miða að því að auka færni nemenda til að takast á við kennslu tónmennta á vettvangi.

X

Mál, skóli og samfélag (ÍET001G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist skilning á mismunandi málnotkun og málbeitingu við ólíkar aðstæður og innan ólíkra hópa og hvernig megi setja það í samhengi við kennslu. 

 Lögð verður áhersla á uppbyggingu orðaforðans og unnið með öll þrjú stig hans, setningaskipan og önnur einkenni sem skilja að ólík málsnið tungumálsins og ráðast af ólíkum aðstæðum, hvort sem um er að ræða talað mál eða ritað. Kennaranemar fá sérstaka þjálfun í að greina ólíka texta málfræðilega og hvernig hægt er að vinna með ólíkar textategundir í kennslu.  

 Farið verður inn á svið félagsmálvísinda og meðal annars fjallað um félagslegar mállýskur sem taka til málnotkunar ólíkra hópa. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um unglingamál og einkenni þess og hvernig hægt er að nýta það til að varpa ljósi á eiginleika tungumálsins í kennslu. 

 Fjallað er um ýmsar aðferðir og nálganir í íslenskukennslu og veitt þjálfun í kennslu afmarkaðra viðfangsefna. Velt verður upp ýmsum spurningum og fræðilegum vandamálum sem sífellt skjóta upp kollinum í sambandi við umræðu um mál og málnotkun og þær áskoranir sem fylgja því að kenna íslensku í fjölmenningarsamfélagi nútímans

X

Bókmenntir og sjálfsmynd(ir) (ÍET006G)

Í námskeiðinu verður fjallað um íslenskar bókmenntir frá aldamótunum 1900 til samtímans með áherslu á tengsl bókmennta, sögu og samfélags.

Fjallað verður um þátt bókmennta og menningar í uppbyggingu sjálfsmynda á Íslandi á tuttugustu öld allt frá upphafi aldarinnar þegar íslenskar bókmenntir komust í sterkari tengsl við aðra menningarheima til fjölmenningar og margbreytileika samtímans.

Íslenskar nútímabókmenntir eru samofnar bókmenntum annarra þjóða og í námskeiðinu verður lögð áhersla á að setja þær í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur.

Bókmenntir og túlkun þeirra gegndu lykilhlutverki í mótun hugmynda um íslenskt þjóðerni á tímabilinu. Skólakerfið og bókmenntakennsla innan þess voru mikilvægur þáttur þessarar sjálfsmyndarmótunar og verður sú hlið bókmenntasögunnar skoðuð sérstaklega.

Í fyrirlestrum kennara og verkefnum nemenda verða helstu þemu íslenskrar bókmenntasögu á tímabilinu könnuð. Meðal viðfangsefna verða pólitískar bókmenntir og stéttabarátta, spennan milli sveitar og borgar og aukinn margbreytileiki og sýnileiki ólíkra hópa í bókmenntum og samfélagi á síðustu áratugum.

Sérstaklega verður hugað að aukinni fjölbreytni í bókmenntalífi, nýjum bókmenntagreinum, barnabókmenntum, nýjum og gömlum hefðum í ljóðagerð og tengslum bókmennta við aðrar listgreinar. Í verkefnavinnu verður lögð áhersla á að nemendur kynni sér leiðir til að miðla þekkingu sinni til ólíkra aldurshópa og tengja veruleika þeirra í samtímanum við bókmenntir og bókmenntasögu.

Áhersla verður lögð á notkun vefefnis, upplýsingatækni og kvikmynda enda einkennist tímabilið af nýjum miðlum sem hafa haft margþætt áhrif á bókmenntir og menningu.

Kennsla verður í formi fyrirlestra, hópverkefna nemenda og einstaklingsverkefna.

X

Fatahönnun (LVG004G)

Lögð er áhersla á formsköpun fatnaðar og sóttar hugmyndir í ólík þemu með tengingu við sögu og samtíma. Nemendur nýta mismunandi textílhráefni, efnis- og garntegundir, munstur- og litamöguleika sem skapandi uppsprettu eigin hugmynda og verka. Gerðar eru vinnuskýrslur og greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.

 

X

Leiklist fyrir alla, framkvæmd og fræði, kennsluaðferðir leiklistar í skólastarfi (LVG408G)

Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist í kennslu á vettvangi; gerð áætlana, umræður, úrvinnsla og kynningar.

X

Listir, náttúra og samfélag (LVG020G)

Athugið að nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir: Myndmennt ganga fyrir þegar hámarksfjölda er náð!

Markmið: Að nemandinn
-    finni tengsl menningar og listar við náttúru og samfélag.
-    hafi tileinkað sér hugmyndafræði námskrár sem byggir á myndlist, náttúru og samfélagi.
-    hafi valdi á fræði- og verklegri þekkingu til að vinna út frá aðferðum myndlistarmanna á viðfangsefnum sínum
-    uppgötvi hvernig listamenn nota náttúru og náttúruleg efni í listsköpun sinni.
-    hafi kynnst og tileinkað sér aðferðafræði myndlistar og myndmáls sem tjáskiptaform í nútíma samfélagi.
-    geti beitt gagnrýnni og skapandi hugsun í listsköpun tengdri náttúruskoðun og samfélagsrýni í starfi með börnum.
-    skynji og skilji mikilvægi samþættingar listar og samfélagsrýni við aðrar faggreinar skólans
-    geti unnið sjálfstætt og skipulega að öllum viðfangsefnum. 

Inntak / viðfangsefni:
Í þessum áfanga er kynnt sögulegt og félagslegt samhengi náttúruskoðunar og samfélagsrýni með áherslu á tengsl á milli nútímalistar og uppeldisfræði. Unnið verður með hugmyndir samtímalistamanna í listrannsóknum hvað varðar náttúru og samfélag. Nemendur vinna rannsókn á starfsháttum starfandi myndlistarmanna, fræðilegum markmiðum þeirra og tækni í listsköpun sinni. Gera starfsáætlun að myndverkum í fjölbreytt efni,  með það markmið að ná fram skýru myndmáli. Serstök árhersla verður á endurnýtingu efna, með umhverfisverndarsjónarmið að leiðarljósi.

Nemendur fá einnig þjálfun í fjalla um og rökstyðja myndverk sín út frá markmiðum námskeiðsins.  Unnið verður með ólíkar hefðir út frá reynslu og áhuga nemenda með áherslu á náttúru og samfélag í tengslum við valda þætti úr grunnskólum. 

Vinnulag:
Fyrirlestrar, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna. Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.

X

Vettvangsnám og kennslufræði í fatahluta (LVG005G)

Markmiðið er að undirbúa kennaranema fyrir vettvangsnám í námsgreininni með áherslu á fatahluta kjörsviðsnámsins í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi faggreinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur geti tengt og rökstutt gildi og mikilvægi textílgreinarinnar fyrir nám og atvinnulíf. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum, áhöldum og tækjum sem tengjast hönnun og gerð fatnaðar. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum textílgreinarinnar í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Nemendur fá þjálfun í vinnulagi við innlagnir og sýnikennslu, gerð kennsluáætlana og bera saman ólíkar námsmatsleiðir sem hæfa fjölbreyttum aðferðum fata- og textílgreinarinnar. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð, kynningu og ferilmöppu um vettvangshluta námsins. Nemendur kynna verkleg verkefni og afrakstur af vettvangsnámi. 

 

X

Listin að skapa tónlist (LVG009G)

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu og færni í notkun fjölbreyttra aðferða til að stuðla að tónlistarsköpun barna og ungmenna í námi og frístundastarfi.

Viðfangsefni
Nemendur læra fjölbreyttar leiðir til að setja saman laglínur og lítil tónverk. Nemendur fræðast um helstu form og stíla í tónsmíðum og tengi það m.a. eigin nýsköpun í tónlist.

Vinnulag
Áhersla á verklegar æfingar, spuna og samvinnu.

X

Auðlindir Íslands. Nýting þeirra í fortíð, nútíð og framtíð (SFG004G)

Viðfangsefni: Markmið námskeiðsins er annars vegar að rýna í margvíslegar auðlindir Íslands og nýtingu þeirra fyrr og nú, og hins vegar að æfa nemendur í að völdum þáttum kennslu um efnið. Rýnt verður t.d. í hugtakið auðlind, sjónarmið um eignarhald auðlinda, sjávarfang, orkuframleiðslu, íslensk jarðefni, gróður og landnýtingu. Nemendur fjalla um tiltekna náttúruauðlind á Íslandi eða valin landsvæði og greina helstu áskoranir og ágreiningsefni sem því tengjast. Í verkefnum gefast tækifæri til að rýna í námsefni, bæði nemenda- og kennaraefni ásamt ítarefni með hliðsjón af hæfniviðmiðum námskrár og grunnþættinum sjálfbærni. Þá verður hægt að móta kennsluáætlun og námsmat um valda þætti námskeiðsins. Fengist verður við fjölbreyttar spurningar og álitamál, bæði um túlkun sögunnar og um valkosti samtímans.

Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum á neti. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

X

Átakasvæði í heiminum – áskoranir fjölmenningar (SFG001G)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru átök og átakasvæði í heiminum einkum með hliðsjón af tækifærum og áskorunum sem slík viðfangsefni gefa í kennslu. Þátttakendur kynnast hugmyndum og sjónarmiðum tengdum átökum og tengja við landfræðilegar aðstæður, sögu, menningu og trúarbrögð. Unnið verður með valin tvö til þrjú átakasvæði. Til greina koma Írland og írska lýðveldið, Ísrael og Palestína, Mexíkó, Myanmar, Nígería og Tyrkland, auk átaka sem erfitt er að afmarka landfræðilega. Val á viðfangsefnum verður í samráði við þátttakendur og eftir atvikum verða þau tengd við íslenska sögu og aðstæður.

Verkefni námskeiðisins snúa að æfingum í upplýsingaleit, framsetningu sögulegra og landfræðilegra upplýsinga og í að útskýra flókna eða viðkvæma þætti efnisins.

Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Í námskeiðinu er 80% mætingaskylda í kennslustundir.
Sjá nánari upplýsingar á Canvas-vef námskeiðsins. 

X

Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (SFG003G)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er fengist við trúarbrögð og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um trúarþörf og trúarreynslu mannsins, tilvistarspurningar og leit eftir tilgangi og merkingu. Kynnt verða helstu greiningarhugtök, kenningar og rannsóknir á sviði trúarbragðafræði og trúaruppeldisfræði. Rætt verður um gildi trúarbragða fyrir einstaklinga og samfélög og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar, gildismats og lífsskilnings. Þá verða helstu trúarbrögð heims skoðuð, þ.e. gyðingdómur, kristni, islam, hindúasiður og búddatrú, auk nokkurra annarra trúarbragða. Einnig verður fjallað um trúlaus og trúarlega hlutlaus lífsviðhorf. Þá verður vikið að stöðu trúarbragða og trúarhreyfinga á tímum fjölmenningar og margbreytileika og rætt um fjölhyggju og samskipti einstaklinga og hópa með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, umburðarlyndi og fordóma.

Vinnulag: Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.

X

Orka og efni í náttúru og samfélagi (SNU018G)

Fjallað verður um orku í náttúru og samfélagi í víðu samhengi. Í þessu námskeiði verða þátttakendur búnir undir að kenna um orku og orkutengd viðfangsefni. Þetta er gert með því að styrkja bæði þekkingu nema á viðfangsefnunum og á kennsluhugmyndum sem þeim tengjast. Jafnframt verður skoðað hvernig fyrirbæri tengd þessum hugtökum birtast í manngerðu og náttúrulegu umhverfi þar með talið hvernig orkuflæði er háttað í náttúru og mannlegu samfélagi. Áhersla verður lögð á að tengja viðfangsefnin við hugmyndir og reynslu úr daglegu lífi og auk þannig skilning á því hvernig orka skiptir máli fyrir hvern einstakling. Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna og unglinga um viðfangsefnin og mögulegar leiðir til að tengja með kennslu þessi viðfangsefni við reynsluheim og hugmyndir barna og unglinga. Fjallað verður um kennslu náttúrufræðilegra viðfangsefna námskeiðsins, skoðaðar kennslubækur og verklegar athuganir. Viðfangsefni námskeiðsins eru: Einfaldar  vélar, vinna, orka, einingar fyrir orku, afl, mismunandi orkuform svo sem hreyfiorka, þyngdarstöðuorka, varmaorka, fjaðurstöðuorka, einfaldir orkuútreikningar, umbreyting orku úr einu formi í annað, varðveisla orkunnar, nýtanleg orka, orka í náttúrunni, orka í samfélaginu, orkuvinnsla og orkunýting.

Vinnulag

Þátttakendur taka þátt í umræðum þar sem þeir kanna hugmyndir sínar um viðfangsefnin. Ígrundaðir verða textar um viðfangsefnin og kennslu þeirra og gerðar verklegar æfingar sem auka skilning á viðfangsefnunum. Meginviðfangsefni verða kynnt í fyrirlestrum en nemendum síðan gefin tækifæri til að afla frekari upplýsinga og þróa hugsun sína í gegnum umræður, verkefni og kynningar. Kennsla fer fram í kennslustofu og samtímis á neti auk þess sem kennslustundir verða teknar upp og gerðar aðgengilegar.

X

Forritun og tæknismiðjur (SNU010G)

Nemendur læra einföld forritunarmál og hvernig fella má forritun og vinnu í tæknismiðjum (makerspaces, fablabs)  inn í nám. Fjallað verður um forritunarkennslu í skólum, hugmyndir og kenningar um forritun í skólanámi og tengsl við tækniþróun og atvinnulíf. Einnig verður fjallað um forritun fyrir snjalltæki (app) og kynnt námsverkfæri til að búa til slík forrit.  Einkum verður unnið með myndræn forritunarmál sem hæfa til margs konar nota í  námi og kennslu og sem geta tengst ýmis konar jaðartækjum.

Horft verður til framtíðar og skoðuð sú þróun þegar stafrænn heimur og stýringar á hlutum renna saman (IoT, Internet of things). Unnið verður með hugmyndir um námssmiðjur og námsrými sem henta við nemendamiðað nám þar sem nemendur skapa og vinna með stafræna hluti og virkni í tvívíddar- og þrívíddarheimi og raunverulegum tækjum.

Fjallað verður um hugmyndafræði og kenningar og samfélagsumræðu varðandi „Internet of Things“  og  „gerenda“menningu (maker culture).  Skoðaðar eru breytingar á framleiðslutækni í persónumiðaða framleiðslu, fjarstýrð og sjálfstýrð verkfæri svo sem dróna og tölvuföt (wearable technology), útbúnað til að skapa sýndarveruleika og möguleika slíkra verkfæra í námi og kennslu.

X

Textílhönnun (LVG012G)

Lögð er áhersla á tilrauna- og þróunarvinnu í munsturgerð og grunnaðferðum, eins og til dæmis saumi, prjóni, hekli, vefnaði, útsaumi, þrykki og fleiri aðferðum. Markmiðið er að vinna með skapandi hugsun, frumleika og listræna nálgun í viðfangsefnum. Nemendur vinna verkefni samkvæmt aðferðum nýsköpunar og hönnunar.  Gerðar eru vinnuskýrslur og greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.

X

Algebra (SNU305G)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér stærðfræðilega röksemdafærslu og geti skrifað einfaldar sannanir.  

Hugtakið grúpa og tengd hugtök verða skilgreind. Skoðuð verða mörg dæmi sem byggja á hefðbundnum reikningum í þekktum talnamengjum en einnig abstrakt dæmi svo sem um endanlegar grúpur, flutningagrúpur og umraðanagrúpur. Kynnt eru algebrumynstrin baugur og svið og litið á tengsl reiknings og algebru á grunn- og framhaldsskólastigi við grúpumynstrið og þessi mynstur.  

X

Nýsköpun í textíl (LVG001G)

Nemendur velja viðfangsefni og vinna að rannsóknum og tilraunum frá þörf og lausn yfir í hönnun afurðar. Unnið er með nýsköpunarferlið í formi lausnamiðaðrar þarfagreiningar á skapandi og gagnrýninn hátt. Nemendur kanna og gera tilraunir með nýjar aðferðir og leiðir að fullvinnslu afurða  með áherslu á sjálfbærni. Nemendur taka þátt í sýningu og skila fræðilegri greinargerð sem inniheldur rök fyrir verkefnavali og nýsköpunargildi textílaðferða og lokaafurða. Nemendur tengja gildi nýsköpunar og sjálfbærni fyrir menntun og daglegt líf.

 

X

Listir II: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG207G)

Viðfangsefni:  Nemendur halda áfram að kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi á vettvangi. Fjallað verður um samþættingu listgreinanna og hvernig hægt er að vinna með myndir, hljóð, texta og sviðsetningu í skólastarfi

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Tónlistarleikir til náms og þroska (LVG304G)

Námskeiðið fjallar um það hvernig unnt er að kenna ýmsa tónlistarlega færni í gegnum leiki. Meðal annars verður fjallað um það hvernig tónlistarleikir efla rytmaskyn og margvíslega samhæfingu. Helstu kenningar í hagnýtri kennslufræði tónlistar verða kynntar og sérstök áhersla lögð á þær aðferðir sem nota hreyfingu og fjölþætta (multi modal) nálgun til að kenna tónlist. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfingar. Nemendur æfa grunnfærni í að miðla tónlist í gegnum leiki sem henta sérstaklega vel í hópkennslu.  Sömuleiðis fá nemendur tilsögn í skapandi kennsluháttum og spreyta sig á að semja nýja tónlistarleiki með kennslufræðileg markmið í huga. Námskeiðið hentar jafnt nemendum með mikla þekkingu á tónlist sem og þeim sem hafa litla formlega tónlistarmenntun en vilja efla færni sína og þekkingu á tónlistarmiðlun.

