Show Stjórn æðatóns og samdráttarkrafts æðaveggs í slagæðum Leiðbeinandi: Þór Eysteinsson (thoreys@hi.is) prófessor hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands Um verkefnið: Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem hefur bakgrunn í heilbrigðis- og lífvísindum, til að vinna að 90 ECTS meistaraverkefni, til að rannsaka stjórn æðatóns og samdráttarkrafts æðaveggs í slagæðum (slagæðum í sjónhimnu svína og mesenteric slagæðum úr músum). Notaðir eru æðabútar úr þessum æðum sem settir eru í “small wire myography” vefjabað til að mæla samdráttarkraft með tognema, en að auki eru teknar augnbotnamyndir og fljúrljómandi æðamyndataka frá svæfðum nagdýrum. Að auki eru notaðar sameindalíffræðilegar aðferðir til að staðsetja prótein í æðunum sem koma við sögu, og til að mæla styrk tjáningar þeirra. Nemandinn þarf að hafa grunn þekkingu á frumulífeðlisfræði og starfsemi sléttra vöðva. Umsjón með verkefninu hafa Þór Eysteinsson og Andrea García-Llorca á Lífeðlisfræðistofnun HÍ. Show Hlutverk microphthalmia-associated transcription factor (Mitf) gensins í sjúkdómum með nýæðamyndun í æðu augans Leiðbeinandi: Þór Eysteinsson (thoreys@hi.is) prófessor hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands Um verkefnið: Nýæðamyndun í æðu augans (CNV) er ein af megin orsökum sjóntaps meðal eldra fólks og á sér stað í mörgum sjúkdómum í miðgróf augans, s.s aldurstengd hrörnun í augnbotnum (AMD). Microphthalmia-associated transcription factor (Mitf) gegnir lykilhlutverki í þroskun og starfsemi frumna í litþekju augans, og gæti því hugsanlega verið mikilvægur þáttur í myndun CNV. Í verkefninu verður aflað frekari þekkingar á þeim þáttum sem verka á myndun og stýringu CNV gegnum Mitf genið og þá um leið meðferðarúrræði við CNV. Músamódel af CNV, sem komið er af stað með laser meðferð, verður notað til að meta framgang sjúkdómsins. CNV verður komið af stað í báðum augum með laserskotum (photocoagulation) í músum af villigerð og með stökkbreytingar í Mitf geni. Show Áhrif Rhox umritunarþátta á sérhæfingu frumkímfruma músa Leiðbeinandi: Erna Magnúsdóttir, erna@hi.is dósent við Læknadeild Fjölskylda Rhox umritunarþátta í músum samanstendur af 33 homeoboxþáttum og genin sem skrá fyrir þeim eru staðsett á stakri genaþyrpingu á X litningi. Öfugt við hina skyldu en varðveittu Hox genafjölskyldu, eru Rhoxþættirnir í hraðri þróun. Mjög lítið er viðað um virkni þessara þátta, hvaða genum þeir stjórna og hvaða próteinum þeir bindast, en þeir hafa líklega þróast til að bæla stökkla við endurforritun á umframerfðum kímlínunnar. Það eru ýmsir kostir í boði fyrir MS verkefni sem byggir á rannóknum Rhoxþáttanna. T.d. að skoða þætti sem víxlverka við Rhox þættina eða stjórnun á genatjáningu í stofnfrumum og frumkímfrumum með notkun fjölhæfra stofnfruma úr fósturvísum músa. Neminn myndi t.d. læra að gera western blot, mótefnalitun og confocal smásjárskoðun og rauntíma PCR auk ræktunar á músastofnfrumum. Við myndum þróa verkefnið eftir áhugasviði nemandans. Show Umritunarstjórnun og umframerfðir í eitilfrumukrabbameinum Leiðbeinandi: Erna Magnúsdóttir, erna@hi.is dósent við Læknadeild Waldenströmsjúkdómur er sjaldgæf tegund af ólæknandi eitilfrumukrabbameini sem einkennist af íferð einstofna B-eitilfruma í beinmerg og hárri seytingu af IgM. Sjúkdómurinn er áhugaverður út frá tilurð mergæxla og eitilfrumukrabbameina og hefur ákveðin einkenni beggja en er þó með vægari meingerð. Við höfum áhuga á því hvernig umritunarþættir koma að tilurð sjúkdómsins og framvindu, en mjög lítið er vitað um umframerfðir og umritunarstjórn sjúkdómsins og hvernig sú stjórn líkist eða er ólík því sem gerist í mergæxlum og eitilfrumumeinum. Það eru verkefni í boði sem tengjast rannsóknarspurningum um genastjórnun eitilfrumukrabbameina, hvernig þeim er haldið við og hvernig umframerfðir geta stuðlað að lyfjaónæmi, allt eftir áhugasviði hvers nemanda. Neminn myndi t.d. læra að gera western blot, mótefnalitun og confocal smásjárskoðun, frumuræktun, rauntíma-PCR auk annarra sértækra aðferða sem tengjast umritunarstjórnun. Við myndum þróa verkefnið eftir áhugasviði nemandans. Show Effects of statins on mitochondrial biogenesis and mitophagy Leiðbeinandi: Francois Singh, francois@hi.is lektor við Læknadeild Statins are amongst the most prescribed medications globally and are unquestionably the most effective drugs for the prevention and treatment of CVD associated with dyslipidemia, but their use is increasingly associated with a wide spectrum of skeletal muscle and metabolic dysfunction. In addition to inhibition of HMG-CoA reductase, statins inhibit mitochondrial respiratory chain complexes I and III and promote cytotoxic levels of damaging reactive oxygen species (ROS) in glycolytic skeletal muscles. However, low dose statin prophylaxis is associated with beneficial effects of ROS-dependent pathways and mitochondrial hormesis in oxidative skeletal muscles. Muscle phenotype and mitochondrial content appears to underpin statin tolerance. The role of statins on mitophagy, is however still poorly understood. Our aim is first to define the mechanistic basis of how statins alter mitochondrial homeostasis by altering the balance between mitophagy and mitochondrial biogenesis in mammalian systems. Subsequently, we intend to enhance statin tolerance in cells by modulating mitochondrial homeostasis pharmacologically and genetically. Show Áhrif hormónabúskaps á virkni æðaþels Sameindalíffræðingur-Frumulíffræðingur-Lífefnafræðingur Leiðbeinandi: Óttar Rolfsson (ottarr@hi.is) prófessor við Læknadeild Æðaþelið er örþunnt lag af frumum á innanverðum æðum sem tekur þátt í að miðla bólgusvari líkamans. Skert starfsemi æðaþels er eitt af því sem einkennir bráðasjúkdóma t.d. alvarlega áverka og bakteríu/veirusjúkdóma. Á sama tíma einkennast þessir sjúklingar af breyttum hormónabúskap. Hver eru áhrif hormóna á starfsemi æðaþelsins og hvaða lífefnafræðilegu ferlar og erfðaþættir eru ráðandi í svari æðaþelsins við hormónaáreiti ? Til að svara þessum spurningum er í boði krefjandi meistaraverkefni þar sem ætlunin er að nota samblöndu af frumuræktunartilraunum, sameindaerfðafræði og lífefnafræði til að ákvarða hvernig annarsvegar starfsemi og hinsvegar efnaskipti æðaþels bregðast við hormónaáreiti. Meistaraneminn mun öðlast hæfni í frumurækt, qPCR, siRNA niðurslætti, mótefnalitun og vinnu með flúorsmásjá, LCMS-efnagreiningartækni og gagnaúrvinnslu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni og byggja þér öflugan grunn í lífvísindarannsóknum skalt þú hafa samband við Óttar Rolfsson (ottarr@hi.is). Show Þróun nýrra aðferða við greiningu efnaskiptasjúkdóma Leiðbeinandi: Óttar Rolfsson (ottarr@hi.is) prófessor við Læknadeild Við leitum að metnaðarfullum MS nema í spennandi verkefni sem snýr að kortleggingu næringarefna og smásameinda í efnaskiptum nýbura með massagreiningu. Massagreining er efnagreiningaraðferð sem nýtist við greiningar á fjölbreyttum sameindum. Nemandinn mun taka þátt í aðferðafræðiþróun við greiningu á amínósýrum, fitusýrum og sykrum og fleiri næringarefnum með vökvaskilju tengdri háhraða massagreini (liquid chromatography-mass spectrometry). Þróaðar aðferðir verða sannreyndar með mælingum á blóði úr nýburum og plasma úr sjúklingum með fágæta efnaskiptasjúkdóma og bornar saman við núverandi mæliaðferðir. Þetta verkefni leggur grunninn að skimun á breyttum efnaskiptum í mannfólki og er liður í að uppfæra og bæta getu rannsakenda við HÍ til að stunda klínískar efnaskipta rannsóknir. MS neminn mun öðlast hagnýta reynslu sem nýtist bæði til frekara framhaldsnáms og á vinnumarkaði m.a. almenna rannsóknarstofuvinnu við aðferðaþróun, massagreiningu og gagnaúrvinnslu. Ef þú hefur hug á að taka þátt í þessu verkefni og byggja öflugan grunn í lífefnagreiningu máttu hafa samband við Ingva Karl Jónsson (ikj5(hjá)hi.is) og/eða Óttar Rolfsson ottarr(hjá)hi.is. Show The role of the lncRNA FGD5-AS1 in osteosarcoma Leiðbeinandi: Linda Viðarsdottir (linda@hi.is) aðjunkt við Læknadeild Osteosarcoma is an aggressive malignancy that predominantly affects children and young adults. Unfortunately, in the past three decades there have been no major breakthroughs in the treatment of osteosarcoma and the survival rate has reached a plateau. Therefore, there is an urgent need to further our understanding of the biology of osteosarcoma. In our group we aim to elucidate the function of noncoding RNAs. Recently we have observed that the expression of the long noncoding RNA FGD5-AS1 is correlated to survival in osteosarcoma patients. Upon FGD5-AS1 depletion we see an dramatic effect on the intracellular pathways; autophagy and endocytosis. Furthermore, we have shown that low FGD5-AS1 levels correlate with chemotherapeutic resistance in osteosarcoma cell line. The project aims to understand how FGD5-AS1 is regulating these pathways and how it contributes to chemoresistance in osteosarcoma cell lines. We are seeking a enthusiastic student eager to acquire a range of laboratory techniques to join our group. Þú gætir einnig haft áhuga á þessu efni sem opnast í nýjum glugga sé smellt á hlekkina Framhaldsnám í líf- og læknavísindum Sækja um nám Heilbrigðisvísindastofnun HÍ facebooklinkedintwitter