Skip to main content

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Christian Michael Barrera

Meistarafyrirlestur í vélaverkfræði - Christian Michael Barrera - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. janúar 2023 9:50 til 11:40
Hvar 

VR-II

Stofa 138

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Christian Michael Barrera

Heiti verkefnis: Í átt að kolefnishlutleysi Vestmannaeyja. Samanburður á mismunandi eldsneyti fyrir varahitun Vestmannaeyja
___________________________________________
Leiðbeinandi:  Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ 

Einnig í meistaranefnd: Christiaan Petrus Richter, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ 

Prófdómari:  Ragnar Ásmundsson, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun

Ágrip

Í þessari ritgerð eru mismunandi eldsneyti skoðuð fyrir notkun á varakatla fyrir hitaveitu Vestmannaeyja, sem hefur ekki áreiðanlegan orkugjafa. Í dag er notuð svartolía á varakatlana, en henni fylgir mikil losun og þörf er á hreinni valkostum. Sérstaklega í ljósi þess að jörðin okkar stendur frammi fyrir ört breytilegu loftslagi. Niðurstöður þessarar ritgerðar má nýta um allan heim á svæðum sem ekki hafa áreiðanlegan aðgang að hreinni orku.

Skoðaðar voru ritrýndar heimildir um viðeigandi lífeldsneyti og rafeldsneyti og eftirfarandi sex önnur eldsneyti voru valin til rannsóknar: vetni, metanól, lífetanól, metan, lífdísill og ammoníak. Gögn um umhverfisáhrif, notkun hitavökva, kostnað, framboð og geymslu og flutning var safnað fyrir hverja eldsneytistegund þannig að hægt væri að nýta AHP líkan (e. Analytical Hierarchy Process) til að taka upplýsta ákvörðun.

AHP greining fyrir Vestmannaeyjar sýndi að raf-metanól væri ákjósanlegasta eldsneytið, vetni var í 2. sæti og lífetanól í 3. sæti.  Í rannsókninni var lögð megin áhersla á umhverfisáhrif. Niðurstaðan er sú að rafmetanól ætti að nota til varahitunar, en að frekari rannsókn yrði framkvæmd til að mæta þörfum nærliggjandi iðnaðar sem notar sömu eldsneytisgjafa.