X

Söguþræðir (SFG402G)

Viðfangsefni:

Í námskeiðinu er fjallað um sögukennslu og sögu, með áherslu á heimssögu síðustu 1500 ára, frá sjónarhóli hugsmíðahyggjunnar sem gerir ráð fyrir að sagan mótist af menningu og gildismati.

Inntak: Nemendur læra megindrætti heimssögunnar frá miðöldum og til okkar daga með áherslu á búferlaflutninga, menningaráhrif, umhverfisáhrif og smitsjúkdóma, bæði frá sjónarhóli einstaklinga og samfélaga. Nemendur læra að tileinka sér sögulega hugsun og rökfærslu og beita þeim í vinnu með nemendum á mið- og unglingastigi. Lögð er áhersla á gagnrýna sýn á sögu og sögukennslu. Dregin eru fram mismunandi sjónarhorn á það hvað (ekki síst hvaða fólk) sé þess verðugt að komast á spjöld sögunnar, lögð áhersla á þjálfun í gagnrýnum lestri á námsbækur í sögu og velt upp mismunandi leiðum til að kenna erfiða sögu. Þá öðlast nemendur þjálfun í hönnun og framkvæmd fjölbreytta verkefna í kennslu, til að mynda með skapandi aðferðum og upplýsingatækni.

Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við grunnatriði í sögukennslu og kynnast ólíkum kennsluaðferðum og -nálgunum.

X

Erfðir og þróun (SNU024G)

Fjöllum um hlutverk erfðaefnis í lífverum og hvernig eiginleikar lífvera erfast milli kynslóða. Lærum um  litninga og byggingu litninga, frumuskiptingar, lögmál Mendels, umritun og prótínmyndun, erfðamynstur, arfgerðir og svipgerðir ofl. Kynnumst því helsta sem er að gerast í erfðatækni og ræðum gagnsemi þess og galla.

Þróunaröfl (náttúrulegt val, stökkbreytingar, genaflökt, genaflæði o.fl.), stórir viðburðir í sögu lífsins, útrýmingar og ástæður þeirra, þróunarsaga mannsins. Fjölbreytni lífsins. Þróunarsaga mannsins. 

Grunnskólakennsla í þróunarlíffræði og erfðafræði.  Námskrá, námsefni, möguleikar netsins og hreyfiefnis í kennslu.
Vinnulag: Fyrirlestrar kennara og nemenda - nær og fjær. Umræðutímar á staðnum/netinu. 

X

Upplýsingatækni í námi og kennslu (SNU104G)

Hvað er eiginlega upplýsinga- og tæknimennt og til hvers er vísað þegar rætt er um upplýsinga- og þekkingarsamfélag, upplýsinga- og tæknilæsi, stafræna efnisgerð og margmiðlun, miðlalæsi eða fjölhátta læsi, stafræn samskipti og námssamfélög; stafræna þátttöku í lýðræðissamfélagi, leikjamenningu og leikheima, forritunarhugsun og forritun við hæfi barna og unglinga, smiðjuvinnu sem hverfist um tækni og sköpunarsmiðjur?

Hvenær komu tölvur fyrst inn í íslenska grunnskóla, hvaða hindranir komu þar við sögu, hvaða tækifæri fylgja tæknivæðingu í skólastarfi og hvernig er „stafræna landslaginu“ nú háttað í skólakerfinu? Hver er þáttur upplýsingatækni og miðlunar í stefnumótun og námskrá og hvernig er tengslum háttað við önnur námssvið, lykilhæfni og grunnþætti menntunar?

Við skoðum þessi viðfangsefni í innlendu og alþjóðlegu samhengi en leggjum á það mesta áherslu að nemar fái tækifæri til að fást við hagnýt og skapandi verkefni af margvíslegu tagi, prófa tæknilega möguleika og stafræn verkfæri sem bjóða upp á áhugaverð tækifæri í námi og kennslu.

Nemar efla færni sína á þessu sviði og horfa til hagnýtra möguleika á vettvangi og þeirra tækifæra sem felast í nýrri tækni til starfsþróunar. Áhersla er lögð á myndun öflugs námssamfélags sem tekur virkan þátt á námskeiðinu og deilir hugmyndum og reynslu á neti og í menntabúðum. Nemar leita svara við spurningum sem vakna og skoða í sameiningu ýmsar áskoranir og tækifæri sem felast í nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.

X

Tölvuleikir, leikheimar og leikjamenning (SNU019G)

Fjallað verður um tölvuleiki í námi og kennslu með sérstakri áherslu á leikheima og netleiki og opna leikvanga á netinu og tengsl slíkra leikja við nám og tómstundastarf. Leikjamenning verður skoðuð, flokkunarkerfi og einkenni tölvuleikja, vægi þeirra í tómstundamenningu og tengsl við þjóðfélagsmál. Sérstaklega verður skoðað jafnréttissjónarhorn í tölvuleikjum og tölvuleikjamenningu og ýmis álitamál til dæmis tengd kynferði, ávanabindingu og/eða spilafíkn.  Unnið verður með  verkfæri til að smíða kennsluleiki/námsleiki og fjallað um þróun á „leikjun“ (e. gamification) í námi. Fjallað verður um námsleiki í ýmis konar tölvuumhverfi, jafn þrívíddarheimi á Interneti og leiki sem nota snjalltölvur eða síma.

Námskeiðið verður með fjarkennslusniði

X

Leikur, tækni og sköpun (SNU003G)

Námskeiðið fjallar um skapandi starf með börnum þar sem stuðst er eða fengist við stafrænan búnað og tækni. Nemar rýna og ræða les- og myndefni sem lýtur að sköpun með stafrænni tækni í leik- og grunnskólum. Þeir kynnast lýsandi dæmum í starfi valinna skóla og ígrunda færar leiðir til að beita upplýsingatækni og miðlun með ungum nemendum á frjóan hátt. Nemar spreyta sig á teikningu og skapandi myndvinnslu í stafrænu umhverfi með stafræna sögugerð fyrir augum. Þeir myndskreyta og hljóðsetja sögur ætlaðar börnum og setja sig í spor ungra nemenda í skapandi starfi þar sem reynir á listræna framsetningu í hljóði, mynd og hreyfingum. Greint er frá frumkvöðlum um forritun fyrir börn og bent á leiðir til að útbúa einfalt efni, sögur og leiki í myndrænu forritunarumhverfi. Fjallað er um valdar tæknilausnir sniðnar að ungum nemendum til að varpa ljósi á tæknihönnun, forritun og sjálfvirkni. Nemar kynnast lítillega kennslu um slíkan búnað á vettvangi og fá sjálfir að spreyta sig á glímu við hann. Kynntar eru leiðir til að tengja myndræna forritun og leikföng hönnun og nýsköpun úr ýmsum efniviði með hagnýt not eða listræna sköpun í huga. Fjallað er um nýsköpun og nýsköpunarmennt sem viðfangsefni í skólastarfi og greint frá starfi í sköpunarsmiðjum. Kynntur er búnaður sem nota má við leiserskurð í ýmsan efnivið, skurð og brot í pappír, teikningu og prentun í þrívídd og vinnu með textíl. Nemar lýsa vinnu sinni og tilraunum með tæknileikföng og nýsköpunarbúnað í myndum og myndskeiðum studdum texta og einfaldri vefsíðugerð.

X

Lífsleikni – siðfræði (SFG006G)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að samskiptum og siðfræði með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um siðferðileg hyggindi, styrkleika og samkennd.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum á Zoom. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin tvö verkefni auk lokaverkefnis.

X

Danska sem erlent mál (ÍET201G)

Námskeiðið miðar að því að veita nemendum innsýn í einstakar aðstæður dönskukennslu í íslenskum grunnskólum. Við munum kanna grundvallarhugtök og kenningar sem tengjast máltöku, sem eiga sérstaklega við um kennslu erlendra tungumála. Að auki munum við samræma fræðileg markmið og markmið fyrir dönskukennslu á Íslandi við kenningar um máltöku og kennslufræði erlendra tungumála. Í námskeiðinu verður einnig skoðað hvernig sjónarmið kennara varðandi nám og tungumál birtast í kennslustofum þar sem danska er kennd.

