Rannsóknamiðstöð stefnu og samkeppnishæfni (Center for Strategy and Competitiveness - CSC) er vísindaleg rannsóknastofa og fræðasamfélag á sviði stefnu og samkeppnishæfni sem starfar innan Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands (University of Iceland School of Business). Rannsóknamiðstöðin er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og samkeppnishæfni í víðum skilningi. Forsvarsmaður Runólfur Smári Steinþórsson prófessor Show Hlutverk Efla rannsóknir á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og samkeppnishæfni í sterkum tengslum við atvinnulífið og samfélagið og kynna þær,Vera bakland kennslu í stefnumiðaðri stjórnun og samkeppnishæfni og vera umgjörð fyrir þjálfun meistara- og doktorsnema í rannsóknum á sviðinu,Byggja upp tengsl og efla samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði stefnu og samkeppnishæfni,Gangast fyrir atburðum, s.s. málstofum og ráðstefnum, sem varða stefnu og samkeppnishæfni.Vera rammi utan um samfélag þeirra sem vilja taka höndum saman um rannsóknir, fræðastarf og þjónustuverkefni á sviði stefnu og samkeppnishæfni. Show Ráðgjafarráð Ráðgjafarráð rannsóknarmiðstöðvarinnar skipa: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor (formaður) Gylfi Magnússon, prófessor Hannes Ottósson, lektor Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavía Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor Háskólanum á Hólum Show Rannsóknir á klasastarfi Innan Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hafa farið fram rannsóknir á klasastarfi allt frá því kennsla hófst í námskeiðinu Samkeppnishæfni við Viðskiptafræðideild árið 2007 á grundvelli alþjóðlegs samstarfs undir forystu Stofnunar Michaels E. Porters við Harvard Business School. Síðan þá hafa nemendur unnið stór verkefni á hverju ári og sumir þeirra hafa skrifað meistararitgerðir um efnið. Dæmi um rannsóknir á klasastarfi af þessu tagi má sjá í grein í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál árið 2017 eftir Freyju Gunnlaugsdóttur og Runólf Smára Steinþórsson: Einkenni og áskoranir tónlistarklasa á Íslandi (https://efnahagsmal.is/index.php/efnahagsmal/article/view/a.2017.14.2.2). Dæmi um aðrar klasarannsóknir er grein í Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism árið 2018 eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og Runólf Smára Steinþórsson: Development of micro-clusters in tourism: a case of equestrian tourism in northwest Iceland (DOI: https://doi.org/10.1080/15022250.2018.1497286). Varðandi klasarannsóknir á Íslandi þá var Rannsóknarmiðstöð um stefnu og samkeppnishæfni um skeið í miklu samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Klasasetur Íslands. Dæmi um ritverk frá þeim tíma er bókin Klasar – bók um klasa: Safn greina eftir Runólf Smára Steinþórsson prófessor við Háskóla Íslands, sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands gaf út. Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni er einnig í beinu samstarfi við helstu klasa á Íslandi og skoða þátt þeirra og hlutverk í vistkerfi nýsköpunar á Íslandi. Nýjasta rannsóknin sem unnið er að er alþjóðavæðing íslenska sjávarklasans. Rannsakendur í þeirri rannsókn eru Mads Bruun Ingstrup, lektor, University of Southern Denmark, Torben Damgaard, lektor, University of Southern Denmark og Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Show INNFORM á Íslandi INNFORM stendur fyrir Innovative Forms of Organizing. Um er að ræða alþjóðlega rannsókn á þróun í skipulagi fyrirtækja, stefnu þeirra og starfsáherslum sem unnin var frá University of Warwick undir forystu dr. Andrew Pettigrew, sem nú starfar sem prófessor við Said viðskiptaháskólann, sem er innan Háskólans í Oxford. Andrew Pettigrew gaf leyfi fyrir því að rannsóknarsniðið og INNFORM spurningakönnunin yrði notuð hér á landi. Niðurstöður Innform rannsóknarinnar á Íslandi hafa verið kynntar í tveimur greinum, auk umfjöllunar á Þjóðarspegli. Fyrri greinin birtist í Tímariti stjórnmála og stjórnsýslu haustið 2012: Skipulag íslenskra fyrirtækja 2004 – 2007, eftir Einar Svansson og Runólfur Smári Steinþórsson (Organizational structure in Icelandic companies 2004-2007 | Icelandic Review of Politics & Administration (irpa.is)). Seinni greinin birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál vorið 2018: Skipulag fyrirtækja á Íslandi fyrir og eftir hrun, eftir Runólf Smára Steinþórsson, Önnu Marín Þórarinsdóttur og Einar Svansson (DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.1.5). Umsjónarmenn Innform rannsóknarinnar á Íslandi eru Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Einar Svansson, lektor, við Háskólann á Bifröst. Show Stefna í raun og veru "Stefna í raun og veru" stendur fyrir ákveðinn samnefnara og tiltekna áherslu í rannsóknum á stjórnun og stefnumótun ("Strategy as Practice") sem hefur rutt sér til rúms í stefnumótunarfræðunum. Þessi áhersla hefur átt miklu fylgi að fagna í Evrópu og á Norðurlöndunum. Rannsóknarverkefnið "stefna í raun og veru" miðar að því að gera fjölbreyttar raunrannsóknir á stjórnunarháttum, skipulagi og stefnumiðaðri stjórnun fyrirtækja og stofnana hér á Íslandi. Jafnframt er ætlunin að vinna úr raunrannsóknunum framlag til fræðanna um stefnumiðaða stjórnun. Með rannsóknarverkefninu er einnig ætlunin að taka virkan þátt í því alþjóðlega fræðasamfélagi sem er til staðar á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar. Sem dæmi um rannsókn og ritverk sem tengist þessari áherslu í rannsóknum má benda á greinina: Stefnu í reynd í litlu íslensku hátæknifyrirtæki, eftir Runólf Smára Steinþórsson og Söndru Margréti Sigurjónsdóttur (DOI: https://doi.org/10.24122/tve.a.2015.12.1.4). Umsjón með rannsóknarverkefninu „Stefna í raun og veru“ hefur Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor facebooklinkedintwitter