Skip to main content

Stutt starfsþjálfun og rannsóknarvinna

Nemendur eiga kost á að sækja um styrki fyrir stuttri starfsþjálfunardvöl (5-30 dagar) í gegnum Erasmus+ áætlunina. Með því að bjóða upp á möguleika á stuttri starfsþjálfunardvöl geta fleiri nemendur nýtt sér að taka hluta af náminu erlendis. Einnig er hægt að nýta þessar dvalir til rannsóknarvinnu.  
Erasmus+ styttri námsdvalir á grunn- og meistarastigi þurfa að vera blandaðar dvalir, þar sem hluti starfsþjálfunar fer fram á staðnum og hluti hennar á rafrænu formi. Doktorsnemar geta farið í stutta námsdvöl án þess að taka hluta rafrænt. Námsdvölin við gestastofnun getur ekki verið styttri en fimm dagar og ekki lengri en 30 dagar.

Umsóknarfrestur um Erasmus+ styrki fyrir starfsþjálfun er 1. apríl. 

Hægt er að sækja um eftir umsóknarfrest en í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að senda tölvupóst á traineeships@hi.is og láta vita þegar umsókn hefur verið send inn. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru ekki í forgangi fyrir styrk.

Styrkupphæðir

Skilyrði

  • Nemandi þarf að vera skráður við Háskóla Íslands og hafa greitt skráningargjöld HÍ. Skiptinemar eða aðrir gestanemar við Háskóla Íslands geta ekki sótt um.
  • Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. 60 ECTS í sínu fagi við Háskóla Íslands áður en námsdvöl hefst. Nemendur á öllum námsstigum þurfa að vera virkir í námi við HÍ til að sækja um styrk fyrir styttri starfsþjálfun.
  • Deild þarf að veita samþykki fyrir námsdvöl erlendis. 

SÆKJA UM