X

Vettvangsnám í íslensku II (ÍET007G)

Námskeiðið er vettvangsnámskeið og meginmarkmið þess er að stúdent efli enn frekar þekkingu sína á námsgreininni íslensku í grunnskóla og kennslufræði hennar og öðlist haldgóða kennslureynslu.
Inntak / viðfangsefni
• Lesnir verða fjölbreyttir textar um mál og bókmenntir.
• Fjallað um kennslugreinina íslensku í tengslum við lög og reglugerðir er varða íslenskukennslu í grunnskóla, skólanámskrá og bekkjarnámskrá.
• Fjallað um fjölbreyttar kennsluaðferðir, námsefni og námsmat í kennslugreininni íslensku í grunnskóla.
• Í vettvangsnáminu er lögð áhersla á að stúdent fái haldgóða reynslu af því undirbúa og útfæra kennslu á mið- og unglingastigi í málfræði og bókmenntum og beri ábyrgð á kennslunni.

X

Leiklist fyrir alla - kennsluaðferðir leiklistar í skólastarfi (LVG305G)

Á námskeiðinu er áhersla lögð á að kynna og þjálfa nemendur í að vinna sjálfstætt og faglega með leiklist í kennslu. Nemendur kynnast fjölbreyttum kennsluháttum og leiðum í leiklistarkennslu. Nemendur læra að beita aðferðum leiklistar þegar nálgast á viðfangsefni og fá innsýn inn í hvernig tengja má leiklist við aðrar greinar. Fjallað verður um hugmyndir að samþættingu listgreina við aðrar námsgreinar grunnskólans, um hugmyndafræðina sem býr að baki fjölbreyttum og skapandi kennsluaðferðum og um skipulagningu á kennslu í blönduðum nemendahópum í tengslum við kennslu leiklistar. Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist í kennslu.

X

Málun og teiknun (LVG404G)

Námskeiðið skiptist í fjóra hluta; málun, teikingu, grafík og leir.  

Áhersla er á hugmyndavinnu, skissugerð, úrvinnsla með áherslu á form og myndbyggingu. Unnið er út frá náttúrunni og manninum í rými. 

Í málun er áhersla á mismunandi aðferðir í meðferð og áferð lita og skissuvinnu .

Í teiknun er áhersla á skissugerð, formgreiningu, mannslíkamann ( módelteikning ) og hlutateikningu. 

Gagnaöflun, heimsóknir á söfn og sýningar er hluti af náminu og skrifleg- og verkleg úrvinnsla í tengslum við það. 

Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. 

Námskeiðið verður kennt í svokölluðum lotum og er mætingarskylda. Loturnar eru 6 talsins sem skiptast þannig;  4 x heilsdagslotur  í Listgreinahúsi, Mvs, 1x hálfsdagslota í rauntíma á netinu, auk sýningardags. “

X

Sjónlistir (LVG403G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á tvívíðrar myndgerð og möguleikum hennar í skólastarfi. Nemendur þjálfast í grunnþáttum aðferða og hugmyndavinnu í tengslum við myndlist.  Megin viðfangsefni námskeiðsins eru verkleg, hugmyndavinna og gerð ferilmöppu. 

Lögð er áhersla á teikningu, lita- og formfræði, grafík-þrykk og mynsturgerð. Jafnframt fá nemendur nemendur að spreyta sig á verkefni í leir. 

Fjölbreytileg efni eru notuð til útfærslu verkefna og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði nemanda. 

Ferilmappa er lögð fram til mats en jafnfram skila nemendur inn hugleiðingum/umræðum í tengslum við safnaheimsóknir. .

Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í 5 lotum og er mætingarskylda í þær allar. 

Ath. nemendur kjörsviðsins Sjónlistir ganga fyrir við skráningu. 

X

Listir I: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG105G)

Viðfangsefni:  Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi. Verkleg viðfangsefni eru þróuð út frá hugmyndum nemenda.

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Stærðfræði N (STÆ108G)

Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði stærðfræðigreiningarinnar auk fylkjareiknings. Meginviðfansefni eru fallahugtakið, helstu föll stærðfræðigreiningarinnar (lograr, veldisvísisföll, hornaföll), markgildi, samfelldni, deildanleg föll, reglur um afleiður, afleiður af hærra stigi, stofnföll, notkun deildareiknings (svo sem  útgildisverkefni og línuleg nálgun), meðalgildissetningin, heildun, ákveðin heildi og reiknireglur fyrir þau, undirstöðusetning stærðfræðigreiningarinnar, heildunartækni, óeiginleg heildi, afleiðujöfnur, vigrar og fylkjareikningur.

X

Tækni og nýsköpun í kennslustofu nýrra tíma (SNU206G)

Á námskeiðinu beinum við sjónum að því hvernig nýta má stafræna tækni, sveigjanlegt námsumhverfi og eflandi kennslufræði til að ýta undir atbeina nemenda og sköpunarkraft. Fjallað er um nýsköpunarmennt og þá kennslufræði sem henni tengist, áherslu á atbeina og framtak nemenda og kennara, samvinnu og teymiskennslu, innsæi og sköpun, gagnrýna nálgun og ígrunduð vinnubrögð í hvetjandi umhverfi. Dregið er fram hvernig tæknin sem verkfæri og viðfang geta leitt fram og stutt skólastarf þar sem áhrif nemenda, framlag og sýn fá að njóta sín. Við beinum sjónum að umhverfi náms og kennslu á neti og fæti, nýjum skólabyggingum, skólalóðum, vettvangsferðum og útikennslu, opnum og sveigjanlegum kennslurýmum í sögulegu ljósi, húsbúnaði og húsakynnum náms og kennslu, alltaf með þátt tækninnar og tækifæri henni tengd í huga. Sérstakri athygli verður beint að þætti list- og verkgreina þegar kemur að nýsköpun og samþættingu námsgreina um skapandi verkefni en einnig stöðu og hlutverki bókasafna, upplýsingavera og smiðjuvinnu í skóla- og frístundastarfi á nýjum tímum. Í vettvangsnáminu er lagt kapp á að nemar kynni sér þessa þætti sem best, gaumgæfi umhverfi náms og kennslu frá öllum hliðum, velti fyrir sér athafnakostum og þróunarmöguleikum tengdum stafrænni tækni og stafrænu námsumhverfi í samspili við önnur gögn og verkfæri en einnig húsbúnað, húsakynni og ytra umhverfi skóla. Lögð er rík áhersla á að nemar deili hugmyndum sínum og kynnum af skólastarfi með félögum sínum á námskeiðinu með ýmsu móti.

X

Upplýsingatækni og miðlun á vettvangi II (SNU011G)

Viltu kynnast af eigin raun hvernig upplýsinga- og tæknimennt er útfærð og upplýsingatækni er nýtt í grunnskólum á skapandi hátt? Hvar eru spennandi verkefni í gangi í skólum þar sem spjaldtölvur og fartækni koma við sögu? Hvar eru góðar fyrirmyndir um stafræna efnisöflun, miðlun, myndgerð og sköpun? Hvar eru dæmi um áhugaverð samskipti nemenda og samvinnu kennara í rafrænu samstarfi skóla? Hvar er verið að efla upplýsinga- og miðlalæsi, samfélagsþátttöku eða forritunarkunnáttu?
Nemendur á þessu námskeiði verja sem nemur 3 einingum í vettvangsnám og fá jafnframt tækifæri til að fara í styttri vettvangsheimsóknir í skóla eða til kennara hér á landi. Mögulega eiga þeir þess líka kost að kynnast kennurum og kennaranemum erlendis á vettvangi skóla í rafrænu samstarfi kennaramenntastofnana í nokkrum löndum. Þeir halda leiðarbók og deila reynslu sinni með öðrum nemendum. Þeir kynnast fræðilegum og hagnýtum þáttum sem tengjast skipulagi kennslu og gerð kennsluáætlana þar sem tengd er saman tækni og inntak á kennslufræðilegum grunni.
Námskeiðið er á kjörsviði í upplýsingatækni og miðlun og þar fá nemendur að prófa valin verkefni á vettvangi grunnskólans undir handleiðslu kjörsviðskennara og viðtökukennara. Kennaranemar á öðrum kjörsviðum og aðrir hópar eru einnig velkomnir og til greina kemur að nemendur vinni saman þvert á námssvið við mótun verkefna og kennslu þar sem upplýsinga- og tæknimennt er fléttuð saman við aðrar námsgreinar. Ennfremur getur gefist kostur á að skipuleggja vettvangsreynslu með öðrum hætti og tengja hana fjarkennslu, tilraunum um nýjan búnað, rannsóknarvinnu og þróunarstarfi í skólum eða í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki sem tengjast menntamálum með einhverjum hætti.

