Skip to main content

Bókarkynning og kvikmyndasýning á þjóðhátíðardegi Litháa

Bókarkynning og kvikmyndasýning á þjóðhátíðardegi Litháa - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. mars 2023 15:00 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þann 11. mars 1990 endurheimti Litháen sjálfstæði sitt frá Sovétríkjunum og því eru 33 ár liðin frá þessum tímamótum í ár. Af því tilefni stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir fyrir bókarkynningu og kvikmyndasýningu í Auðarsal í Veröld sem hefst kl. 15.

Fyrst fer fram kynning á bókinni Litháarnir við Laptevhaf eftir Daliu Grinkevičiūtė sem kom út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir skemmstu. Geir Sigurðsson og Vilma Kinderyte þýddu bókina úr litháísku og ritstjóri hennar er Rebekka Þráinsdóttir.

Vilma, Geir og Rebekka segja stuttlega frá verkinu og lesa valda kafla. Bókin verður til sölu á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar.

Í kjölfarið verður sýnd litháíska myndin Ashes in the Snow frá árinu 2018 sem gerð er eftir skáldsögunni Between Shades of Gray eftir bandarísk-litháíska höfundinn Rutu Sepetys. Sú skáldsaga er jafnframt innblásin af minningunum sem Dalia greinir frá í Litháunum við Laptevhaf.

Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur, stýrir viðburðinum.

Geir Sigurðsson og Vilma Kinderyte munu segja frá bókinni Litháarnir við Laptevhaf .

Bókarkynning og kvikmyndasýning á þjóðhátíðardegi Litháa