Skip to main content

Hvernig getur Ísland tryggt hagsmuni sína og haft áhrif í alþjóðasamfélaginu

Hvernig getur Ísland tryggt hagsmuni sína og haft áhrif í alþjóðasamfélaginu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. febrúar 2024 12:30 til 13:30
Hvar 

Oddi

Oddi 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vaknaðu mín Þyrnirós! Hvernig getur Ísland tryggt hagsmuni sína og haft áhrif í alþjóðasamfélaginu

Í tilefni þess að Baldur Þórhallsson hlaut nýverið viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir framlag sitt til rannsókna efna Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands og Félag stjórnmálafræðinga til hádegisfundar þar sem Baldur fjallar um þær áskoranir sem smáríki standa frammi fyrir í dag. Hernaðarlegu og efnahagslegu öryggi smáríkja er víða ógnað og þau eru undir þrýstingi að skipa sér í lið með valdamiklum ríkjum. Á sama tíma ríkir mikil óvissa um stjórnarstefnu Bandaríkjanna, eins helsta bandalagsríkis Íslands.

Í erindinu mun Baldur Þórhallsson leitast við að svara því hvernig Ísland geti best tryggt hagsmuni sína við þessar aðstæður og hvaða aðferðum smáríki geta beitt til að hafa áhrif í samfélagi þjóðanna.

Fundarstjóri: Svanhildur Þorvaldsdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ og formaður Félags stjórnmálafræðinga.

Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum.

Í tilefni þess að Baldur Þórhallsson hlaut nýverið viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir framlag sitt til rannsókna efna Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands og Félag stjórnmálafræðinga til hádegisfundar þar sem Baldur fjallar um þær áskoranir sem smáríki standa frammi fyrir í dag.

Hvernig getur Ísland tryggt hagsmuni sína og haft áhrif í alþjóðasamfélaginu