X

Dönsk málnotkun og máltaka nemenda í grunn- og framhaldsskóla (ÍET303G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist skilning á eðli og uppbygging danska málkerfisins og kunni skil á hvernig nemendur í grunnskóla tileinka sér dönsku sem erlent tungumál. Markmið námskeiðsins er einnig að kennaranemar skilji setningarfræði í dönsku og hvernig málfræðileg greining er samofin allri athugun á máli og málnotkun nemenda, bæði töluðu og rituðu.

Fjallað verður um danska málkerfið, málfræðihugtök, málsnið og einkenni ritað máls. Einnig verður fjallað um hvernig nemendur tileinka sér erlent tungumál (acquisition). Kennaranemum eru kynntar rannsóknir um hvernig danska málkerfið er kennt sem erlent og annað mál. Athugað verður hvaða villur Íslendingum hættir til að gera í dönsku ritmáli. Athugunar gerðar á ritunarverkefnum grunn- og framhaldskólanemenda. Lesnir eru einnig fræðilegir textar um danskt mál og málnotkun og fjallað verður áfram um danska málkerfið, málfræðihugtök, málsnið og áhersla er lögð á danska setningarfræði. Farið er í þætti sem einkenna danskt talmál og þætti sem valda Íslendingum erfiðleikum og skoðað er hvernig danskt talmál er kennt í skólakerfinu. Lesnir eru fræðilegir textar um danskt mál og málnotkun og kennslu erlendra tungumála. Áhersla lögð á að skilgreina millimál nemenda (da: intersprog) og hvaða þýðing það hefur fyrir dönskukennsluna.

X

Íslensk listasaga, söfn og menntun (LVG302G)

Áhersla er lögð á að veita nemendum innsýn í  íslenska listasögu og myndlistararfleið, list í opinberu rými ásamt list- og safnafræðslu. 

Markmiðið er að nemendur öðlast þekkingu á listasöfnum og kennslufræði þeirra gagnvart skólum og hæfni til að nýta sér þau sem fræðslustofnanir.  Skapaður er vettvangur þar sem áherslan er á samstarf og samtal skóla og safna á milli. Nemendum gefst kostur á að raungera og þróa hugmyndir sínar og vinna m.a. smiðju í tengslum við sýningu þar sem börn á grunnskólaaldri eru þáttakendur í skapandi starfi. 

Vinnulag:
Fyrirlestrar, lestur fræðigreina, gagnrýnin umræða  og safnaheimsóknir. 

Nemendum vinna m.a verkefni og setja upp smiðju ætlaða börnum í tengslum við sýningu.

Námskeiðið krefst sjálfstæðra vinnubragða.

X

Lífsskoðanir og menntun (SFG201G)

Viðfangsefni: Markmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðir um ýmsa þætti sem hafa áhrif á lífsskoðun fólks og verði betur í stakk búnir að kenna samfélagsgreinar. Þrjú sjónarhorn verða til umfjöllunar. Fyrst hið persónulega og einstaklingsbundna, svo hið almenna, samfélagslega og formgerða. Síðan verða ræddir tengifletir hins persónulega og hins almenna við alþjóðlegar samþykktir eins og heimsmarkmið SÞ. Í lokin verður spurt hvernig ofangreind viðfangsefni birtast í uppbyggingu og inntaki skólastarfs, t.d. með hliðsjón af aðalnámskrá.

Í námskeiðsinu verður unnið með meginþætti lífsskoðana sem birtast meðal annars í spurningum um siðferði, trú, samfélagssýn og stjórnarfar, fjölskyldur og persónulegt nærumhverfi fólks, og hvernig réttindi og skyldur móta framtíðarsýn einstaklinga.

Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum. Fjarnemum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

X

Landið og landakortin (SFG009G)

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er að þjálfa þátttakendur í lestri og túlkun ólíkra korta og myndefnis, vinnu með rafræn kort, kortaþjónustur, smáforrit og ljósmyndir og hvernig megi nýta slík gögn í kennslu. Lögð verður áhersla á gildi útináms, fjallað um staðtengt nám og þau tækifæri sem felast í nýtingu valdra svæða í nágrenni skóla, sem og mótun hæfniviðmiða fyrir slík verkefni. Viðfangsefnin beina sjónum þátttakenda t.d. að bauganeti jarðar, mælikvörðum, tákni, letri og litum á kortum, gerð og notkun áttavita, loftslagsritum, ýmiskonar veðurupplýsingum, skipulags- og landnotkunarkortum og öðrum þemakortum.
Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í þemu og vikulegum kennslustundum. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Form verkefna og hlutaprófa verður ákveðið í samráði við þátttakendur. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.

 

 

X

Náttúruvísindanám og -kennsla í nærumhverfinu (SNU103G)

Meginviðfangsefni námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreyttum leiðum í náttúrufræðikennslu í grunnskólum og öðlist færni í að skipuleggja slíka kennslu og átti sig á mikilvægi hennar. Áhersla er á náttúrufræði sem tengist daglegum reynsluheimi nemenda. Sjónum verður beint að verklegum viðfangsefnum úti og inni og möguleikum í nærumhverfi skóla. Ýmsar leiðir til að rannsaka náttúruna verða kynntar svo sem skoðun á jarðfræðilegum fyrirbærum, plöntuskoðun svo og aðferðir við að safna smádýrum og greiningar á lífverum æfðar. Nemendur fá líka reynslu af að skipuleggja útikennslu. Fjallað verður um hugtök og kenningar á sviði efnafræði sem kennd eru í grunnskólum og leiðir til að kenna þessa þætti til skilnings með mikla áherslu á verklegar tilraunir og athuganir. Þá verður nemendum kynnt tækifæri sem notkun upplýsingatækni veitir til að efla áhuga og forvitni um náttúruna.  Verklag mun taka mið af því að kennaranemar kynnist fjölbreyttum kennsluaðferðum sem reynst hafa árangursríkar í náttúrufræðikennslu. Námskrá og námsefni grunnskóla sem tengist viðfangsefni námskeiðsins verður einnig skoðað.

Á námskeiðinu verður fjallað um uppbyggingu efna, efnabreytingar, frumeindakenninguna og lotukerfið. Einnig fjallað um lifandi og dauða náttúru Íslands. Á dagskrá verða plöntur, fuglar, smádýr, ferskvatns- og fjörulífverur með áherslu á búsvæði þeirra og aðlögun að íslensku umhverfi. Fjallað verður um hafið umhverfis Ísland og þá þætti sem móta lífríkið á Íslandsmiðum. Jafnframt verða kynnt þau innri (eldvirkni) og ytri öfl (veðurfar og vatn) sem móta umhverfi landsins.

 

X

Lífeðlisfræði (SNU203G)

Á námskeiðinu verður fjallað um gerð fruma og skiptingu, um vefi, líffæri og starfsemi þeirra. Þá verður fjallað um heilbrigðisuppeldi og varnir, ábyrgð og skilning einstaklingsins á eigin líkama. Áhersla verður lögð á að kynna fjölbreyttar leiðir sem nota má í kennslu um viðfangsefnin.

X

Mál og miðlun (ÍET004G)

Á námskeiðinu verður sjónum einkum beint að tungumálinu og miðlun þess í rit- og myndmáli, m.a. í skrifum ýmiss konar texta, skapandi lestri og óvæntum miðlunarleiðum. Verkefnin miða að því að nemendur geti síðar meir notað hugmyndirnar í eigin íslenskukennslu og byggt ofan á þær. Kennslan fer einkum fram í gegnum æfinga- og verkefnavinnu og umræður í tímum. Í námskeiðinu er hugtakið „sköpun“ rætt og skilgreint og þær þrjár hliðar þess sem skipta máli í kennslu; skapandi kennari, sköpun í verkefnagerð og virkjun á sköpunarkrafti nemenda. Ennfremur verður hugað að hlustun og áhorfi sem námsþáttum í íslensku.

X

Popptónlist og spjaldtölvur í tónmennt og skapandi kennslu (LVG022G)

Popptónlist er stór hluti af tónlistarmenningunni. Í þessu námskeiði er unnið með efnivið popptónlistar. Nemendur efla þekkingu sína á sögu og þróun popptónlistar og hvernig má vinna með ólíka tónlistarstíla á öllum skólastigum. Námskeiðið er einnig verklegt og vinna nemendur með rafmögnuð hljóðfæri og algengar aðferðir í gerð popptónlistar. Sérstaklega verður farið í möguleika sem felast í notkun spjaldtölva við skapandi kennslu í tónlist. Nemendur munu fá þjálfun í notkun smáforrita sem henta í kennslu og í gerð verkefna sem henta börnum á ólíkum aldri og getustigi.

