Hér er farið yfir megin markmið og hlutverk starfseininga Upplýsingatæknisviðs ásamt stjórnskipulagi. Allar starfseiningar vinna eftir starfsáætlun Upplýsingatæknisviðs sem er uppfærð á hverju ári. Yfirstjórn UTs Yfirstjórn UTs samanstendur af deildarstjórum allra deilda ásamt sviðsstjóra. Hugbúnaðarþróunardeild Megin markmið og hlutverk Markmið hugbúnaðardeildar er að þróa og viðhalda hugbúnaðarlausnum sem styðja vel við starfsemi opinberu háskólanna og til að ná þeim markmiðum sem stefna HÍ skilgreinir hverju sinni. Aðal hlutverk hugbúnaðardeildar er að þróa og viðhalda Uglu sem er megin upplýsingakerfi háskóla. Uglan nær í dag til nemendaskráarvinnslu, gerð kennsluskráar, utanumhald um námskeið, móttaka og úrvinnsla námsumsókna, prófahalds, útgáfu vottorða vegna náms, gerð kennslukannana, almennrar upplýsingamiðlunar sem innri vefur, utanumhald vegna starfsmannahalds sem og uppgjör á kennslu og rannsóknarstarfi. Upptalning þessi er fjarri því að vera tæmandi en til viðbótar má nefna Ugla er með fjölmargar tengingar við önnur kerfi, t.d. kennslukerfi (Canvas) , stundartöflukerfi (TermTime), prófakerfi (Inspera), greiðslukerfi banka og lánakerfi Menntasjóðs. Þá hefur verið smíðað gagnagrunnur (Vöruhús gagna, kallað Mímir) vegna tölfræði og greiningar fyrirspurna. Þá sér hugbúnaðardeild um þróun og viðhald á heimasíðu HÍ, íslensk og ensk útgáfa, ásamt því að þróa og viðhalda heimasíður fyrir stofnanir HÍ. Nám og kennsluhópur Hlutverk hópsins er að annast þróun og viðhald á Uglu kerfum sem tengjast nám og kennslu. Helstu kerfi eru þar Stúdentsýsl, Kennsluskrá, Umsóknarkerfi, Forsalur umsókna, prófahald, námsvottorð, kennslukannanir Mannauðshópur Hlutverk hópsins er að þróun og viðhald mannauðslausna Uglu sem eru Kvika og Kolur. Þá sér hópurinn einnig um einnig um notendaumsjónarkerfi og verkbókhald Vefhópur Markmið hópsins er að annast þróun og viðhald vefja HÍ. Það nær til aðalvef hi.is, enskur vefur english.hi.is, stofnanavefir og Wordpress vefir. Grunnkerfishópur Markmið hópsins er að þróa ýmis grunnkerfi Uglu, t.d. aðgangs- og öryggisstýringarkerfi, gagnagrunnslag og vefþjónustulag. Einnig sér hópurinn um þróun Vöruhús gagna. Rekstrardeild Megin markmið og hlutverk Megin markmið rekstrardeildar er að veita starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands ásamt tengdum samstarfsaðilum framúrskarandi þjónustu ásamt því að veita þeim ráðgjöf og aðstoð þegar kemur að málum tengdum upplýsingartækni. Hlutverk Rekstrardeildar UTS er að aðstoða starfsmenn og nemendur með mál tengd upplýsingatækniþjónustum sem notaðar eru í starfi og námi við Háskóla Íslands. Rekstrardeildin sér um rekstur á miðlægum þjónustum á borð við þjónustuborð UTS, Menntaský/O365, Uglu, nettengingum, leigu á útstöðvum, uppsetning á tækjabúnaði, tölvuverum, HPC ofurtölvuumhverfi, gagnageymslum og vefumsjónarkerfi fyrir WordPress. Rekstrardeildin sér um rekstur á grunnkerfum á borð við vélarsali, sýndarumhverfi fyrir netþjóna, netkerfi og afritunarkerfi. Að auki sér rekstrardeildin um rekstur á Menntaskýinu sem er Microsoft 365 umhverfi sem notað er af yfir 30 menntastofnunum í landinu. Innkaup á tækjabúnaði fer fram í gegnum innkaupastjóra en uppsetning og afhending á búnaði er í höndum notendaþjónustu. Viðskiptavinir Rekstrardeildar eru því allir starfsmenn og nemendur opinberu háskólanna ásamt tengiliðum annarra skóla sem tengjast Menntaskýi. Sömu aðilar eru jafnframt oft samstarfsaðilar ásamt birgjum og þjónustuaðilum sem við verslum við. Kerfisstjórahópur Hlutverk hópsins er að sinna stjórnun upplýsingakerfa sem eru í rekstri hjá HÍ og utan hjá hýsingaraðilum Nethópur Hlutverk hópsins að sinna netmálum, þ.e. rekstri og viðhaldi HÍ neta og ytri tengingum. Notendaþjónustuhópur Hlutverk hópsins er að veita almenna tölvuþjónustu með fjar- og staðarþjónustu. Notendaþjónustuhópur er framlína UTS og sinnir þeim tæknivandamálum sem koma upp hjá starfsfólki og nemendum. Hópurinn skiptist í þrjár einingar Vettvangsþjónustu sem sinnir starfsfólki stjórnsýslu og fræðasviða eftir þjónustusamningum. Tölvuþjónustu sem sinnir staðbundinni tölvuþjónustu á þjónustuborði UTS á Háskólatorgi þar sem tekið er á móti nemendum og starfsfólki sem þurfa tækniaðstoð. Kennslustofuhópur sem sinnir tölvubúnaði í kennslustofum, tölvuverum og fundarrýmum. Hópurinn vinnur í náinni samvinnu við aðra hópa UTS og við tengiliði innan háskólasamfélagsins til að veita hraða og góða þjónustu. Verkefnastofa Megin markmið og hlutverk Verkefnastofa er þjónustu- og ráðgjafardeild innan UTS og styður starf annara deilda með því að styrkja öguð vinnubrögð í vali, innleiðingu og rekstri upplýsingatæknilausna við Háskóla Íslands. Hlutverk Verkefnastofu er eftirfarandi: Að skrásetja og bæta ferli og aðferðir við smíði og rekstur upplýsingatæknilausna og taka virkan þátt í gæðastýringu. Að veita ráðgjöf í verkefnastýringu. Að finna og kynna tæki og tól til skilvirkari smíði og reksturs upplýsingatæknilausna. Eftirfylgni með verk- og tímaskráningum Að veita ráðgjöf við þarfagreiningu, innleiðingu og umbætur upplýsingatæknilausna innan sviðs og utan. Að stuðla að betri yfirsýn yfir stöðu verka og verkefna á hverjum tíma og miðla upplýsingum um stöðu verka og verkefna til þjónustuþega. Upplýsingatæknisvið Starfsfólk Upplýsingatæknisviðs facebooklinkedintwitter