Annars hugar: Jakub Stachowiak
Edda
Fyrirlestrasalur
Jakub Stachowiak, skáld, rithöfundur og bókavörður flytur opinn fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Annars hugar í fyrirlestrasal Eddu föstudaginn 9. febrúar kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.
Fyrirlestraröðin Annars hugar er haldin á vegum námsgreinarinnar Íslensku sem annars máls í samstarfi við Árnastofnun og Málvísindastofnun HÍ. Á þessu vormisseri verða fyrirlesararnir rithöfundar og skáld sem skrifa á íslensku sem öðru máli. Þau segja frá sér og lesa upp úr verkum sínum. Léttar veitingar og spjall á eftir. Annars hugar er fyrirlestraröð fyrir öll sem tala íslensku, töluðu íslensku eða vilja tala íslensku.
Jakub Stachowiak hefur gefið út ljóðabækur Næturborgir og úti bíður skáldleg veröld og ljóðakverið flæði 3. Í fyrra kom út hans fyrsta prósaverk, Stjörnufallseyjur. Ljóð, smásögur og örsögur eftir hann hafa verið birt á prenti í ýmsum tímaritum m.a. TMM og safnritum m.a. ljóðabókinni Pólífóníu í erlendum uppruna og safnritum ritlistarnema.
Vordagskrá:
- Jakub Stachowiak 9. febrúar kl. 16–17.
- Helen Cova 26. mars kl. 16–17.
- Dr. Angela Rawlings 24. apríl kl. 16–17.
Jakub Stachowiak, skáld, rithöfundur og bókavörður.