X

Náttúruvísindanám og –kennsla á vettvangi (SNU205G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur efli kunnáttu sína á kennslufræði náttúrufræðigreina og er vettvangsnám hluti þess. Rýnt verður í hlutverk kennara í kennslu náttúrufræða og sjónum er sérstaklega beint að verklegri kennslu og hversdagshugmyndum nemenda. Þá verður sjónum meðal annars beint að möguleikum sem felast í útinámi, sýndartilraunum og notkun tækja í verklegri kennslu.

Náttúruvísindaleg viðfangsefni sem fjallað er um á námskeiðinu eru varmaorka og hitastig, varmaflutningur, nýting varmaorku og orkuferli sem tengjast efnabreytingum. Fjallað verður um veðurfar og leiðir til veðurathugunar með grunnskólanemum. Jafnframt verða skoðaðar leiðir til umhverfisvöktunar. Fræðst verður um einkenni bergtegunda á Íslandi og leiðir til greininga á þeim. Jafnframt verða kynnt þau innri (eldvirkni) og ytri öfl (veðurfar og vatn) sem móta umhverfi landsins.

X

Að kenna um hreyfingu, krafta, orku og umhverfi (SNU008G)

Í þessu námskeiði verða þátttakendur búnir undir að kenna um hreyfingu, krafta og orku hugtök sem tengjast hreyfingu. Þetta er gert með því að styrkja bæði þekkingu nema á viðfangsefnunum og á kennsluhugmyndum sem þeim tengjast. Jafnframt verður skoðað hvernig fyrirbæri tengd þessum hugtökum birtast í manngerðu og náttúrulegu umhverfi. Áhersla verður lögð á að tengja viðfangsefnin við hugmyndir og reynslu þátttakenda. Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna og unglinga um viðfangsefnin og mögulegar leiðir til að tengja með kennslu þessi viðfangsefni við reynsluheim og hugmyndir barna og unglinga. Fjallað verður um kennslu náttúrufræðilegra viðfangsefna námskeiðsins, skoðaðar kennslubækur og verklegar athuganir. Náttúrufræðileg viðfangsefni námskeiðsins eru: Einföld áhöld og vélar, hraði, hröðun, kraftur, tregða, massi, lögmál um hreyfingu hluta, mismunandi kraftar svo sem þyngdarkraftar, togkraftar, núningskraftar, samlagning krafta, vinna, orka, afl, mismunandi orkuform svo sem hreyfiorka, þyngdarstöðuorka, fjaðurstöðuorka, umbreyting orku úr einu formi í annað, varðveisla orkunnar, nýtanleg orka, orka í náttúrunni, orka í samfélaginu.

X

Að kenna um rafmagn og segulmagn (SNU012G)

Í þessu námskeiði verða þátttakendur búnir undir að kenna um rafmagn og segulmagn. Þetta er gert með því að styrkja bæði þekkingu nema á viðfangsefnunum og á kennsluhugmyndum sem þeim tengjast. Jafnframt verður skoðað hvernig fyrirbæri tengd þessum hugtökum birtast í manngerðu og náttúrulegu umhverfi. Áhersla verður lögð á að tengja viðfangsefnin við hugmyndir og reynslu þátttakenda. Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna og unglinga um viðfangsefnin og mögulegar leiðir til að tengja með kennslu þessi viðfangsefni við reynsluheim og hugmyndir barna og unglinga. Fjallað verður um kennslu náttúrufræðilegra viðfangsefna námskeiðsins, skoðaðar kennslubækur og verklegar athuganir. Náttúrufræðileg viðfangsefni námskeiðsins eru: Rafmagn, rafhleðslur, rafkrafta, stöðurafmagn, rafstrauma, segulmagn, segulkraftar, víxlverkun rafmagns og segulmagns, og framleiðsla og nýting rafmagns.

X

Algebra og algebrukennsla (SNU401G)

Í námskeiðinu verður farið í valin viðfangsefni úr algebru, skólaalgebru og sögu algebrunnar. Fjallað verður um algebrukennslu á mismunandi skólastigum og þróun algebruhugsunar hjá nemendum á ýmsum aldursskeiðum.  

Hluti námskeiðsins er vettvangsnám og undirbúa nemar kennslu þar sem þeir kynna sér og kenna m.a. algebru á vettvangi. Að vettvangsnámi loknu ígrunda þeir kennsluna og vinna úr henni.

X

Enskt mál og málnotkun (ÍET302G)

Viðfangsefni:
Fjallað verður um enskt málkerfi, málfræðihugtök, málfræðireglur, málsnið, reglur um viðeigandi mál og einkenni ritaðs máls. Athugað verður hvaða villur Íslendingum hættir til að gera í ensku ritmáli og í því samhengi verða gerðar athuganir á ritunarverkefnum grunnskólanemenda. Þá verður lögð áhersla á þjálfun í að skrifa texta af ýmsum gerðum. Kennaranemar fá jafnt og þétt æfingu í munnlegri tjáningu. Fengist verður við lestur og greiningu ólíkra textagerða, einkum þá þætti sem snúa að setningabyggingu og heildarbyggingu texta. Í því samhengi verður einnig hugað að hlutverki orðaforða og málfræði í uppbyggingu ritaðs máls.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku. Það verða stuttir inngangsfyrirlestrar en að mestu leyti felst vinnan í verkefnum, bæði skriflegum og munnlegum, lestri, kynningum og umræðum.

X

Vettvangsnám í íslensku I (ÍET003G)

Námskeiðið er vettvangsnámskeið og meginmarkmið þess er að stúdent auki þekkingu sína á námsgreininni íslensku í grunnskóla og kennslufræði hennar, auk þess sem hann eflist í að beita íslensku máli sem kennari og fyrirmynd nemenda.

Inntak / viðfangsefni

  • Lesnir verða fjölbreyttir textar um mál og bókmenntir.
  • Fjallað um kennslugreinina íslensku í tengslum við Aðalnámskrá grunnskóla.
  • Fjallað um námsefni og kennsluaðferðir í kennslugreininni íslensku í grunnskóla.
  • Í vettvangsnáminu er lögð áhersla á að stúdent fái góða innsýn í kennslugreinina íslensku á mið- og unglingastigi og spreyti sig í kennslu.

Vinnulag
Fyrirlestrar og verkefnavinna. Mikil áhersla er lögð á að stúdent stundi nám sitt með opnum og virkum huga.

X

Hönnun nytjahluta (LVG203G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið fyrir nemendur sem velja kjörsviðið hönnun og smíði og hentar einnig öðrum sem vilja kynna sér hönnun og smíði nytjahluta.

Markmið
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði hluta sem þeir hanna og teikna sjálfir.

Inntak / viðfangsefni
Áhersla er lögð á nytjahluti úr tré. Fjallað verður um nýtingu á íslenskum skógi og sjálfbæra þróun í hönnun. Unnið er m.a. með þætti sem tengjast gömlu handverki. Verkfæra- og viðarfræði er felld inn í þá verkþætti sem fengist er við hverju sinni. Sérstök áhersla er lögð á notkun véla og verkfæra ásamt öryggi og heilsuvernd. Fjallað verður um hönnun nytjahluta í daglegu umhverfi sem byggja á tæknilegri virkni og undirstöðuatriði í formhönnun. Einnig kynnast nemendur öðrum smíðaefnum. Verkleg þjálfun er undirstaða námsins.

Vinnulag
Vinnulag í staðnámi: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennsla fram í fyrirlestrum og umræðu- og leiðsögutímum. 80% sóknarskylda.

Vinnulag í fjarnámi: Verkefni eru send í tölvupósti og sett upp á vefsíðu hönnunar og smíða. Nemendur skila eins miklu af verkefnum sínum í gegnum tölvusamskipti og unnt er. Sérstök áhersla verður lögð á öryggisþætti er tengjast vinnu kennara og barna í hönnun og smíði og fræðslu um skyndihjálparþætti.

X

Hönnun glerhluta (LVG601G)

Nemendur læra mismunandi tækni og vinnubrögðum við mótun glers. Áhersla er á listrænar útfærslur list-, skart- og nytjahluta.

Markmið
Að kennaranemar kynnist mismunandi aðferðum við glervinnu og hljóti þjálfun í að vinna með og kenna í grunnskólum.

Inntak / viðfangsefni
Unnið er með steint (tiffany's) gler, bræðslugler (flotgler) og mósaík. Verkefnin geta verið t.d. gluggaskreytingar, skálar, bakkar, lágmyndir og skúlptúrar o.fl. Lögð er áhersla á frumleika og hönnun. Kennd verður gerð glermóta í fíber eða önnur efni og kannað hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi litun og skreytingar á glerhlutum. Einnig verður reynt að tengja önnur efni glerinu í hönnunarverkefnum s.s. tré og plast.

Vinnulag
Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennsla fram í fyrirlestrum, umræðu- og leiðsögutímum. Nemendur gera verkefnamöppu auk glerhluta.
Reikna má með staðlotu fjarnema á miðri önn auk þeirrar sem er í upphafi annar. Verkefnin eru unnin að miklu leyti í staðlotunum. Veraldarvefurinn er hagnýttur eins og kostur er.

