Skip to main content

Pælt í PISA - Greining á stöðu læsis á náttúruvísindi 

Pælt í PISA - Greining á stöðu læsis á náttúruvísindi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
5. mars 2024 15:00 til 16:30
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Pælt í PISA - Greining á stöðu læsis á náttúruvísindi er heiti fjórða fundar af sjö þar sem markmiðið er að kafa dýpra í niðurstöður PISA-rannsóknarinnar 2022. Fundurinn fer fram 5. mars kl. 15-16:30 í Stakkahlíð. Hægt er að fylgjast með fundinum á Zoom.

Á þessum þriðja fundi verður staða læsis á náttúruvísindi greind. 

Guðmundur Bjarki Þorgrímsson, sérfræðingur við Menntamálastofnun, gefur yfirlit yfir niðurstöður PISA 2022 á stöðu læsis á náttúruvísindi og Haukur Arason, dósent og Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands rýna dýpra í niðurstöður. Umræður verða í kjölfarið. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna: Freyja Birgisdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun.

Alls verða haldnir sjö fundir á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Mennta- og barnamálaráðuneytis, Menntamálastofnun, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.

Verið öll velkomin meðan húsrúm leyfir. 

--

PÆLT Í PISA - Dagskrá framundan:

Þriðjudagur 12. mars 2024 - Rýnt í svör skólastjórnenda

Fimmtudagurinn 21. mars 2024 - Samstarf heimila og skóla

Fimmtudaginn 4. apríl - Menntakerfið og ójöfnuður

--

Um PISA

Menntamálastofnun sá um framkvæmd PISA-rannsóknarinnar sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk vorið 2022. Samstarf hefur verið milli Menntavísindasviðs og Menntamálastofnunar um greiningu gagnanna og túlkun niðurstaðanna.

PISA-rannsóknin er lögð fyrir í 72 löndum um heim allan. Könnuð er frammistaða nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrulæsi. Könnunin er framkvæmd á þriggja ára fresti (frestaðist um eitt ár vegna Covid) og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms.