Það er mögulegt að fá styrki til sumarnáms í gegnum Erasmus+ og Nordplus- áætlanirnar og Aurora samstarfið. Að auki geta nemendur HÍ sótt um styrki til sumarrannsókna við Caltech háskóla og fengið afslátt af skólagjöldum til sumarnáms við Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Úthlutun styrkja Eftirfarandi reglur gilda um úthlutun styrkja til nemenda vegna námsdvalar erlendis: Nemendur við Háskóla Íslands eiga þess kost að sækja um styrki fyrir námsdvöl erlendis úr ýmsum sjóðum. Hver dvöl má ekki vera styrkt af fleiri en einum styrktarsjóði. Nemandi getur fengið styrk oftar en einu sinni á meðan á háskólanámi stendur, t.d. fyrir skiptinámi, starfsþjálfun og/eða stökum námskeiðum. Heildarfjöldi styrktra mánaða í Erasmus+/Aurora getur þó ekki farið umfram 12 mánuði á hverju námsstigi. Nemendur geta sótt um styrk fyrir styttri námsdvöl erlendis í 5-30 daga. Nemandi á grunn- eða meistarastigi getur fengið að hámarki einn styrk á hverju skólaári vegna námskeiðsdvalar. Doktorsnemi getur fengið að hámarki einn styrk á hverju misseri til styttri dvalar og að hámarki 5 styrki á námstímanum. Nemandi sem tekur þátt í blandaðri námsdvöl, þar sem hluti fer fram sem fjarnám á netinu, getur einungis fengið styrk vegna þess hluta sem fer fram á staðnum hjá gestastofnun erlendis. Þurfi að velja á milli nemenda sem sótt hafa um styrk eða í sama skóla gilda reglur Alþjóðasviðs um forgangsröðun umsókna. Erasmus+ Nemendur geta sótt um Erasmus+ styrk fyrir stöku námskeiði eða sumarnámi (5-30 dagar) við samstarfsskóla Háskóla Íslands í Evrópu. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári: 15. apríl - fyrir námsdvöl í júní-desember 15. nóvember - fyrir námsdvöl í janúar-maí Hægt er að sækja um eftir umsóknarfrest en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á shortmobility@hi.is og láta vita þegar umsókn hefur verið send inn. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki í forgangi fyrir styrk. Styrkupphæðir skólaárið 2022-2023 Dvalarstyrkur er 70€ á dag fyrstu 14 dagana, síðan 50€ á dag ef dvölin varir lengur Ferðastyrkur er á bilinu 275-1500€, eftir áfangastað Viðbótarstyrkir Nánari upplýsingar um styrkupphæðir Styrkupphæðir frá og með skólaárinu 2023-2024 Dvalarstyrkur er 79€ á dag fyrstu 14 dagana, síðan 56€ á dag ef dvölin varir lengur Ferðastyrkur er á bilinu 275-1500€, eftir áfangastað Viðbótarstyrkir Nánari upplýsingar um styrkupphæðir Aurora Nemendur geta sótt um Aurora styrk til þátttöku í sumarnámskeiði sem haldið er við Aurora samstarfsskóla HÍ. Styrkveiting er háð því að styrkir séu í boði hverju sinni og styrkumsókn nemanda er samþykkt af Alþjóðasviði. Alþjóðasvið auglýsir reglulega sumarnám og styrki sem í boði eru. Nordplus Nemendur geta sótt um Nordplus styrk fyrir stöku námskeiði eða sumarnámi (5 virka daga-60 dagar) við samstarfsskóla HÍ innan Nordlys samstarfsnetsins. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári: 15. apríl - fyrir námsdvöl í júní-desember 15. nóvember - fyrir námsdvöl í janúar-maí Hægt er að sækja um eftir umsóknarfrest en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á outgoing.europe@hi.is og láta vita þegar umsókn hefur verið send inn. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki í forgangi fyrir styrk. Styrkupphæðir skólaárið 2022-2023 Dvalarstyrkur er 70€ á viku, hámarki 200€ á mánuði en fer það eftir lengd dvalar Ferðastyrkur er 660€ Nemendur eiga kost á að sækja um viðbótarstyrk vegna fötlunar til að mæta viðbótarkostnaði. Sótt er um viðbótarstyrk til EDUFI (Finnish National Agency for Education). Styrkupphæðir skólaárið 2023-2024 Dvalarstyrkur er frá 70€ - 250€ á mánuði en fer það eftir lengd dvalar Ferðastyrkur er 660€ Nemendur eiga kost á að sækja um viðbótarstyrk vegna fötlunar til að mæta viðbótarkostnaði. Sótt er um viðbótarstyrk til EDUFI (Finnish National Agency for Education). facebooklinkedintwitter