X

Hönnun sem uppspretta sköpunar (LVG104G)

Námskeiðið er kynning á kennslu og gildi uppeldismiðaðra hönnunar- og handverksgreina: Hönnun og smíði, Textíll og hönnun og Heilsuefling og heimilisfræði. Verkefnahugmyndir eru lagaðar að ólíkum faggreinum námskeiðsins. Áhersla er lögð á þekkingar- og færniþætti frá hugmynd að fullvinnslu í öllum verkþáttum námskeiðsins. Nemendur vinna viðfangsefni sem henta vel í skólastarfi og skrá vinnuferli í ljósmyndum, teikningum og í textaformi.

X

Listir I: Leiklist, myndlist, tónlist (LVG105G)

Viðfangsefni:  Nemendur kynnast þýðingu lista í námi barna og unglinga. Umfjöllun um leiklist, tónlist og myndlist í skólastarfi. Verkleg viðfangsefni eru þróuð út frá hugmyndum nemenda.

Vinnulag: Fjölbreyttar smiðjur sem byggja á mismunandi kveikjum og margvíslegri úrvinnslu.

X

Kennslufræði Myndmenntar (LVG018G)

Markmið: Að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í námsgreininni myndmennt og kennslufræðilega þætti greinarinnar. 

Inntak / viðfangsefni: Vettvangsnám á misserinu er undirbúið með verkefnavali, verkefnatilraunum og gerð kennsluverkefna. Markmið myndmenntarkennslu eru tekin til umfjöllunar ásamt fagnámskrá. Lögð er áhersla á að nemendur þekki til helstu kenningasmiða, rannsókna á sviðinu og innihalds og markmiða í aðalnámskrá grunnskóla.  Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara og leiðsagnarkennara á vettvangi auk þess sem þeir taka mið af hæfniviðmiðum myndmenntar í aðalnámskrá grunnskóla sem og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og aðra grunnþætti menntunar. 

Nemar fá þjálfun í að semja kennsluáætlanir sem miða við ákveðna verkþætti, aldur og þroska barna.

Vinnulag: Fyrirlestrar um kennslufræðilega þætti og verklegur undirbúningur fyrir vettvangsnám.

Nemendur vinna hugmynda- og dagbók sem tengist verkefna- og vettvangsnámi þeirra.  Nemendur kynna verkleg verkefni og afrakstur af vettvangsnámi undir lok námskeiðsins. 

Vettvangsnámið í þessu námskeiði er þannig skipulagt að nemi fær úthlutað grunnskóla þar sem vettvangsnámið mun fara fram. Skólar eru valdir fyrir nema með hliðsjón af viðfangsefni námskeiðsins auk þess sem horft er til námsstigs og námsárs nema.

X

Samfélagsgreinakennsla og skapandi nám (SFG005G)

Viðfangsefni: Meginmarkmið þessa námskeiðs er að kennaranemi öðlist þekkingu á kennslufræði samfélagsgreina og hæfni til að kenna þessar greinar á skapandi hátt á mið- og unglingastigi grunnskóla. Fjallað verður um viðfangsefni og námsefni samfélagsgreina og rannsóknir á samfélagsgreinanámi og -kennslu. Einnig er leitað svara við hvernig megi kenna fagið á árangursríkan hátt með skapandi aðferðum og þannig tengt við einn af grunnþáttum aðalnámskrár.

Viðfangsefni og verkefni verða skipulögð með tilliti til fjölbreyttra og virkra kennsluaðferða og skapandi starfs, m.a. með aðferðum leiklistar í kennslu.

Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt.

Námskeiðið tengist vettvangsnámi á misserinu sem felst í undirbúningi kennslu í einstökum greinum og kennslufræði þeirra og uppgjöri og samantekt að vettvangsnámi loknu.

Vinnulag: Fyrirlestrar, vinnusmiðjur, skapandi málstofur, sjálfstæð verkefni, samvinnuverkefni og leiðsögn.

X

Nám og náttúruvísindi á 21. öld (SNU009G)

Rædd verða valin þverfagleg viðfangsefni úr vísindastarfi á Íslandi og víðar. Námskeiðið byggist á lestri greina í fag- og vísindatímaritum um nýjungar í náttúruvísindum, verkefnavinnu og kynningum fluttum af vísindamönnum og samnemendum. Einnig verða heimsóttir staðir þar sem kynnt verða verkefni á Íslandi, bæði rafrænt og í raun. Námsmat felur í sér ýmist einstaklings-, para- eða hópverkefni sem og virkni í umræðum og mætingu í staðlotur. Námsefni verður valið með hliðsjón af því að nemi kynnist nýjungum á bak við nýjustu rannsóknir og verkefni sem tengjast námi og kennslu. Vettvansnám þar sem nemar sinna kennslu er mikilvægur hluti af námskeiðinu.

Fjallað verður um:

  • aldar hæfni
  • Hvernig náttúruvísindi nýtast í nýsköpun?
  • Hvers vegna náttúruvísindanám er mikilvægt og hvaða starfsmöguleikar tengjast náttúruvísindum? Hagnýting náttúruvísinda.
  • Þær leiðir sem hægt að fara í samþættingu náttúrufræðigreina innbyrðis og við aðrar greinar sem kveikja áhuga og virkni, hverjir eru kostir þerra og gallar.
  • Dæmi um STEAM verkefni sem efla sköpun og tæknilæsi og dæmi um verkefni sem hægt er að tengja við lífvísindi og eðlisvísindi?
  • Stefnumótun og námskrárgerð í tengslum við 21. aldar hæfni
X

Hagnýtt stærðfræði í námi og kennslu (SNU402M)

Námslýsing á íslensku:*  Í þessu námskeiði er fléttað saman stærðfræði og kennslufræði stærðfræðinnar. Nemendur kynnast líkindafræði og tölfræði, búa til stærðfræðilíkön og læra að nálgast stærðfræðikennslu út frá líkanasmíð. Meðal þess sem fjallað er um í námskeiðinu eru um umraðanir, samantektir, líkindareikningur sem byggir á talningu atburða, tvíkostadreifing og líkindadreifingar almennt. Fengist er við það hvernig ályktanir eru dregnar um líkindi út frá gögnum og hvernig tölvuhermanir geta nýst í þeim tilgangi. Kynntar eru mismunandi gerðir stærðfræðilíkana, svo sem líkön um línulegt samband, veldisvísisvöxt, öfugt hlutfall, veldisfall, línulega bestun með tveimur breytistærðum og netafræðileg líkön.

Fjallað verður um kennslufræði líkinda- og tölfræði og stærðfræðikennsla almennt skoðuð og greind út frá sjónarhorni líkanagerðar. Nemar fást við að velja og aðlaga verkefni fyrir kennslu líkinda- og tölfræði og að skipuleggja kennsluferli. Lögð er áhersla á stærðfræðikennslu sem snertir á mikilvægum álitamálum í samtímanum, svo sem loftslagsbreytingum og heimsfaröldrum.

X

Rúmfræði (SNU306G)

Viðfangsefni eru úr sígildri rúmfræði. Undirstaða og uppbygging rúmfræði í sléttu. Hugtök, frumforsendur, skilgreiningar og setningar um samsíða línur, marghyrninga og hringi. Áhersla er lögð á röksemdafærslu og sannanir á setningum. Stuttlega er fjallað um þrívíðar rúmmyndir. Helstu reglur um flatarmál, ummál og rúmmál.

X

Tónmenntakennsla á vettvangi -Áhersla á mið- og unglingastig (LVG024G)

Námskeiðið tengist vettvangsnámi í tónmenntakennslu. Nemendur styrkja færni sína í að skipuleggja og kenna tónmennt á mið- og unglingastigi grunnskóla. Lesefni námskeiðsins miðar að því að dýpka skilning á markmiðum og leiðum í kennslu tónlistar í bekkjarkennslu innan grunnskóla. Nemendur draga saman fyrri þekkingu sína og byggja á henni til þess að ná aukinni færni í helstu þáttum tónmenntakennslu. Verklegar æfingar miða að því að auka færni nemenda til að takast á við kennslu tónmennta á vettvangi.

X

Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)

Viðfangsefni:

Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Menningarmiðlun í dönskukennslu 1 (ÍET401G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist þekkingu á og innsýn í danskt þjóðlíf og menningu. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á kenningum um þjóð- og fjölmenningu. Námskeiðið fjallar um fjölmargar hliðar á dönsku samfélagi og danskri menningu eins og það birtist í fjölmiðlum, bókmenntum, dægurmenningu og í daglegu lífi fólks. Umfjöllunin miðar við að kennaranemar verði færir um að miðla danskri menningu í kennslu og virkja nemendur í verkefnavinnu. 

