Skip to main content

Grunn- og meistaranemar

Grunn- og meistaranemar eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrki til starfsþjálfunar og rannsóknarvinnu hjá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum innan Evrópu. Einnig er hægt að sækja um starfsþjálfun eftir útskrift ef sótt er um fyrir brautskráningu frá HÍ og dvölinni lýkur innan 12 mánaða frá útskrift.
Nemendur geta sótt um styrk fyrir eftirfarandi möguleikum:

  • Hefðbundin dvöl (2-12 mánuðir)
  • Styttri dvöl (5-30 dagar). Styttri dvalir verða að vera sambland af starfsþjálfun á staðnum og á rafrænu formi
  • Starfsþjálfun 
  • Rannsóknarvinna 
  • Klínísk þjálfun á sjúkrastofnun (nemendur í heilbrigðisvísindum)

Nemendur sækja um starfsþjálfunarstyrkinn hjá Alþjóðasviði. Umsóknarfrestur er 1. apríl á ári hverju. Heimilt er að sækja um eftir auglýstan umsóknarfrest en þeir sem sækja um fyrir 1. apríl hafa forgang við úthlutun styrkja. Nemendur sem eru að brautskrást verða að sækja um styrkinn eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brautskráningu. Ekki er tekið á móti umsóknum um styrkinn ef sótt er um eftir þann frest.