Við hvetjum þig eindregið til að fylgjast vel með framvindu umsóknar.
Þú getur séð stöðu umsóknar undir flipanum „Yfirlit umsókna“ á umsóknarsíðu þinni. Þú ferð inn á síðuna með því að skrá þig inn með rafrænni auðkenningu, island.is eða með netfanginu þínu og lykilorði sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í samskiptagátt Háskóla Íslands.
Ef innskráning tekst ekki er hægt að senda tölvupóst á umsokn@hi.is. eða haskolatorg@hi.is og óska eftir aðstoð.
Fylgjast með stöðu umsóknar í samskiptagáttinni.
Samþykki umsóknar
Ef umsókn um nám er samþykkt þarf að greiða skrásetningargjald HÍ fyrir komandi skólaár í gegnum samskiptagáttina. Í samskiptagáttinni er nú hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti í einu lagi eða með kortaláni.
Skrásetning til náms við Háskóla Íslands tekur gildi við greiðslu skrásetningargjaldsins. Ef greiðsla berst ekki er litið svo á að þú hafnir skólavist.
Skrásetningargjaldið er ekki endurkræft.
Notendanafn og lykilorð
Nemendur við Háskóla Íslands þurfa að hafa notandanafn og lykilorð að Uglu, innra vefkerfi HÍ. Notandanafn er jafnframt tölvupóstfang nemenda í skólanum (notandanafn@hi.is).
Um leið og þú hefur greitt skrásetningargjaldið getur þú sótt notandanafn og lykilorð. Það gerirðu með því að skrá þig inn með rafrænni auðkenningu, island.is eða nota netfangið þitt og lykilorðið sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í samskiptagátt HÍ. Undir flipanum „Yfirlit umsókna“ er hægt úthluta sér notandanafni og lykilorði.
Ugla hefur vefslóðina ugla.hi.is.
ATHUGIÐ: Ekki er hægt að úthluta notandanafni og lykilorði að Uglu fyrr en skrásetningargjald hefur verið greitt.