X

Kennslufræði Sjónlista (LVG010G)

Markmið
Að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í námsgreininni myndmennt. Kennsluverkefni miða að nemendum í efri- eða neðri bekkjum grunnskólans.

Inntak / viðfangsefni: Vettvangsnám á misserinu er undirbúið með verkefnavali, verkefnatilraunum og gerð kennsluverkefna. Markmið myndmennarkennslu eru tekin til umfjöllunar ásamt fagnámskrá. Sérstök áhersla er lögð á vinnu með börnum í efra stigi grunnskólans. Lögð er áhersla á að nemendur þekki til helstu kenningasmiða, rannsókna á sviðinu og innihalds og markmiða í aðalnámskrá grunnskóla.  Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara og leiðsagnarkennara á vettvangi auk þess sem þeir taka mið af hæfniviðmiðum myndmenntar í aðalnámskrá grunnskóla sem og skólanámskrá viðtökuskóla. Nemar fá þjálfun í að semja kennsluáætlanir sem miða við ákveðna verkþætti, aldur og þroska barna.

Vettvangsnámið í þessu námskeiði er þannig skipulagt að nemi fær úthlutað grunnskóla þar sem vettvangsnámið mun fara fram. Skólar eru valdir fyrir nema með hliðsjón af viðfangsefni námskeiðsins auk þess sem horft er til námsstigs og námsárs nema.

Vinnulag: Fyrirlestrar og verklegur undirbúningur fyrir vettvangsnám. Umræður. Nemar sitja fyrirlestra um ýmis kennslufræðileg efni valgreinarinnar. Nemendur vinna verkefni sem tengjast vettvangsnámi þeirra.

X

Danska: Tunga, tjáning, menning (DAN112G)

Markmiðið er að nemendur öðlist aukna alhliða samskiptahæfni á dönsku sem tekur til allra færniþátta; hlusta, lesa, tala, skrifa (fimmti færniþátturinn er „að samtala“). Í námskeiðinu verður unnið með danska menningu, hefðir og siði í víðu samhengi. Áhersla verður lögð á markvissa vinnu með þemabundinn orðaforða, auk þess sem nemendur þjálfast í notkun hvers konar hjálpargagna á sviði veforðabóka og leiðréttingaforrita. Efniviður námskeiðsins verður sóttur í alla hugsanlega miðla; dagblöð, tímarit, smásögur, söngtextar, útvarps- og sjónvarpsefni og kvikmyndir.

X

Kennslufræði hönnunar og handverks (LVG206G)

Markmiðið er að undirbúa kennaranema fyrir vettvangsnám í hönnunar- og handverksgreinum með áherslu á kennslufræðilega þætti. Í verkefnavali taka nemendur mið af grunnþáttum menntunar og hæfniviðmiðum faggreinanna í Aðalnámskrá grunnskóla. Í úrvinnslu verkefna er lögð er áhersla á skapandi og fagleg vinnubrögð. Nemendur fá þjálfun í gerð kennsluáætlana, kynnast fjölbreyttum kennsluaðferðum og bera saman ólíkar námsmatsleiðir í faggrein. Nemendur halda leiðarbók og kynna reynslu sína af vettvangi.

X

Kennslufræði hönnunar og handverks (LVG206G)

Markmiðið er að undirbúa kennaranema fyrir vettvangsnám í hönnunar- og handverksgreinum með áherslu á kennslufræðilega þætti. Í verkefnavali taka nemendur mið af grunnþáttum menntunar og hæfniviðmiðum faggreinanna í Aðalnámskrá grunnskóla. Í úrvinnslu verkefna er lögð er áhersla á skapandi og fagleg vinnubrögð. Nemendur fá þjálfun í gerð kennsluáætlana, kynnast fjölbreyttum kennsluaðferðum og bera saman ólíkar námsmatsleiðir í faggrein. Nemendur halda leiðarbók og kynna reynslu sína af vettvangi.

X

Upplýsingatækni og miðlun á vettvangi I (SNU007G)

Viltu kynnast af eigin raun hvernig upplýsinga- og tæknimennt er útfærð og upplýsingatækni er nýtt í grunnskólum á skapandi hátt? Hvar eru spennandi verkefni í gangi í skólum þar sem spjaldtölvur og fartækni koma við sögu? Hvar eru góðar fyrirmyndir um stafræna efnisöflun, miðlun, myndgerð og sköpun? Hvar eru dæmi um áhugaverð samskipti nemenda og samvinnu kennara í rafrænu samstarfi skóla? Hvar er verið að efla upplýsinga- og miðlalæsi, samfélagsþátttöku eða forritunarkunnáttu?
Nemendur á þessu námskeiði verja sem nemur 3 einingum í vettvangsnám og fá jafnframt tækifæri til að fara í styttri vettvangsheimsóknir í skóla eða til kennara hér á landi. Mögulega eiga þeir þess líka kost að kynnast kennurum og kennaranemum erlendis á vettvangi skóla í rafrænu samstarfi kennaramenntastofnana í nokkrum löndum. Þeir halda leiðarbók og deila reynslu sinni með öðrum nemendum. Þeir kynnast fræðilegum og hagnýtum þáttum sem tengjast skipulagi kennslu og gerð kennsluáætlana þar sem tengd er saman tækni og inntak á kennslufræðilegum grunni.
Námskeiðið er á kjörsviði í upplýsingatækni og miðlun og þar fá nemendur að prófa valin verkefni á vettvangi grunnskólans undir handleiðslu kjörsviðskennara og viðtökukennara. Kennaranemar á öðrum kjörsviðum og aðrir hópar eru einnig velkomnir og til greina kemur að nemendur vinni saman þvert á námssvið við mótun verkefna og kennslu þar sem upplýsinga- og tæknimennt er fléttuð saman við aðrar námsgreinar. Ennfremur getur gefist kostur á að skipuleggja vettvangsreynslu með öðrum hætti og tengja hana fjarkennslu, tilraunum um nýjan búnað, rannsóknarvinnu og þróunarstarfi í skólum eða í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki sem tengjast menntamálum með einhverjum hætti.

X

Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)

Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.

Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.

Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.

X

Daglegt mál og tjáning á dönsku (ÍET501G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að kennaranemar öðlist þekkingu og skilning á þeim reglum sem lúta að munnlegri tjáningu og færni í að beita töluðu máli rétt og eðlilega við ýmsar aðstæður.

Kennaranemar verða þjálfaðir í að beita málinu við ýmsar aðstæður. Áhersla er lögð á að þjálfa þá í að taka þátt í umræðum, lesa upp, segja frá og segja sögur. Fjallað verður um ýmsa þætti í töluðu máli, svo sem framburð einstakra hljóða, áherslur, ítónun og sérstaklega þau atriði sem Íslendingar eiga erfitt með að ná. Fjallað verður um muninn milli ritmáls og talmáls. Sérstaklega verður fjallað um nemendamiðaða kennslu og nemendur verða þjálfaðir í að útbúa munnleg verkefni handa nemendum. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu þeirra.

X

Silfursmíði (LVG306G)

Markmið

  1. Nemar hljóti þekkingu og þjálfun í smíði hluta úr góðmálmum sem þeir hanna og teikna sjálfir.
  2. Nemendur þjálfist í að útfæra hugmyndir og hanna í samvinnu við kennara.
  3. Nemar þjálfist í grunnvinnubrögðum silfursmíðarinnar.
  4. Nemendur geti kennt, skipulagt og sett upp aðstæður fyrir kennslu í grunnskóla. 

Inntak / viðfangsefni:
Námskeiðið byggir á hönnun og smíði skart- og nytjahluta úr góðmálmum, sérstaklega silfri. Áhersla er á listrænar útfærslur og formhönnun. Námskeiðið byggir á hönnun og smíði skart- og nytjahluta úr góðmálmum, sérstaklega silfri. Áhersla er á listrænar útfærslur og formhönnun. 

Nemar hanna og smíða einfalda skart- og nytjahluti úr góðmálmum. Á námskeiðinu verður kennd fatningasmíði eða að smíða utan um eðalsteina.  Kennt að móta nokkra hluti úr plasti með mismunandi tækni. Stefnt er að því að þeir nái tökum á grunnverkþáttum silfursmíðinnar svo sem sögun, þjölun, hömrun, kúbun, póleringu, tin- og silfurkveikingum og litun málma. Efnisfræði málma er gerð sérstök skil. 

Dæmi um verkefni gætu verið nælur, hálsmen, hringar, eyrnalokkar, beltissylgjur. nytjahlutir svo sem skeið eða skál úr silfri, formaður hringur með fatningu, uppslegið armband og skúlptúr. 

Vinnulag: Verkleg þjálfun og fyrirlestrar. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is